Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Oddur Ævar Gunnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. janúar 2024 19:03 Íbúafundurinn í Laugardalshöll er mjög fjölmennur. Vísir/Sigurjón Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. Þetta kom fram á íbúafundi Grindavíkur í Laugardalshöll nú síðdegis. Bryndís Guðlaugsdóttir, Grindvíkingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, var meðal þeirra sem ávörpuðu ráðamenn á fundinum. Hún uppskar standandi lófatak fyrir ummælin. Klippa: Bryndís Gunnlaugsdóttir spyr spurningar á íbúafundi Grindavíkur „Erfiðasti dagurinn frá 10. nóvember var að vakna um morguninn og sjá að húsið mitt væri ekki brunnið. Ef það hefði brunnið þá hefði ég fengið fjárhagslegt sjálfstæði og vissu, og þessi snara sem var utan um hálsinn minn væri farin.“ Bryndís sagðist einhvern daginn vilja fara aftur heim til Grindavíkur og hjálpa til við að byggja bæinn aftur upp þegar hann verður öruggur. Um væri að ræða spurningu um ár en ekki mánuði. Plástrar á lífshættuleg sár „Það sem ég er mest hrædd við að er að þið ætlið ekki að skera fólk úr þessari snöru og íbúar neyðist til þess að fara heim, vegna þess að af fjárhagslegum ástæðum séu þau föst í Grindavík.“ Bryndís sagði að fólk verði að vilja fara heim. Til þess að geta farið heim með baráttuhug yrði það fyrst að setja á sig súrefnisgrímuna. „Allt sem er búið að gera núna eru plástrar á lífshættuleg sár. Bráðabirgðahúsnæði er ekki heimili. Ég spyr: Hversu lengi þurfum við að vera í þessari óvissu þar til þið byrjið að hugsa um að gera eins og gert er á snjóflóðasvæði, eða þar sem eru aurskriður, að kaupa okkur út svo við fáum sjálfstæði okkar aftur, sjálfsákvörðunarrétt og öryggi?“ Stjórnvöld geti ekki reitt fram töfralausn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði Bryndísi á fundinum. Hún sagðist skilja stöðu Grindvíkinga, sem ekki geta séð fyrir sér að byggja heimili í bænum sínum. Katrín sagði að stjórnvöld geti ekki reitt fram töfralausn. Það sé hinsvegar unnið að því hörðum höndum að finna lausnir. Þær muni kalla á sértækar aðgerðir og lagabreytingar. Mikilvægt sé að vanda til verka. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Þetta kom fram á íbúafundi Grindavíkur í Laugardalshöll nú síðdegis. Bryndís Guðlaugsdóttir, Grindvíkingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, var meðal þeirra sem ávörpuðu ráðamenn á fundinum. Hún uppskar standandi lófatak fyrir ummælin. Klippa: Bryndís Gunnlaugsdóttir spyr spurningar á íbúafundi Grindavíkur „Erfiðasti dagurinn frá 10. nóvember var að vakna um morguninn og sjá að húsið mitt væri ekki brunnið. Ef það hefði brunnið þá hefði ég fengið fjárhagslegt sjálfstæði og vissu, og þessi snara sem var utan um hálsinn minn væri farin.“ Bryndís sagðist einhvern daginn vilja fara aftur heim til Grindavíkur og hjálpa til við að byggja bæinn aftur upp þegar hann verður öruggur. Um væri að ræða spurningu um ár en ekki mánuði. Plástrar á lífshættuleg sár „Það sem ég er mest hrædd við að er að þið ætlið ekki að skera fólk úr þessari snöru og íbúar neyðist til þess að fara heim, vegna þess að af fjárhagslegum ástæðum séu þau föst í Grindavík.“ Bryndís sagði að fólk verði að vilja fara heim. Til þess að geta farið heim með baráttuhug yrði það fyrst að setja á sig súrefnisgrímuna. „Allt sem er búið að gera núna eru plástrar á lífshættuleg sár. Bráðabirgðahúsnæði er ekki heimili. Ég spyr: Hversu lengi þurfum við að vera í þessari óvissu þar til þið byrjið að hugsa um að gera eins og gert er á snjóflóðasvæði, eða þar sem eru aurskriður, að kaupa okkur út svo við fáum sjálfstæði okkar aftur, sjálfsákvörðunarrétt og öryggi?“ Stjórnvöld geti ekki reitt fram töfralausn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði Bryndísi á fundinum. Hún sagðist skilja stöðu Grindvíkinga, sem ekki geta séð fyrir sér að byggja heimili í bænum sínum. Katrín sagði að stjórnvöld geti ekki reitt fram töfralausn. Það sé hinsvegar unnið að því hörðum höndum að finna lausnir. Þær muni kalla á sértækar aðgerðir og lagabreytingar. Mikilvægt sé að vanda til verka.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira