„Náðum aldrei góðum takti“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. janúar 2024 19:15 Viktor varði 15 skot í leiknum. vísir / vilhelm Viktor Gísli átti frábæran fyrri hálfleik í marki Íslands og hélt liðinu á lífi meðan mörkin létu á sér standa. Í seinni hálfleik minnkaði markvarslan, sem skrifast að mörgu leyti á slakan varnarleik, og allt stefndi í tap gegn Serbíu. Svo varð ekki en Ísland sótti eitt dramatískasta jafntefli í manna minnum. Ísland var þremur mörkum undir þegar tvær mínútur voru eftir en tvö þrumuskot Arons Pálmarsonar hleyptu lífi í leikinn og Sigvaldi Björn skoraði svo jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. Leikurinn byrjaði hægt og færanýting var slök. Viktor Gísli hélt liðinu inn í leiknum með frábærri markvörslu og uppskar fallegt knús frá þjálfara sínum fyrir það. Hann hræddi íslensku þjóðina með smávægilegum veikindum í vikunni en leit út fyrir að vera upp á sitt allra besta í þessum leik. „Bara fínn, smá slappleiki. Við ákvaðum að taka þessu mjög örugglega. Slakaði á inni á hótelherbergi í einn dag og var 100% ready fyrir daginn í dag. Mér leið vel frá upphafi og komst í góðan takt. “ sagði Viktor strax að leiknum. Viktor var ekki sá eini sem varði en markvörður Serba fór einnig mikinn í fyrri hálfleik. „Hann lokaði bara búrinu líka skilurðu. Frábær markvörður þarna hinum megin líka, stundum er það þannig. Auðvitað viljum við skora fleiri mörk og nýta færin aðeins betur. Svo var þetta eins hjá þeim í seinni hálfleik, markmennirnir ekki að verja eins mikið. Þetta var bara jafn leikur allan tímann.“ Hann sagði niðurstöðu leiksins þó klárlega mikil vonbrigði og vonast til að liðið geti gert betur í næsta leik. „Klárlega [vonbrigði]. Við náðum aldrei góðum takt, kannski aðeins í fyrri hálfleik en við eigum margt inni og náðum jafntefli gegn góðu liði Serba.“ Klippa: Viktor Gísli eftir Serbíuleikinn Viðtalið allt við Viktor Gísla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn kemur gegn Svartfjallalandi og hefst klukkan 17:00. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist EM í máli og myndum. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30 Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Svo varð ekki en Ísland sótti eitt dramatískasta jafntefli í manna minnum. Ísland var þremur mörkum undir þegar tvær mínútur voru eftir en tvö þrumuskot Arons Pálmarsonar hleyptu lífi í leikinn og Sigvaldi Björn skoraði svo jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. Leikurinn byrjaði hægt og færanýting var slök. Viktor Gísli hélt liðinu inn í leiknum með frábærri markvörslu og uppskar fallegt knús frá þjálfara sínum fyrir það. Hann hræddi íslensku þjóðina með smávægilegum veikindum í vikunni en leit út fyrir að vera upp á sitt allra besta í þessum leik. „Bara fínn, smá slappleiki. Við ákvaðum að taka þessu mjög örugglega. Slakaði á inni á hótelherbergi í einn dag og var 100% ready fyrir daginn í dag. Mér leið vel frá upphafi og komst í góðan takt. “ sagði Viktor strax að leiknum. Viktor var ekki sá eini sem varði en markvörður Serba fór einnig mikinn í fyrri hálfleik. „Hann lokaði bara búrinu líka skilurðu. Frábær markvörður þarna hinum megin líka, stundum er það þannig. Auðvitað viljum við skora fleiri mörk og nýta færin aðeins betur. Svo var þetta eins hjá þeim í seinni hálfleik, markmennirnir ekki að verja eins mikið. Þetta var bara jafn leikur allan tímann.“ Hann sagði niðurstöðu leiksins þó klárlega mikil vonbrigði og vonast til að liðið geti gert betur í næsta leik. „Klárlega [vonbrigði]. Við náðum aldrei góðum takt, kannski aðeins í fyrri hálfleik en við eigum margt inni og náðum jafntefli gegn góðu liði Serba.“ Klippa: Viktor Gísli eftir Serbíuleikinn Viðtalið allt við Viktor Gísla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn kemur gegn Svartfjallalandi og hefst klukkan 17:00. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist EM í máli og myndum.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30 Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30
Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07