Skotinn 55 sinnum og fjölskyldan fær fimm milljónir dala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2024 08:38 Fjölskylda Willie McCoy fær fimm milljónir dala í miskabætur. Getty/ Carlos Avila Gonzalez Borgin Vallejo í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ákveðið að greiða ættingjum Willie McCoy, sem skotinn var til bana af lögreglu árið 2019, fimm milljónir dala í miskabætur. Þann 9. febrúar 2019 var McCoy sofandi í bíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Taco Bell í Vallejo þegar lögregla mætti á staðinn eftir að hafa verið kölluð út. Stuttu eftir komu á bílastæðið hófst skothríð lögreglu á bílinn. Lögregla hélt því fram að McCoy, sem þá var tvítugur, hafi teygt sig niður í átt að byssu en á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna sést engin slík hreyfing. McCoy virtist þess í stað hafa vaknað, brugðið mjög, og teygt hönd sína í átt að öxl. Þá sýndu upptökurnar það að lögreglumenn gerðu enga tilraun til að vekja McCoy eða tilkynna honum að lögreglan væri þarna á ferð áður en þeir beindu skotvopnum í átt að höfði hans. Þá heyrist lögreglumaður á upptöku segja, áður en McCoy vaknaði: „Ef hann teygir sig í það veistu hvað þú átt að gera“ og „ég ætla að draga hann út og setja hann í járn“. Dauði McCoys vakti mikla reiði meðal Bandaríkjamanna og miklum mótmælum var hrundið af stað í kjölfar þess að ráðgjafi, sem ráðinn var til að rannsaka málið af Vallejo, komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegt hafi verið að McCoy væri skotinn 55 sinnum. Þá vakti það jafnframt mikla reiði að saksóknarar hafi neitað að ákæra lögreglumennina sem báru ábyrgð í málinu. Samkvæmt umfjöllun Guardian um málið er lögregluembættið í Vallejo þekkt fyrir mikla grimmd og fjöldann allan af málum er varða misferli eða vanrækslu. Á árunum 2010 til 2020 var embættið það sem bar ábyrgð á flestum dauðsföllum af öllum lögregluembættum í Kaliforníu og meira en tugur lögreglumanna hafði banað manni í vinnunni án þess að það hefði afleiðingar. Fréttastofan Open Vallejo ljóstraði upp um það í umfjöllun sinni árið 2020 að menning hefði skapast meðal lögreglumanna í borginni að „halda upp á“ það þegar þeir skutu einhvern til bana með því að brjóta upp á odd barmmerki sínu í hvert sinn. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08 Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Þann 9. febrúar 2019 var McCoy sofandi í bíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Taco Bell í Vallejo þegar lögregla mætti á staðinn eftir að hafa verið kölluð út. Stuttu eftir komu á bílastæðið hófst skothríð lögreglu á bílinn. Lögregla hélt því fram að McCoy, sem þá var tvítugur, hafi teygt sig niður í átt að byssu en á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna sést engin slík hreyfing. McCoy virtist þess í stað hafa vaknað, brugðið mjög, og teygt hönd sína í átt að öxl. Þá sýndu upptökurnar það að lögreglumenn gerðu enga tilraun til að vekja McCoy eða tilkynna honum að lögreglan væri þarna á ferð áður en þeir beindu skotvopnum í átt að höfði hans. Þá heyrist lögreglumaður á upptöku segja, áður en McCoy vaknaði: „Ef hann teygir sig í það veistu hvað þú átt að gera“ og „ég ætla að draga hann út og setja hann í járn“. Dauði McCoys vakti mikla reiði meðal Bandaríkjamanna og miklum mótmælum var hrundið af stað í kjölfar þess að ráðgjafi, sem ráðinn var til að rannsaka málið af Vallejo, komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegt hafi verið að McCoy væri skotinn 55 sinnum. Þá vakti það jafnframt mikla reiði að saksóknarar hafi neitað að ákæra lögreglumennina sem báru ábyrgð í málinu. Samkvæmt umfjöllun Guardian um málið er lögregluembættið í Vallejo þekkt fyrir mikla grimmd og fjöldann allan af málum er varða misferli eða vanrækslu. Á árunum 2010 til 2020 var embættið það sem bar ábyrgð á flestum dauðsföllum af öllum lögregluembættum í Kaliforníu og meira en tugur lögreglumanna hafði banað manni í vinnunni án þess að það hefði afleiðingar. Fréttastofan Open Vallejo ljóstraði upp um það í umfjöllun sinni árið 2020 að menning hefði skapast meðal lögreglumanna í borginni að „halda upp á“ það þegar þeir skutu einhvern til bana með því að brjóta upp á odd barmmerki sínu í hvert sinn.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08 Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08
Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16