„Síðasta mínútan var svolítið grindvísk“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2024 22:16 Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var afar sáttur með sigur Suðurnesjaliðsins gegn Álftanesi í kvöld. Úrslitin réðust undir lokin eftir að gestirnir höfðu leitt lengst af. „Já og nei,“ sagði Jóhann Þór þegar blaðamaður spurði hann hvort það væri ósanngjarnt að kalla þetta stuld hjá Grindvíkingum í kvöld. „Við vorum góðir í leikhluta tvö og fjögur en það var lítið að frétta þarna inni á milli. Álftnesingar gerðu vel í að svæfa leikinn og koma honum niður á tempóið þar sem þeir vilja hafa þetta. Okkur gekk illa að bregðast við því. Ekkert mál, en ég tek það líka bara. Við unnum og það er það sem skiptir máli, að vera yfir í restina.“ Varnarlega voru Grindavíkingar slakir í upphafi leiks og Álftanes skoraði 27 stig í fyrsta leikhluta og hitti gríðarlega vel fyrir utan enda að fá opin skot. „Leikhluti eitt og þrjú, þar erum við á hælunum. Við erum í vandræðum með að komast í takt við þetta og finna lausnir í vörn og sókn. Við kláruðum þetta og tókum mjög sterkan sigur á góðu liði Álftnesinga. Þetta er mikilvægt fyrir baráttuna sem framundan er.“ Ólafur Ólafsson og DeAndre Kane settu báðir stóra þrista undir lok leiksins. Karfa Kane kom þegar 14 sekúndur voru eftir og tryggði Grindvíkingum sigurinn. „Ég er með nóg af mönnum sem þora að taka sénsinn á því að vera hetja eða skúrkur. Það er ekkert vesen á því. Þessi síðasta mínúta var svolítið grindvísk og það er mjög ánægjulegt. Mætingin hér í kvöld var geggjuð og stemnningin. Álftnesingar eiga líka hrós skilið fyrir góða mætingu og þetta var bara geggjað kvöld.“ Subway-deild karla UMF Grindavík UMF Álftanes Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Sjá meira
„Já og nei,“ sagði Jóhann Þór þegar blaðamaður spurði hann hvort það væri ósanngjarnt að kalla þetta stuld hjá Grindvíkingum í kvöld. „Við vorum góðir í leikhluta tvö og fjögur en það var lítið að frétta þarna inni á milli. Álftnesingar gerðu vel í að svæfa leikinn og koma honum niður á tempóið þar sem þeir vilja hafa þetta. Okkur gekk illa að bregðast við því. Ekkert mál, en ég tek það líka bara. Við unnum og það er það sem skiptir máli, að vera yfir í restina.“ Varnarlega voru Grindavíkingar slakir í upphafi leiks og Álftanes skoraði 27 stig í fyrsta leikhluta og hitti gríðarlega vel fyrir utan enda að fá opin skot. „Leikhluti eitt og þrjú, þar erum við á hælunum. Við erum í vandræðum með að komast í takt við þetta og finna lausnir í vörn og sókn. Við kláruðum þetta og tókum mjög sterkan sigur á góðu liði Álftnesinga. Þetta er mikilvægt fyrir baráttuna sem framundan er.“ Ólafur Ólafsson og DeAndre Kane settu báðir stóra þrista undir lok leiksins. Karfa Kane kom þegar 14 sekúndur voru eftir og tryggði Grindvíkingum sigurinn. „Ég er með nóg af mönnum sem þora að taka sénsinn á því að vera hetja eða skúrkur. Það er ekkert vesen á því. Þessi síðasta mínúta var svolítið grindvísk og það er mjög ánægjulegt. Mætingin hér í kvöld var geggjuð og stemnningin. Álftnesingar eiga líka hrós skilið fyrir góða mætingu og þetta var bara geggjað kvöld.“
Subway-deild karla UMF Grindavík UMF Álftanes Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Sjá meira