Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2024 09:33 Frá geimskotinu um helgina þegar Peregrine var skotið af stað til tunglsins. Geimskotið heppnaðist vel en leki kom á geimfarið. United Launch Alliance Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn. Peregrine var framleitt af starfsmönnum bandaríska fyrirtækisins Astrobotic en fjármagna að mestu af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Það er fyrsta af um tíu slíkra tungllendingarfara sem verið er að gera í Bandaríkjunum. Lendingarfarinu var skotið af stað til tunglsins um helgina með fyrstu Vulcan eldflauginni frá United Launch Alliance (ULA) og heppnaðist geimskotið sjálft mjög vel. Starfsmenn Astrobotic urðu þó fljótt varir við vandræði og áttu erfitt með að snúa Peregrein svo sólarsellur þess fönguðu geisla sólarinnar nægilega vel. Sjá einnig: Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist Það tókst á endanum en eftir að í ljós kom að leki hefði komið á geimfarið. Í yfirlýsingum frá Astrobotic í gærkvöldi og í nótt kom fram að rafhlöður Peregrine séu fullhlaðnar en lekinn feli í sér að ekki sé hægt að halda Peregrine í réttri stöðu gagnvart sólinni í meira en fjörutíu klukkustundir. Þetta er fyrsta myndin sem Peregrine sendi til jarðarinnar úr geimnum. Hlífðardúkurinn sem sést í forgrunni á ekki að vera svo fyrirferðarmikill en eldsneytið virðist leka undir honum.Astrobotic Nota þarf hreyfil á farinu til að halda því stöðugu. Bili hann mun það snúast aftur og það gerist einnig þegar eldsneytið klárast. Núna sé markmið starfsmanna Astrobotic að koma Peregrine eins nálægt tunglinu og hægt sé áður en geimfarið hættir að geta endurhlaðið rafhlöður sínar með sólarorku. Nota eigi þá orku sem er í boði til að gera eins margar tilraunir og mögulegt sé. Update #6 for Peregrine Mission One: pic.twitter.com/lXh9kcubXs— Astrobotic (@astrobotic) January 9, 2024 Markmið starfsmanna Peregrine var að vera fyrsta einkafyrirtækið til að lenda geimfari á tunglinu en hingað til hefur einungis fjórum ríkjum tekist það; Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Indlandi. Til stendur að skjóta öðru lendingarfari frá öðru bandarísku fyrirtæki á loft í næsta mánuði. Bandaríkin lentu síðast geimfari á tunglinu í desember 1972. Það var Apollo 17 þegar þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á þessu ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Peregrine var framleitt af starfsmönnum bandaríska fyrirtækisins Astrobotic en fjármagna að mestu af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Það er fyrsta af um tíu slíkra tungllendingarfara sem verið er að gera í Bandaríkjunum. Lendingarfarinu var skotið af stað til tunglsins um helgina með fyrstu Vulcan eldflauginni frá United Launch Alliance (ULA) og heppnaðist geimskotið sjálft mjög vel. Starfsmenn Astrobotic urðu þó fljótt varir við vandræði og áttu erfitt með að snúa Peregrein svo sólarsellur þess fönguðu geisla sólarinnar nægilega vel. Sjá einnig: Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist Það tókst á endanum en eftir að í ljós kom að leki hefði komið á geimfarið. Í yfirlýsingum frá Astrobotic í gærkvöldi og í nótt kom fram að rafhlöður Peregrine séu fullhlaðnar en lekinn feli í sér að ekki sé hægt að halda Peregrine í réttri stöðu gagnvart sólinni í meira en fjörutíu klukkustundir. Þetta er fyrsta myndin sem Peregrine sendi til jarðarinnar úr geimnum. Hlífðardúkurinn sem sést í forgrunni á ekki að vera svo fyrirferðarmikill en eldsneytið virðist leka undir honum.Astrobotic Nota þarf hreyfil á farinu til að halda því stöðugu. Bili hann mun það snúast aftur og það gerist einnig þegar eldsneytið klárast. Núna sé markmið starfsmanna Astrobotic að koma Peregrine eins nálægt tunglinu og hægt sé áður en geimfarið hættir að geta endurhlaðið rafhlöður sínar með sólarorku. Nota eigi þá orku sem er í boði til að gera eins margar tilraunir og mögulegt sé. Update #6 for Peregrine Mission One: pic.twitter.com/lXh9kcubXs— Astrobotic (@astrobotic) January 9, 2024 Markmið starfsmanna Peregrine var að vera fyrsta einkafyrirtækið til að lenda geimfari á tunglinu en hingað til hefur einungis fjórum ríkjum tekist það; Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Indlandi. Til stendur að skjóta öðru lendingarfari frá öðru bandarísku fyrirtæki á loft í næsta mánuði. Bandaríkin lentu síðast geimfari á tunglinu í desember 1972. Það var Apollo 17 þegar þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á þessu ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira