Fann lík sonar síns fyrir 35 árum og er nú grunaður um morðið Jón Þór Stefánsson skrifar 15. janúar 2024 07:01 Faðir Justins litla, Victor Lee og stjúpmóðir drengsins, Megan R. Turner, voru handtekin á dögunum. Berkeley County Sheriff Foreldrar bandarísks drengs sem fannst látinn árið fyrir rúmum þremur áratugum hafa verið handteknir og eru grunaðir um að hafa orðið honum að bana. Victor Lee Turner fann lík sonar síns, Justin Turner, þann 5. mars 1989 í skáp í hjólhýsi fjölskyldunnar í Suður Karólínu-ríki Bandaríkjanna. Atvikið var fest á filmu af NBC-sjónvarpsstöðinni. Myndefnið sýnir Victor ganga inn í hjólhýsið og koma út skömmu síðar og fullyrða að hann hafi fundið son sinn. Nokkru síðar sést Victor grátandi. Justins, sem var fimm ára gamall, hafði verið leitað tvo daga. Foreldrar hans sögðu að hann hafa farið með skólarútunni þann þriðja mars og ekki hafa skilað sér heim. Justin Turner.Berkeley County Sheriff „Hann fór aldrei í rútuna. Hann mætti aldrei í skólann,“ hefur New York Times eftir Duane Lewis, lögreglustjóranum í Berkeley-sýslu þar sem atburðir málsins hafa átt sér stað. „Það er vegna þess að hann var myrtur. Það voru stjúpmóðir hans og faðir hans sem myrtu hann í hjólhýsi fyrir aftan húsið þeirra.“ Líkt og áður segir hefur Victor nú verið handtekinn vegna andlátsins, sem og stjúpmóðir drengsins Megan R. Turner. Handtakan fór fram á heimili þeirra, á sama stað og lögreglustjórinn vill meina að morðið hafi átt sér stað. „Ég get ekki hugsað mér neitt hörmulegra eða skelfilegra morð,“ segir Lewis lögreglustjóri. Talið er að Justin hafi látist vegna kyrkingar. Mál Justins hafði verið óleyst um áratugaskeið þegar rannsókn á því hófst á ný árið 2021. Rannsakendur skoðuðu sönnunargögn bæði frá vettvangi og úr krufningu, og með hjálp nýrrar tækni hefur lögreglan vestanhafs leitt að því líkur að Victor og Megan beri ábyrgð á dauða Justins. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Victor Lee Turner fann lík sonar síns, Justin Turner, þann 5. mars 1989 í skáp í hjólhýsi fjölskyldunnar í Suður Karólínu-ríki Bandaríkjanna. Atvikið var fest á filmu af NBC-sjónvarpsstöðinni. Myndefnið sýnir Victor ganga inn í hjólhýsið og koma út skömmu síðar og fullyrða að hann hafi fundið son sinn. Nokkru síðar sést Victor grátandi. Justins, sem var fimm ára gamall, hafði verið leitað tvo daga. Foreldrar hans sögðu að hann hafa farið með skólarútunni þann þriðja mars og ekki hafa skilað sér heim. Justin Turner.Berkeley County Sheriff „Hann fór aldrei í rútuna. Hann mætti aldrei í skólann,“ hefur New York Times eftir Duane Lewis, lögreglustjóranum í Berkeley-sýslu þar sem atburðir málsins hafa átt sér stað. „Það er vegna þess að hann var myrtur. Það voru stjúpmóðir hans og faðir hans sem myrtu hann í hjólhýsi fyrir aftan húsið þeirra.“ Líkt og áður segir hefur Victor nú verið handtekinn vegna andlátsins, sem og stjúpmóðir drengsins Megan R. Turner. Handtakan fór fram á heimili þeirra, á sama stað og lögreglustjórinn vill meina að morðið hafi átt sér stað. „Ég get ekki hugsað mér neitt hörmulegra eða skelfilegra morð,“ segir Lewis lögreglustjóri. Talið er að Justin hafi látist vegna kyrkingar. Mál Justins hafði verið óleyst um áratugaskeið þegar rannsókn á því hófst á ný árið 2021. Rannsakendur skoðuðu sönnunargögn bæði frá vettvangi og úr krufningu, og með hjálp nýrrar tækni hefur lögreglan vestanhafs leitt að því líkur að Victor og Megan beri ábyrgð á dauða Justins.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira