Innlent

Von á ísingu og lúmskri hálku

Atli Ísleifsson skrifar
Vegir á landinu eru nú flestir blautir en þegar kólna tekur mun myndast lúmsk hálka.
Vegir á landinu eru nú flestir blautir en þegar kólna tekur mun myndast lúmsk hálka. Getty

Vegir á landinu eru flestir blautir og þegar kólnar hægt og bítandi í hægum vindi mun myndast ísing og lúmsk hálka.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Þar segir að þetta muni gerast framan af degi á fjallvegum og inn til landsins, en við sjávarsíðuna í kvöld og nótt.

Um færð á vegum nú í morgunsárið segir annars að það sé hálka og hálkublettir á nokkrum leiðum á Norður- og Austurlandi og flughált meðal annars á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Dettifossvegi.

Greiðfært er að mestu sunnan- og vestan til á landinu. Víða eru farnar að myndast holur í vegum og er vegfarendum bent á að aka með gát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×