Er einhver fullorðinn á svæðinu? Guðjón Idir skrifar 15. janúar 2024 07:30 Sjáum fyrir okkur skólabekk. Það er enginn fullorðinn á svæðinu (kannski fullorðinn í aldri). Það eru einn eða tveir krakkar sem leggja skotmörkin sem þeim finnast auðveldust í einelti. Allir í bekknum leyfa því að viðgangast. Flestir taka stöku sinnum þátt, bæði til að velja „rétt lið” og þannig kaupa sér vinsældir, en líka til að fyrirbyggja að þau sjálf verði skotmörk síðar meir. Þessi uppdregna mynd lýsir heiminum og samskiptum þjóða, það er að segja, samskiptum þeirra sem fara með völd ríkra og vopnvæddra þjóða gagnvart íbúum þjóða sem á marga vegu standa verr. Og Ísland er þarna klappstýra eineltisseggjanna sem undiroka þá sem síst geta varist. Meðhlæjandi í skólastofunni. Þetta er alvarlegt í skólastofum en þegar þetta er heimurinn allur þá er nærtækast að kalla þetta kollektífa siðblindu. Það er enginn fullorðinn á svæðinu. Ég hef skrifað þingheimi öllum til að ýta á eftir að stjórnmálasambandi við Ísrael - sem er að fremja þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni - sé slitið. Ég hef spurt hvort þau ætli sér í alvöru að sitja hjá. Hvort þau ætli sér ekki að beita sér á alþjóðavettvangi. En engin svör fengið. Það er enn tækifæri til að styðja málsókn Suður Afríku á hendur Ísrael hjá Alþjóðadómstólnum, og vera þar með fyrsta Vestræna ríkið til að sýna lágmarks sómakennd, heiðarlega samvisku og manndóm. Þá spurði ég hvort frami og efnahagslegir hagsmunir vægu þyngra en heiðarleg samviska. Það hefur líklega alltaf átt við. Íslensk stjórnvöld hafa sjaldan tekið einhvers konar áhættur til að fylgja sannfæringu þess sem þekkir muninn á réttu og röngu, þegar það er í óþökk ríkja sem mestu ítökin hafa og ógeðslegustu sögusporin. Ég kalla enn og aftur eftir því að þjóðarmorð Ísraels sé harðlega fordæmt af íslenskum stjórnvöldum, að stjórnmálasambandi sé tafarlaust slitið, og að sjálfsögðu að stjórnvöld beiti sér raunverulega fyrir því að sameina fjölskyldur þeirra palestínubúa sem hingað eru komnir til að bjarga þeim sem hægt er að bjarga frá morðóðum ísraelsher. Hvað ætlið þið að horfa upp á mörg börn myrt? Hvað ætlið þið að horfa upp á marga lækna, hjúkrunarfræðinga, og sjúkraliða myrta? Hvað á að sætta sig að mörg börn þurfi skurðaðgerðir án deyfingar? Hversu marga má horfa upp á farast úr hungri eða ofkælingu? Án þess að segja múkk! Er einhver fullorðinn á svæðinu? Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Sjáum fyrir okkur skólabekk. Það er enginn fullorðinn á svæðinu (kannski fullorðinn í aldri). Það eru einn eða tveir krakkar sem leggja skotmörkin sem þeim finnast auðveldust í einelti. Allir í bekknum leyfa því að viðgangast. Flestir taka stöku sinnum þátt, bæði til að velja „rétt lið” og þannig kaupa sér vinsældir, en líka til að fyrirbyggja að þau sjálf verði skotmörk síðar meir. Þessi uppdregna mynd lýsir heiminum og samskiptum þjóða, það er að segja, samskiptum þeirra sem fara með völd ríkra og vopnvæddra þjóða gagnvart íbúum þjóða sem á marga vegu standa verr. Og Ísland er þarna klappstýra eineltisseggjanna sem undiroka þá sem síst geta varist. Meðhlæjandi í skólastofunni. Þetta er alvarlegt í skólastofum en þegar þetta er heimurinn allur þá er nærtækast að kalla þetta kollektífa siðblindu. Það er enginn fullorðinn á svæðinu. Ég hef skrifað þingheimi öllum til að ýta á eftir að stjórnmálasambandi við Ísrael - sem er að fremja þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni - sé slitið. Ég hef spurt hvort þau ætli sér í alvöru að sitja hjá. Hvort þau ætli sér ekki að beita sér á alþjóðavettvangi. En engin svör fengið. Það er enn tækifæri til að styðja málsókn Suður Afríku á hendur Ísrael hjá Alþjóðadómstólnum, og vera þar með fyrsta Vestræna ríkið til að sýna lágmarks sómakennd, heiðarlega samvisku og manndóm. Þá spurði ég hvort frami og efnahagslegir hagsmunir vægu þyngra en heiðarleg samviska. Það hefur líklega alltaf átt við. Íslensk stjórnvöld hafa sjaldan tekið einhvers konar áhættur til að fylgja sannfæringu þess sem þekkir muninn á réttu og röngu, þegar það er í óþökk ríkja sem mestu ítökin hafa og ógeðslegustu sögusporin. Ég kalla enn og aftur eftir því að þjóðarmorð Ísraels sé harðlega fordæmt af íslenskum stjórnvöldum, að stjórnmálasambandi sé tafarlaust slitið, og að sjálfsögðu að stjórnvöld beiti sér raunverulega fyrir því að sameina fjölskyldur þeirra palestínubúa sem hingað eru komnir til að bjarga þeim sem hægt er að bjarga frá morðóðum ísraelsher. Hvað ætlið þið að horfa upp á mörg börn myrt? Hvað ætlið þið að horfa upp á marga lækna, hjúkrunarfræðinga, og sjúkraliða myrta? Hvað á að sætta sig að mörg börn þurfi skurðaðgerðir án deyfingar? Hversu marga má horfa upp á farast úr hungri eða ofkælingu? Án þess að segja múkk! Er einhver fullorðinn á svæðinu? Höfundur er heimspekingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun