Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Oddur Ævar Gunnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. janúar 2024 19:03 Íbúafundurinn í Laugardalshöll er mjög fjölmennur. Vísir/Sigurjón Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. Þetta kom fram á íbúafundi Grindavíkur í Laugardalshöll nú síðdegis. Bryndís Guðlaugsdóttir, Grindvíkingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, var meðal þeirra sem ávörpuðu ráðamenn á fundinum. Hún uppskar standandi lófatak fyrir ummælin. Klippa: Bryndís Gunnlaugsdóttir spyr spurningar á íbúafundi Grindavíkur „Erfiðasti dagurinn frá 10. nóvember var að vakna um morguninn og sjá að húsið mitt væri ekki brunnið. Ef það hefði brunnið þá hefði ég fengið fjárhagslegt sjálfstæði og vissu, og þessi snara sem var utan um hálsinn minn væri farin.“ Bryndís sagðist einhvern daginn vilja fara aftur heim til Grindavíkur og hjálpa til við að byggja bæinn aftur upp þegar hann verður öruggur. Um væri að ræða spurningu um ár en ekki mánuði. Plástrar á lífshættuleg sár „Það sem ég er mest hrædd við að er að þið ætlið ekki að skera fólk úr þessari snöru og íbúar neyðist til þess að fara heim, vegna þess að af fjárhagslegum ástæðum séu þau föst í Grindavík.“ Bryndís sagði að fólk verði að vilja fara heim. Til þess að geta farið heim með baráttuhug yrði það fyrst að setja á sig súrefnisgrímuna. „Allt sem er búið að gera núna eru plástrar á lífshættuleg sár. Bráðabirgðahúsnæði er ekki heimili. Ég spyr: Hversu lengi þurfum við að vera í þessari óvissu þar til þið byrjið að hugsa um að gera eins og gert er á snjóflóðasvæði, eða þar sem eru aurskriður, að kaupa okkur út svo við fáum sjálfstæði okkar aftur, sjálfsákvörðunarrétt og öryggi?“ Stjórnvöld geti ekki reitt fram töfralausn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði Bryndísi á fundinum. Hún sagðist skilja stöðu Grindvíkinga, sem ekki geta séð fyrir sér að byggja heimili í bænum sínum. Katrín sagði að stjórnvöld geti ekki reitt fram töfralausn. Það sé hinsvegar unnið að því hörðum höndum að finna lausnir. Þær muni kalla á sértækar aðgerðir og lagabreytingar. Mikilvægt sé að vanda til verka. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Þetta kom fram á íbúafundi Grindavíkur í Laugardalshöll nú síðdegis. Bryndís Guðlaugsdóttir, Grindvíkingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, var meðal þeirra sem ávörpuðu ráðamenn á fundinum. Hún uppskar standandi lófatak fyrir ummælin. Klippa: Bryndís Gunnlaugsdóttir spyr spurningar á íbúafundi Grindavíkur „Erfiðasti dagurinn frá 10. nóvember var að vakna um morguninn og sjá að húsið mitt væri ekki brunnið. Ef það hefði brunnið þá hefði ég fengið fjárhagslegt sjálfstæði og vissu, og þessi snara sem var utan um hálsinn minn væri farin.“ Bryndís sagðist einhvern daginn vilja fara aftur heim til Grindavíkur og hjálpa til við að byggja bæinn aftur upp þegar hann verður öruggur. Um væri að ræða spurningu um ár en ekki mánuði. Plástrar á lífshættuleg sár „Það sem ég er mest hrædd við að er að þið ætlið ekki að skera fólk úr þessari snöru og íbúar neyðist til þess að fara heim, vegna þess að af fjárhagslegum ástæðum séu þau föst í Grindavík.“ Bryndís sagði að fólk verði að vilja fara heim. Til þess að geta farið heim með baráttuhug yrði það fyrst að setja á sig súrefnisgrímuna. „Allt sem er búið að gera núna eru plástrar á lífshættuleg sár. Bráðabirgðahúsnæði er ekki heimili. Ég spyr: Hversu lengi þurfum við að vera í þessari óvissu þar til þið byrjið að hugsa um að gera eins og gert er á snjóflóðasvæði, eða þar sem eru aurskriður, að kaupa okkur út svo við fáum sjálfstæði okkar aftur, sjálfsákvörðunarrétt og öryggi?“ Stjórnvöld geti ekki reitt fram töfralausn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði Bryndísi á fundinum. Hún sagðist skilja stöðu Grindvíkinga, sem ekki geta séð fyrir sér að byggja heimili í bænum sínum. Katrín sagði að stjórnvöld geti ekki reitt fram töfralausn. Það sé hinsvegar unnið að því hörðum höndum að finna lausnir. Þær muni kalla á sértækar aðgerðir og lagabreytingar. Mikilvægt sé að vanda til verka.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira