Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hjáleiðir séu um Leirársveitarveg og Svínadalsveg. Ekki er vitað hvenær vegurinn verður opnaður á ný.
Tveir bílar lentu í árekstri við gatnamótin, einn fólksbíll og einn flutningabíll. Einn einstaklingur var í flutningabílnum en í fólksbílnum var einn farþegi auk bílstjóra. Öll þrjú hafa verið flutt á slysadeild til aðhlynningar en ekki er vitað um líðan þeirra. Mbl.is segir slysið vera alvarlegt.
Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir í samtali við fréttastofu að veginum verði haldið lokuðum á meðan unnið er að hreinsistarfi á vettvangi.
Fréttin hefur verið uppfærð.