Á vef Veðurstofunnar segir að í dag sé útlit fyrir vestan fimm til þrettán metra á sekúndu.
„Skýjað að mestu og lítilsháttar skúrir eða slydduél, en á Suðausturlandi og Austfjörðum ætti að verða bjart veður þegar kemur fram á daginn. Hiti 0 til 5 stig.
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt á morgun. Skýjað með köflum og dálítil él í flestum landshlutum. Kólnar heldur í veðri.
Fyrripart næstu viku gera spár ráð fyrir að kalt heimskautaloft streymi yfir okkur úr norðri. Þá má búast við éljum eða snjókomu á norðanverðu landinu, en þurrt og bjart sunnantil,“ segir í tilkynningunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað með köflum og dálítil él í flestum landshlutum. Frost 0 til 7 stig, kaldast norðaustanlands, en frostlaust við suður- og vesturströndina.
Á sunnudag: Norðan og norðaustan 5-13. Bjart með köflum vestantil, en él á austanverðu landinu. Kólnandi veður.
Á mánudag: Norðlæg átt 3-8, en 8-13 við austurströndina. Lítilsháttar él á norðaustanverðu landinu, annars víða þurrt og bjart veður. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Ákveðin norðanátt með éljum eða snjókomu á norðurhelmingi landsins, en léttskýjað sunnantil. Frost 4 til 14 stig.