„Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. janúar 2024 23:07 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar spiluðu sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði í Subway-deild kvenna í kvöld þegar liðið tók á móti Haukum. Boðið var upp á ansi sveiflukenndan leik sem varð svo æsispennandi í lokin en það voru heimakonur sem reyndust sterkari á svellinu þegar á reyndi. Lokatölur í Smáranum 86-83. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sáttur með sigurinn og þann karakter sem hans lið sýndi þegar á móti blés. „Mér fannst við detta alltof mikið niður um tíma. Haukarnir eru með alveg hörkulið, vel rútíneraðar og nýttu sér vel mistökin sem við vorum að gera, bara mjög vel. Við vorum að gera mjög mikið af mistökum varnarlega. Vorum ekki alveg að standa það sem við áttum að gera og ekki að gera nógu vel það sem við lögðum upp með.“ „Við erum pínu að breyta svo að það er kannski eðlilegt en ég er virkilega ánægður með að við sýndum karakter sem sýnir kannski styrk liðsins og hvað stelpurnar eru góðar. Þær brotna ekkert þó á móti blási. Þannig að ég er bara virkilega ánægður með sigurinn.“ Fyrir leik var Þorleifur spurður hvort hann hefði engar áhyggjur af því að það yrði svokallaður haustbragur á liðinu eftir langa pásu, sem hann hafði ekki áhyggjur af þá en viðurkenndi eftir leik að það hefði sannarlega komið á daginn. „Klárlega, mér fannst það. Það er rétt hjá þér! Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Svo er náttúrulega Sarah ný. Þó svo að hún sé góð þá er hún að koma inn í lið og það er alveg verið að fikra sig áfram hvað hún vill gera og hún líka hvað þær vilja gera. Þannig að það var klárlega haustbragur á þessu og ég gerði mér bara ekki alveg grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta hafði á okkur. Við erum með níu stoðsendingar og látum boltann ekki ganga nógu vel. Ýmislegt sem var ekki gott en frábær sigur samt.“ Sarah Mortensen kom virkilega sterk inn í lið Grindavíkur, skoraði 25 stig og tók átta fráköst. Hún kann greinilega körfubolta og mun væntanlega nýtast liðinu vel það sem eftir lifir móts? „Já, engin spurning en lendir bara í villuvandræðum. Kann körfuboltann mjög vel, hittin og klár. Hún á eftir að hjálpa okkar alveg rosalega mikið restina af tímabilinu.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sáttur með sigurinn og þann karakter sem hans lið sýndi þegar á móti blés. „Mér fannst við detta alltof mikið niður um tíma. Haukarnir eru með alveg hörkulið, vel rútíneraðar og nýttu sér vel mistökin sem við vorum að gera, bara mjög vel. Við vorum að gera mjög mikið af mistökum varnarlega. Vorum ekki alveg að standa það sem við áttum að gera og ekki að gera nógu vel það sem við lögðum upp með.“ „Við erum pínu að breyta svo að það er kannski eðlilegt en ég er virkilega ánægður með að við sýndum karakter sem sýnir kannski styrk liðsins og hvað stelpurnar eru góðar. Þær brotna ekkert þó á móti blási. Þannig að ég er bara virkilega ánægður með sigurinn.“ Fyrir leik var Þorleifur spurður hvort hann hefði engar áhyggjur af því að það yrði svokallaður haustbragur á liðinu eftir langa pásu, sem hann hafði ekki áhyggjur af þá en viðurkenndi eftir leik að það hefði sannarlega komið á daginn. „Klárlega, mér fannst það. Það er rétt hjá þér! Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Svo er náttúrulega Sarah ný. Þó svo að hún sé góð þá er hún að koma inn í lið og það er alveg verið að fikra sig áfram hvað hún vill gera og hún líka hvað þær vilja gera. Þannig að það var klárlega haustbragur á þessu og ég gerði mér bara ekki alveg grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta hafði á okkur. Við erum með níu stoðsendingar og látum boltann ekki ganga nógu vel. Ýmislegt sem var ekki gott en frábær sigur samt.“ Sarah Mortensen kom virkilega sterk inn í lið Grindavíkur, skoraði 25 stig og tók átta fráköst. Hún kann greinilega körfubolta og mun væntanlega nýtast liðinu vel það sem eftir lifir móts? „Já, engin spurning en lendir bara í villuvandræðum. Kann körfuboltann mjög vel, hittin og klár. Hún á eftir að hjálpa okkar alveg rosalega mikið restina af tímabilinu.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti