Ætla ekki að bjóða upp á útsýnisflug yfir gosið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2024 22:02 „Við vorum búnir að ræða þetta innanhúss hjá okkur fyrir svolitlu síðan að ef til þess kæmi að færi að gjósa þarna, eignir og hús fólks færu að brenna, þá færum við ekkert að selja inn á það,“ segir Reynir, flugrekstrarstjóri hjá HeliAir Iceland. RAX Forsvarsmenn þyrlufyrirtækisins HeliAir Iceland hafa ákveðið að bjóða ekki upp á útsýnisflug á meðan óvissan er mikil varðandi hús og eignir fólks í Grindavík eftir að eldgos hófst í morgun. Hugur fyrirtækisins er hjá Grindvíkingum. Eldgos hófst norðan nýrra varnargarða nærri Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Önnur sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna upp úr hádegi og náði hraunið byggð síðdegis. Hraunflægðið hefur náð til húsa yst í byggðinni og óvíst hvernig fer. Forsætisráðherra boðar aukinn stuðning fyrir Grindvíkinga, fjárhagslegan og sálrænan. Forseti Íslands segir Íslendinga ekki gefast upp. Síminn byrjaði að hringja Þyrlufyrirtækið HeliAir Iceland byrjaði í morgun að fá símtöl frá áhugasömu fólki um þyrluflug yfir eldgosið. Svar þyrlufyrirtækisins við þeirri beiðni var nei. „Við vorum búnir að ræða þetta innanhúss hjá okkur fyrir svolitlu síðan að ef til þess kæmi að færi að gjósa þarna, eignir og hús fólks færu að brenna, þá færum við ekkert að selja inn á það,“ segir Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður og flugrekstrarstjóri hjá HeliAir Iceland. Fyrirtækið er eitt tveggja íslenskra á markaðnum en auk þeirra eru fleiri erlend fyrirtæki með flugrekstarleyfi hér á landi. Þau hafi sum hver byrjað að auglýsa í morgun að sögn Reynis. Hann segir að á einhverjum tímapunkti muni fyrirtækið endurskoða ákvörðun sína en ekki á meðan óvissan sé svona. Einróma samþykkt í stjórn „Á meðan ekkert er vitað hvað er að fara að gerast þarna þá erum við bara rólegir,“ segir Reynir. Ákvörðunin um þetta hafi verið tekin þegar fór að gjósa fyrir jól. Stjórn hafi einróma samþykkt þetta. Áhuginn sé mikill á flugi nú og önnur fyrirtæki hamist og fleyti rjómann af gosfluginu. „Okkur finnst þetta snúast um meira en bara það. Þetta snýst ekki bara um stundargróðasjónarmið í núinu. Þetta er aðeins meira en það.“ Fyrirtækið hafi þó flogið með fréttafólk Ríkisútvarpsins yfir svæðið í dag. „Ef við fljúgum eitthvað þá er það í fréttaöflun, ekki útsýnisflug.“ Töluverður munur sé á því að aðstoða við upplýsingaöflun en að fara í skemmtiferðir yfir svæði þar sem heimili fólks verði eldri að bráð. Mikil samkeppni í þyrlubransanum Auk íslensku fyrirtækjanna HeliAir Iceland og Norðurflugs eru Reykjavik Helicopters og Glacier Heli rekin á flugrekstrarleyfi HeliTrans frá Noregi, Atlantsflug á þýsku leyfi og loks Volcano Heli á austurrísku leyfi. Fréttastofu er ekki kunnugt um fyrirætlanir allra þessara fyrirtækja. Flugbann er í tveggja mílna radíus við eldgosið. Reynir segir þó vel hægt að sjá hamfarirnar vel úr slíkri fjarlægð. „Það er alveg nóg til að sjá bæinn brenna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira
Eldgos hófst norðan nýrra varnargarða nærri Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Önnur sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna upp úr hádegi og náði hraunið byggð síðdegis. Hraunflægðið hefur náð til húsa yst í byggðinni og óvíst hvernig fer. Forsætisráðherra boðar aukinn stuðning fyrir Grindvíkinga, fjárhagslegan og sálrænan. Forseti Íslands segir Íslendinga ekki gefast upp. Síminn byrjaði að hringja Þyrlufyrirtækið HeliAir Iceland byrjaði í morgun að fá símtöl frá áhugasömu fólki um þyrluflug yfir eldgosið. Svar þyrlufyrirtækisins við þeirri beiðni var nei. „Við vorum búnir að ræða þetta innanhúss hjá okkur fyrir svolitlu síðan að ef til þess kæmi að færi að gjósa þarna, eignir og hús fólks færu að brenna, þá færum við ekkert að selja inn á það,“ segir Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður og flugrekstrarstjóri hjá HeliAir Iceland. Fyrirtækið er eitt tveggja íslenskra á markaðnum en auk þeirra eru fleiri erlend fyrirtæki með flugrekstarleyfi hér á landi. Þau hafi sum hver byrjað að auglýsa í morgun að sögn Reynis. Hann segir að á einhverjum tímapunkti muni fyrirtækið endurskoða ákvörðun sína en ekki á meðan óvissan sé svona. Einróma samþykkt í stjórn „Á meðan ekkert er vitað hvað er að fara að gerast þarna þá erum við bara rólegir,“ segir Reynir. Ákvörðunin um þetta hafi verið tekin þegar fór að gjósa fyrir jól. Stjórn hafi einróma samþykkt þetta. Áhuginn sé mikill á flugi nú og önnur fyrirtæki hamist og fleyti rjómann af gosfluginu. „Okkur finnst þetta snúast um meira en bara það. Þetta snýst ekki bara um stundargróðasjónarmið í núinu. Þetta er aðeins meira en það.“ Fyrirtækið hafi þó flogið með fréttafólk Ríkisútvarpsins yfir svæðið í dag. „Ef við fljúgum eitthvað þá er það í fréttaöflun, ekki útsýnisflug.“ Töluverður munur sé á því að aðstoða við upplýsingaöflun en að fara í skemmtiferðir yfir svæði þar sem heimili fólks verði eldri að bráð. Mikil samkeppni í þyrlubransanum Auk íslensku fyrirtækjanna HeliAir Iceland og Norðurflugs eru Reykjavik Helicopters og Glacier Heli rekin á flugrekstrarleyfi HeliTrans frá Noregi, Atlantsflug á þýsku leyfi og loks Volcano Heli á austurrísku leyfi. Fréttastofu er ekki kunnugt um fyrirætlanir allra þessara fyrirtækja. Flugbann er í tveggja mílna radíus við eldgosið. Reynir segir þó vel hægt að sjá hamfarirnar vel úr slíkri fjarlægð. „Það er alveg nóg til að sjá bæinn brenna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira