Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2024 22:14 „Við reiknum með að það liggi í skápum og skúffum á heimilum í landinu vel á annað hundrað milljónir króna í bréfpokum,“ segir Gunnar Dofri. Reykjavíkurborg/Vísir/Ívar Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. Í dag var fjallað um það á Vísi að frá og með morgundeginum yrði dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Áfram sé þó hægt að sækja bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Að sögn Gunnars var ákvörðunin tekin hjá Sorpu í samráði við sveitarfélögin sem standa að Sorpu. „Það er rétt að halda því til haga að við sjáum að við höfum þegar sett út 24 milljónir poka, sem ættu að endast öllu höfuðborgarsvæðinu í rúmlega eitt og hálft ár, en það er ekki liðið ár síðan kerfið var innleitt. Þannig að það er mjög mikið af pokum þarna út,“ segir Gunnar. „Við reiknum með að það liggi í skápum og skúffum á heimilum í landinu vel á annað hundrað milljónir króna í bréfpokum.“ Aðspurður segist Gunnar ekki telja að ákvörðunin muni hafa áhrif á aðsókn á endurvinnslustöðvar þar sem að meðalmaðurinn heimsæki þær á þriggja til fjögurra mánaða fresti. „Við eigum ekki von á nýrri aukinni umferð vegna þessa.“ Hvers vegna auðvelt? Svo virðist sem ákvörðun Sorpu sé umdeild, en á samfélagsmiðlum hafa einhverjir ritað færslur og lýst yfir óánægju sinni með hana. Þar má nefna fjölmiðlamanninn Egill Helgason sem ritar færslu á Facebook. Þar vísar hann í þýskt orðatiltæki: „Warum einfach, wenn es auch kompliziert geht!“ skrifar Egill sem útskýrir að það þýði: „Til hvers að hafa hlutina einfalda þegar er líka hægt að hafa þá flókna?“ Á meðal þeirra sem leggja orð í belg við færslu Egils eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason, sem spyr: „Af hverju er ekki bara grænmetið selt í svona pokum?“ Og Óttarr Proppé, fyrrverandi þingmaður, segir: „Það er hvergi geirneglt í hugtakinu þjónustufyrirtæki hvor eigi að þjónusta hvurn, þ.e.a.s þjónustufyrirtækið eða viðskiptavinurinn. Aðalatriðið er að eitthvað sé þjónustað. Það mætti sjá ákveðna lýðræðisvæðingu í þessari þjónustudreifingu Sorpu.“ Líklegt að pokarnir snúi aftur í verslanir Gunnar Dofri segist ekki hafa orðið var við óánægju í garð Sorpu. Hann tekur fram að hann hafi ekki yfirsýn yfir það að svo stöddu hvort einhver eða hversu margir haft samband. Jafnframt segir hann mögulega lausn vera í sjónmáli á þessu vandamáli, því líklegt sé að verslanir muni byrja að selja bréfpoka sjálfar. Þá muni fólk geta valið um að kaupa pokana þar, eða sækja þá endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar eða í verslun Góða hirðisins. Sorpa Sorphirða Matvöruverslun Umhverfismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Í dag var fjallað um það á Vísi að frá og með morgundeginum yrði dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Áfram sé þó hægt að sækja bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Að sögn Gunnars var ákvörðunin tekin hjá Sorpu í samráði við sveitarfélögin sem standa að Sorpu. „Það er rétt að halda því til haga að við sjáum að við höfum þegar sett út 24 milljónir poka, sem ættu að endast öllu höfuðborgarsvæðinu í rúmlega eitt og hálft ár, en það er ekki liðið ár síðan kerfið var innleitt. Þannig að það er mjög mikið af pokum þarna út,“ segir Gunnar. „Við reiknum með að það liggi í skápum og skúffum á heimilum í landinu vel á annað hundrað milljónir króna í bréfpokum.“ Aðspurður segist Gunnar ekki telja að ákvörðunin muni hafa áhrif á aðsókn á endurvinnslustöðvar þar sem að meðalmaðurinn heimsæki þær á þriggja til fjögurra mánaða fresti. „Við eigum ekki von á nýrri aukinni umferð vegna þessa.“ Hvers vegna auðvelt? Svo virðist sem ákvörðun Sorpu sé umdeild, en á samfélagsmiðlum hafa einhverjir ritað færslur og lýst yfir óánægju sinni með hana. Þar má nefna fjölmiðlamanninn Egill Helgason sem ritar færslu á Facebook. Þar vísar hann í þýskt orðatiltæki: „Warum einfach, wenn es auch kompliziert geht!“ skrifar Egill sem útskýrir að það þýði: „Til hvers að hafa hlutina einfalda þegar er líka hægt að hafa þá flókna?“ Á meðal þeirra sem leggja orð í belg við færslu Egils eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason, sem spyr: „Af hverju er ekki bara grænmetið selt í svona pokum?“ Og Óttarr Proppé, fyrrverandi þingmaður, segir: „Það er hvergi geirneglt í hugtakinu þjónustufyrirtæki hvor eigi að þjónusta hvurn, þ.e.a.s þjónustufyrirtækið eða viðskiptavinurinn. Aðalatriðið er að eitthvað sé þjónustað. Það mætti sjá ákveðna lýðræðisvæðingu í þessari þjónustudreifingu Sorpu.“ Líklegt að pokarnir snúi aftur í verslanir Gunnar Dofri segist ekki hafa orðið var við óánægju í garð Sorpu. Hann tekur fram að hann hafi ekki yfirsýn yfir það að svo stöddu hvort einhver eða hversu margir haft samband. Jafnframt segir hann mögulega lausn vera í sjónmáli á þessu vandamáli, því líklegt sé að verslanir muni byrja að selja bréfpoka sjálfar. Þá muni fólk geta valið um að kaupa pokana þar, eða sækja þá endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar eða í verslun Góða hirðisins.
Sorpa Sorphirða Matvöruverslun Umhverfismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira