Þriggja bíla árekstur við Hvalfjarðarveg Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2024 12:37 Nokkur bílaröð myndaðist vegna slyssins í morgun. Vísir/RAX Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi segir enn unnið á vettvangi alvarlegs umferðarslyss við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í morgun. Þar skullu saman þrjú ökutæki, tvö stærri ökutæki og einn fólksbíll. Slasaðir hafa allir verið fluttir af vettvangi en lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa vinna enn á vettvangi. Ásmundur segir ómögulegt að vita hvenær vegurinn verður opnaður á ný en að það verði ekki gert fyrr en vinnu er lokið. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, að hjáleið sé um Hvalfjörð. „Það var alvarlegt slys, þetta voru þrjú ökutæki og það voru aðilar fluttir á sjúkrahús. Það er enn unnið á vettvangi,“ segir Ásmundur og að rannsóknardeild Lögreglunnar á Vesturlandi og allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang þegar tilkynning um slysið barst í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hversu margir voru fluttir á slysadeild en segir að þegar hann hafi betri upplýsingar muni lögreglan birta tilkynningu um slysið á bæði heimasíðu lögreglunnar og á Facebook-síðu þeirra. Fram kom í frétt Vísis um slysið í morgun að þrír hafi alls verið fluttir á slysdeild. Einn úr flutningabíl og tveir úr fólksbíl. Það staðfesti Jens Heiðar Ragnarsson en hann er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Spurður um aðstæður á veginum segir Ásmundur að nú snjói en að það hafi ekki verið þannig í morgun þegar slysið átti sér stað. Þá viti hann ekki hvort það hafi verið hálka. „Ég á eftir að fá allar upplýsingar frá rannsakendum.“ UPPFÆRT Búið er að opna hringveginn aftur. Það var gert rétt fyrir klukkan 14 í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:07 þann 16.1.2024. Samgöngur Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Slasaðir hafa allir verið fluttir af vettvangi en lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa vinna enn á vettvangi. Ásmundur segir ómögulegt að vita hvenær vegurinn verður opnaður á ný en að það verði ekki gert fyrr en vinnu er lokið. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, að hjáleið sé um Hvalfjörð. „Það var alvarlegt slys, þetta voru þrjú ökutæki og það voru aðilar fluttir á sjúkrahús. Það er enn unnið á vettvangi,“ segir Ásmundur og að rannsóknardeild Lögreglunnar á Vesturlandi og allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang þegar tilkynning um slysið barst í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hversu margir voru fluttir á slysadeild en segir að þegar hann hafi betri upplýsingar muni lögreglan birta tilkynningu um slysið á bæði heimasíðu lögreglunnar og á Facebook-síðu þeirra. Fram kom í frétt Vísis um slysið í morgun að þrír hafi alls verið fluttir á slysdeild. Einn úr flutningabíl og tveir úr fólksbíl. Það staðfesti Jens Heiðar Ragnarsson en hann er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Spurður um aðstæður á veginum segir Ásmundur að nú snjói en að það hafi ekki verið þannig í morgun þegar slysið átti sér stað. Þá viti hann ekki hvort það hafi verið hálka. „Ég á eftir að fá allar upplýsingar frá rannsakendum.“ UPPFÆRT Búið er að opna hringveginn aftur. Það var gert rétt fyrir klukkan 14 í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:07 þann 16.1.2024.
Samgöngur Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira