Myndefni af atburðinum sýnir hóp grímuklæddra manna ráðast inn í myndver og hóta þáttastjórnendum með byssum í skamma stund áður en útsending var rofin.
Öllum starfsmönnum fjölmiðilsins var gert að rýma bygginguna en engum virðist hafa verið meint af. Síðar voru nokkrir menn handteknir grunaðir um aðild að innbrotinu.
Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
NOW - Gunmen storm Ecuador television studio, take hostages.pic.twitter.com/9WRpGXL08y
— Disclose.tv (@disclosetv) January 9, 2024
Daniel Noboa forseti Ekvador lýsti í gær yfir sextíu daga neyðarástandi eftir að alræmdur leiðtogi glæpagengis strauk úr fangelsi. Nærri fjörutíu aðrir fangar struku úr fangelsi í borginni Riobamba snemma í morgun. Þar á meðal er þekktur eiturlyfjabarón.
Frá því að neyðarástandi var lýst yfir hefur að minnsta kosti sjö lögreglumönnum verið rænt af meðlimum téðra glæpasamtaka. Ekki er vitað hvort strokufangarnir tengist innbrotinu í útsendinguna en atvikið er sagt vera skýrt dæmi um sífellt versnandi öryggisgæslu í landinu.
