Besta helgi ársins nú fullbókuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2024 10:30 Baker Mayfield, leikstjórnandi Tampa Bay Buccaneers, þakkar Jalen Hurts, leikstjórnanda Philadelphia Eagles , fyrir leikinn. Getty/Kevin Sabitus Fyrstu umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar lauk í gær með tveimur leikjum. Buffalo Bills og Tampa Bay Buccaneers voru tvö síðustu liðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna. Buffalo Bills liðið vann 31-17 heimasigur á Pittsburgh Steelers en fresta þurfti leiknum um einn dag vegna mikils snjóstorms í Buffalo. Bills liðið komst í 14-0 í fyrsta leikhluta og var með góð tök á leiknum eftir það. Það urðu mun óvæntari úrslit í hinum leiknum þar sem Tampa Bay Buccaneers burstaði Philadelphia Eagles 32-9. Eftir þessa leiki er ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi. Undanúrslitahelgin er oft kölluð besta helgi ársins í amerískum íþróttum en þar mætast átta bestu NFL-lið tímabilsins í fjórum leikjum upp á líf eða dauða. Mesta spennan er kannski fyrir leik Buffalo Bills og Kansas City Chiefs sem hafa þegar marga hildi háð á síðustu árum en það er líka nóg af öðrum athyglisverðum leikjum. Fjögur lið komast áfram úr þessum leikjum, tvö mætast í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar annars vegar og tvö mætast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hins vegar. Þeir leikir fara fram helgina á eftir. Liðin sem vinna þann leik mætast svo í Super Bowl. The Divisional Round schedule is set! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/yBlhSqZF5I— NFL (@NFL) January 16, 2024 Það voru strax óvænt úrslit um helgina þegar bæði Cleveland Browns og Dallas Cowboys steinlágu í leikjum sínum á móti Houston Texans og Green Bay Packers. Dallas var á heimavelli á móti Green Bay en sá aldrei til sólar. Hin liðin sem komust áfram voru Detroit Lions og Kansas City Chiefs Sigur Houston Texans þýðir líka að liðið er búið að vinna fleiri leiki samanlagt í úrslitakeppninni en Dallas Cowboys síðan Houston kom fyrst inn í NFL-deildina árið 2002. Vandræðaleg tölfræði fyrir Kúrekana sem eru nú að verða þekktastir fyrir það að geta aldrei neitt þegar eitthvað er undir í leikjum þeirra. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast um næstu helgi en allir leikirnir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Leikir í undanúrslitum deildanna Laugardagur 20. janúar 21:35 Baltimore Ravens - Houston Texans (Ameríkudeild) 01.15 San Francisco 49ers - Green Bay Packers (Þjóðardeild) Sunnudagur 21. janúar 20.05 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers (Þjóðardeild) 23.40 Buffalo Bills - Kansas City Chiefs (Ameríkudeild) NFL Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Sjá meira
Buffalo Bills liðið vann 31-17 heimasigur á Pittsburgh Steelers en fresta þurfti leiknum um einn dag vegna mikils snjóstorms í Buffalo. Bills liðið komst í 14-0 í fyrsta leikhluta og var með góð tök á leiknum eftir það. Það urðu mun óvæntari úrslit í hinum leiknum þar sem Tampa Bay Buccaneers burstaði Philadelphia Eagles 32-9. Eftir þessa leiki er ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi. Undanúrslitahelgin er oft kölluð besta helgi ársins í amerískum íþróttum en þar mætast átta bestu NFL-lið tímabilsins í fjórum leikjum upp á líf eða dauða. Mesta spennan er kannski fyrir leik Buffalo Bills og Kansas City Chiefs sem hafa þegar marga hildi háð á síðustu árum en það er líka nóg af öðrum athyglisverðum leikjum. Fjögur lið komast áfram úr þessum leikjum, tvö mætast í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar annars vegar og tvö mætast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hins vegar. Þeir leikir fara fram helgina á eftir. Liðin sem vinna þann leik mætast svo í Super Bowl. The Divisional Round schedule is set! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/yBlhSqZF5I— NFL (@NFL) January 16, 2024 Það voru strax óvænt úrslit um helgina þegar bæði Cleveland Browns og Dallas Cowboys steinlágu í leikjum sínum á móti Houston Texans og Green Bay Packers. Dallas var á heimavelli á móti Green Bay en sá aldrei til sólar. Hin liðin sem komust áfram voru Detroit Lions og Kansas City Chiefs Sigur Houston Texans þýðir líka að liðið er búið að vinna fleiri leiki samanlagt í úrslitakeppninni en Dallas Cowboys síðan Houston kom fyrst inn í NFL-deildina árið 2002. Vandræðaleg tölfræði fyrir Kúrekana sem eru nú að verða þekktastir fyrir það að geta aldrei neitt þegar eitthvað er undir í leikjum þeirra. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast um næstu helgi en allir leikirnir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Leikir í undanúrslitum deildanna Laugardagur 20. janúar 21:35 Baltimore Ravens - Houston Texans (Ameríkudeild) 01.15 San Francisco 49ers - Green Bay Packers (Þjóðardeild) Sunnudagur 21. janúar 20.05 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers (Þjóðardeild) 23.40 Buffalo Bills - Kansas City Chiefs (Ameríkudeild)
Leikir í undanúrslitum deildanna Laugardagur 20. janúar 21:35 Baltimore Ravens - Houston Texans (Ameríkudeild) 01.15 San Francisco 49ers - Green Bay Packers (Þjóðardeild) Sunnudagur 21. janúar 20.05 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers (Þjóðardeild) 23.40 Buffalo Bills - Kansas City Chiefs (Ameríkudeild)
NFL Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Sjá meira