Alex var kynntur á þorrablóti KR-inga um helgina og félagið setti inn óræða mynd af honum á samfélagsmiðla í morgun.
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) January 15, 2024
Alex er uppalinn hjá Stjörnunni og lék 72 leiki með liðinu í efstu deild áður en hann fór til Öster. Hann var gerður að fyrirliða Stjörnunnar aðeins tvítugur.
Í síðustu viku samdi Aron Sigurðarson við KR en hann hefur undanfarin ár leikið sem atvinnumaður erlendis.
KR endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Að því loknu tók Gregg Ryder við liðinu af Rúnari Kristinssyni.
Fréttin hefur verið uppfærð.