Árið 2023 það hlýjasta í sögunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. janúar 2024 14:00 Slökkviliðsmaður berst við sinueld á Vatnsleysuströnd. Vísir/Vilhelm Árið 2023 var hlýjasta árið síðan mælingar hófust. Það var 1,48 gráðu hlýrra en að meðaltali miðað við hitastig frá því fyrir iðnbyltingu, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Hitastigið var því afar nærri því að fara yfir 1,5 gráðu mörkin, sem vísindamenn hafa sagt að skipti verulegu máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Þjóðir heims sammæltust um það árið 2015 í Parísarsamkomulaginu að halda hlýnun jarðar af völdum mannkyns innan þessara marka. Fram kemur í umfjöllun BBC að vísindamenn hafi ekki getað séð fyrir að árið í ár yrði eins hlýtt og raun ber vitni. Í upphafi árs hafi hitamet sjaldan fallið en eftir því sem liðið hafi á árið hafi hitamet fallið nánast hvern einasta dag. Þau hafi fallið 116 daga í röð á milli 15. ágúst og 8. desember. Þess er getið að áhrifa hækkandi hitastigs hafi gætt víða á plánetunni, meðal annars í miklum gróðureldum í Norður-Ameríku, þurrkum og flóðum í austari hluta Afríku svo dæmi séu tekin. Þá hefur hiti sjávar aldrei verið eins mikill og bráðnun jökla aldrei meiri, meðal annars við Suðurskautslandið og á norðurhveli jarðar. BBC hefur eftir Zeke Hausfather, bandarískum vísindamanni, að margar spurningar vakni um þá ofsafengnu hlýnun sem orðið hafi árið 2023. Hann lætur þess getið að El Niño veðurfyrirbrigðið útskýri að hluta hátt hitastig á árinu, en þó alls ekki að öllu leyti. Veðurfyrirbrigðinu fylgir allajafna hlýrra loftslag en vísindamenn hafi ekki búist við þeim áhrifum sem fram hafi komið nú. Með El Niño er átt við breytingar sem verða að meðaltali á fimm ára fresti á staðvindum í Kyrrahafinu, sem valda óvenju háum sjávarhita við miðbaug. Andstæða þess er La Nina þegar sjávarhitinn verður óvenju kaldur. Um er að ræða fyrirbrigði sem bera ábyrgð á hnattrænum sveiflum í veðri frá ári til árs. Tekið er fram í umfjöllun BBC að hitastigið árið 2023 hafi þó verið töluvert hærra en síðast þegar áhrifa El Nino gætti og því sé ekki eingöngu hægt að rekja hitastigið til þess. Árin 2016 og 1998, þegar áhrifa El Nino gætti, voru meðal þeirra hlýjustu á skrá en 2023 er mun hlýrra en þau ár. Haft er eftir vísindamönnum að það sé til mikils að vinna í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun ef takist að koma í veg fyrir hækkun hitastigs jarðar um sem nemur 1,5 gráðu. Það sé alveg ljóst að hlýnunin sé af manna völdum en BBC hefur eftir Frederike Otto, vísindamanni við Imperial College háskóla, að hver gráða skipti máli. „Jafnvel þó hitastigið endi á að hækka um 1,6 gráðu í staðinn, þá er það mun betra en að gefast upp þannig að hitastigið hækki um þrjár gráður, sem er það sem núverandi stefna mun færa okkur,“ segir Otto. „Hvert brot úr gráðu skiptir máli.“ Fréttir ársins 2023 Loftslagsmál Veður Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Hitastigið var því afar nærri því að fara yfir 1,5 gráðu mörkin, sem vísindamenn hafa sagt að skipti verulegu máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Þjóðir heims sammæltust um það árið 2015 í Parísarsamkomulaginu að halda hlýnun jarðar af völdum mannkyns innan þessara marka. Fram kemur í umfjöllun BBC að vísindamenn hafi ekki getað séð fyrir að árið í ár yrði eins hlýtt og raun ber vitni. Í upphafi árs hafi hitamet sjaldan fallið en eftir því sem liðið hafi á árið hafi hitamet fallið nánast hvern einasta dag. Þau hafi fallið 116 daga í röð á milli 15. ágúst og 8. desember. Þess er getið að áhrifa hækkandi hitastigs hafi gætt víða á plánetunni, meðal annars í miklum gróðureldum í Norður-Ameríku, þurrkum og flóðum í austari hluta Afríku svo dæmi séu tekin. Þá hefur hiti sjávar aldrei verið eins mikill og bráðnun jökla aldrei meiri, meðal annars við Suðurskautslandið og á norðurhveli jarðar. BBC hefur eftir Zeke Hausfather, bandarískum vísindamanni, að margar spurningar vakni um þá ofsafengnu hlýnun sem orðið hafi árið 2023. Hann lætur þess getið að El Niño veðurfyrirbrigðið útskýri að hluta hátt hitastig á árinu, en þó alls ekki að öllu leyti. Veðurfyrirbrigðinu fylgir allajafna hlýrra loftslag en vísindamenn hafi ekki búist við þeim áhrifum sem fram hafi komið nú. Með El Niño er átt við breytingar sem verða að meðaltali á fimm ára fresti á staðvindum í Kyrrahafinu, sem valda óvenju háum sjávarhita við miðbaug. Andstæða þess er La Nina þegar sjávarhitinn verður óvenju kaldur. Um er að ræða fyrirbrigði sem bera ábyrgð á hnattrænum sveiflum í veðri frá ári til árs. Tekið er fram í umfjöllun BBC að hitastigið árið 2023 hafi þó verið töluvert hærra en síðast þegar áhrifa El Nino gætti og því sé ekki eingöngu hægt að rekja hitastigið til þess. Árin 2016 og 1998, þegar áhrifa El Nino gætti, voru meðal þeirra hlýjustu á skrá en 2023 er mun hlýrra en þau ár. Haft er eftir vísindamönnum að það sé til mikils að vinna í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun ef takist að koma í veg fyrir hækkun hitastigs jarðar um sem nemur 1,5 gráðu. Það sé alveg ljóst að hlýnunin sé af manna völdum en BBC hefur eftir Frederike Otto, vísindamanni við Imperial College háskóla, að hver gráða skipti máli. „Jafnvel þó hitastigið endi á að hækka um 1,6 gráðu í staðinn, þá er það mun betra en að gefast upp þannig að hitastigið hækki um þrjár gráður, sem er það sem núverandi stefna mun færa okkur,“ segir Otto. „Hvert brot úr gráðu skiptir máli.“
Fréttir ársins 2023 Loftslagsmál Veður Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira