Ræddu heljarmennið Kristófer Acox: „Ætlar bara að vera eins og LeBron James“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2024 23:01 Kristófer í leik með Val. Vísir/Anton Brink Kristófer Acox fór mikinn þegar Valur lagði nýliða Hamars í Hveragerði í Subway-deild karla á dögunum. Valur vann öruggan 22 stiga sigur þar sem Kristófer skoraði 26 stig og tók 10 fráköst. Valsmenn eru mættir á topp Subway-deildarinnar eftir öruggan sigur í Hveragerði. Joshua Jefferson hefur verið frábær í rauðri treyju Vals en það hefur Kristófer líka verið. Því ákvað Körfuboltakvöld að fara aðeins yfir frammistöðu hans á föstudaginn var. „Við ætlum að fara í Kristófer Acox sem kom með enn einn 20-10 leikinn í þessum leik. Kristófer, nýbúinn að láta tappa af hnénu - gerði það um áramótin - og lítur vel út,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Lítur svakalega vel út. Skal viðurkenna það að ég er alltaf að bíða eftir því að sjá hvað gerist þegar íþróttamennskan fer að minnka, sé bara engin merki um að íþróttamennskan sé að fara niður á við enda æfir þessi drengur eins og atvinnumaður,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur, á meðan myndefni af Kristófer að troða boltanum af öllu afli rúllaði. „Sonur minn var að benda mér á Instagram-ið hans og hvað hann gerir á daginn, það er alveg æðislegt. Eins og ég segi, er alltaf að bíða eftir að hann hætti að geta gert þetta en hann klárlega vinnur svo mikið í líkamanum hjá sjálfum sér að hann ætlar bara að vera eins og LeBron James, halda áfram að troða yfir menn þangað til hann verður 39 ára,“ bætti Ómar við. Klippa: Ræddu heljarmennið Kristófer Acox: Ætlar bara að vera eins og LeBron James Stefán Árni spurði Teit Örlygsson þá hvort Kristófer væri einfaldlega besti leikmaður deildarinnar? „Örugglega topp þrír,“ sagði Teitur og hélt áfram. „Svo gaman að sjá hvað hann hugsar vel um sig. Er ekkert viss um að Kristó hafi einhvern tímann verið í svona góðu formi. Hann var náttúrulega búinn að vera ofboðslega óheppinn með meiðsli en nú er hann búinn að hanga heill í ansi marga mánuði og 7,9 13 af því að Valur þarf á honum að halda. Hann er búinn að vera frábær.“ Umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að ofan en þar sést Kristófer troða yfir mann og annan. Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira
Valsmenn eru mættir á topp Subway-deildarinnar eftir öruggan sigur í Hveragerði. Joshua Jefferson hefur verið frábær í rauðri treyju Vals en það hefur Kristófer líka verið. Því ákvað Körfuboltakvöld að fara aðeins yfir frammistöðu hans á föstudaginn var. „Við ætlum að fara í Kristófer Acox sem kom með enn einn 20-10 leikinn í þessum leik. Kristófer, nýbúinn að láta tappa af hnénu - gerði það um áramótin - og lítur vel út,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi. „Lítur svakalega vel út. Skal viðurkenna það að ég er alltaf að bíða eftir því að sjá hvað gerist þegar íþróttamennskan fer að minnka, sé bara engin merki um að íþróttamennskan sé að fara niður á við enda æfir þessi drengur eins og atvinnumaður,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur, á meðan myndefni af Kristófer að troða boltanum af öllu afli rúllaði. „Sonur minn var að benda mér á Instagram-ið hans og hvað hann gerir á daginn, það er alveg æðislegt. Eins og ég segi, er alltaf að bíða eftir að hann hætti að geta gert þetta en hann klárlega vinnur svo mikið í líkamanum hjá sjálfum sér að hann ætlar bara að vera eins og LeBron James, halda áfram að troða yfir menn þangað til hann verður 39 ára,“ bætti Ómar við. Klippa: Ræddu heljarmennið Kristófer Acox: Ætlar bara að vera eins og LeBron James Stefán Árni spurði Teit Örlygsson þá hvort Kristófer væri einfaldlega besti leikmaður deildarinnar? „Örugglega topp þrír,“ sagði Teitur og hélt áfram. „Svo gaman að sjá hvað hann hugsar vel um sig. Er ekkert viss um að Kristó hafi einhvern tímann verið í svona góðu formi. Hann var náttúrulega búinn að vera ofboðslega óheppinn með meiðsli en nú er hann búinn að hanga heill í ansi marga mánuði og 7,9 13 af því að Valur þarf á honum að halda. Hann er búinn að vera frábær.“ Umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að ofan en þar sést Kristófer troða yfir mann og annan.
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira