Íhuga að fara fyrir dómstóla fái SVEIT ekki sæti við borðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2024 13:01 Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT segir óþolandi ástand að SA taki sér bessaleyfi að semja fyrir veitingageirann. Vísir Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir fráleitt að samtökin fái ekki sæti við borðið í yfirstandandi kjaraviðræðum. Félagsmenn samtakanna skapi hátt í sex þúsund störf á veitingamarkaði en fái ekkert um kjarasamninga að segja. „SVEIT hefur þetta umboð til að semja um kjarasamninga fyrir sína félagsmenn, sem eru 170 og skapa 5.500, eða um helming allra starfa á veitingamarkaði. Okkur finnst auðvitað ekki standast neina skoðun, og í raun vera galið að fá ekki að taka þátt í kjaraviðræðum, og ættum í raun að leiða kjaraviðræður fyrir störf í greininni ef allt væri rétt,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Samtökin eigi erfitt með að samþykkja að Samtök atvinnulífsins, sem SVEIT er ekki hluti af, taki sér það vald að semja fyrir alla greinina. „Við samþykkjum það ekki og segjum því, og stöndum fast í lappirnar, að Samtök Atvinnulífsins semja ekki fyrir félagsmenn SVEIT.“ Hann segir erfitt að heyra talað um þjóðarsátt þegar ekki allir fá sæti við borðið. Þar að auki hafi SVEIT litla hugmynd um hvað sé verið að semja um. „Við erum algjörlega í myrkrinu. Við þurfum auðvitað að leiða þessar viðræður því það er neyðarástand í greininni, eins og við höfum bent á og hefur verið fjallað um ítrekað. Launahlutfallið er komið í 50 prósent, og við höfum séð marga veitingamenn neyðast til að loka vegna ástandsins, fleiri en í Covid. Nú er kominn tími til að þeir sem bera ábyrgð á þessu ástandi reyni að vera hluti af lausninni,“ segir Aðalgeir. Veitingageirinn beri ekki mikið traust til SA og hafi því stofnað SVEIT, sem sé orðið þreytt á því að SA taki sér vald til að semja fyrir öll störf. „Þau bera ábyrgð á þessari stöðu sem greinin er í,“ segir Aðalgeir. „Við erum hvergi nærri hætt og áskiljum okkur rétt að leita réttar okkar ef fram hjá okkur er áfram litið.“ Þannig að þið mynduð fara jafnvel með málið fyrir dómstóla? „Já, við munum alla vega alvarlega íhuga það. Ég held að það sé kannski rétta leiðin því þetta er ekki réttlátt að halda okkur svona frá viðræðum þegar við ættum í raun að leiða þær.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Veitingastaðir Tengdar fréttir Yfirstandandi kjaraviðræður og þjóðarsátt – fyrir suma Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. 9. janúar 2024 10:30 Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. 9. mars 2023 13:00 Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
„SVEIT hefur þetta umboð til að semja um kjarasamninga fyrir sína félagsmenn, sem eru 170 og skapa 5.500, eða um helming allra starfa á veitingamarkaði. Okkur finnst auðvitað ekki standast neina skoðun, og í raun vera galið að fá ekki að taka þátt í kjaraviðræðum, og ættum í raun að leiða kjaraviðræður fyrir störf í greininni ef allt væri rétt,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Samtökin eigi erfitt með að samþykkja að Samtök atvinnulífsins, sem SVEIT er ekki hluti af, taki sér það vald að semja fyrir alla greinina. „Við samþykkjum það ekki og segjum því, og stöndum fast í lappirnar, að Samtök Atvinnulífsins semja ekki fyrir félagsmenn SVEIT.“ Hann segir erfitt að heyra talað um þjóðarsátt þegar ekki allir fá sæti við borðið. Þar að auki hafi SVEIT litla hugmynd um hvað sé verið að semja um. „Við erum algjörlega í myrkrinu. Við þurfum auðvitað að leiða þessar viðræður því það er neyðarástand í greininni, eins og við höfum bent á og hefur verið fjallað um ítrekað. Launahlutfallið er komið í 50 prósent, og við höfum séð marga veitingamenn neyðast til að loka vegna ástandsins, fleiri en í Covid. Nú er kominn tími til að þeir sem bera ábyrgð á þessu ástandi reyni að vera hluti af lausninni,“ segir Aðalgeir. Veitingageirinn beri ekki mikið traust til SA og hafi því stofnað SVEIT, sem sé orðið þreytt á því að SA taki sér vald til að semja fyrir öll störf. „Þau bera ábyrgð á þessari stöðu sem greinin er í,“ segir Aðalgeir. „Við erum hvergi nærri hætt og áskiljum okkur rétt að leita réttar okkar ef fram hjá okkur er áfram litið.“ Þannig að þið mynduð fara jafnvel með málið fyrir dómstóla? „Já, við munum alla vega alvarlega íhuga það. Ég held að það sé kannski rétta leiðin því þetta er ekki réttlátt að halda okkur svona frá viðræðum þegar við ættum í raun að leiða þær.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Veitingastaðir Tengdar fréttir Yfirstandandi kjaraviðræður og þjóðarsátt – fyrir suma Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. 9. janúar 2024 10:30 Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. 9. mars 2023 13:00 Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Yfirstandandi kjaraviðræður og þjóðarsátt – fyrir suma Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. 9. janúar 2024 10:30
Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. 9. mars 2023 13:00
Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30