Veður

Gul við­vörun víða um land

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Von er á norðan hríð og norðan stormi um norðaustan- og suðaustanvert landið.
Von er á norðan hríð og norðan stormi um norðaustan- og suðaustanvert landið. Vísir/Vilhelm

Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og varir fram á morgun. Búast má við norðan stormi og hríð. 

Gul viðvörun tekur gildi á Suðausturlandi klukkan þrjú í dag og er hún í gildi fram til klukkan níu í fyrramálið. Búast má við norðanátt, 15-25 m/s og vindhviðum sem geta náð yfir 35 m/s. Hvassast verður undir Vatnajökli og fólk er varað við því að ferðast.

Gul veðurviðvörun tekur víða gildi síðdegis.Veðurstofa Íslands

Á Austurlandi að Glettingi tekur viðvörun um norðan hríð gildi klukkan fjögur og varir hún til klukkan eitt í nótt. Búast má þar við norðan og norðvestan hvassviðri, 15-20 m/s, snjókomu og skafrenningi með lélegu skyggni. Sama er að segja um Norðurland eystra en þar tekur viðvörunin gildi klukkutíma síðar, klukkan 17. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×