Leik liðanna í gær var frestað þar sem flóðljós vallarins biluðu. Leikurinn var loks kláraður í dag og voru það heimamenn í Salamanca sem sigruðu í vítaspyrnukeppni.
Ilias Akhomach kom Villareal yfir þegar aðeins átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Skömmu síðar fengu heimamenn vítaspyrnu sem Alfred Planas jafnaði metin úr, lokatölur 1-1 og því þurfti að framlengja.
Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingu og réðist leikurinn því í vítaspyrnukeppni. Þar skoruðu heimamenn úr sjö spyrnum en Villareal aðeins sex og það er því Salamanca sem er komið áfram í spænsku bikarkeppninni.
Salamanca er í 13. sæti síns riðils í C-deildinni en henni er skipt upp í tvo riðla. Villareal er á sama tíma í 13. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar.
Hér að neðan má sjá fagnaðarlæti Salamanca þegar leikmaður Villareal skýtur yfir og tryggir þar með C-deildarliðinu sæti í 16-liða úrslitum þar sem liðið mætir Spánarmeisturum Barcelona.
120' | 1-1 | Penaltis
— Unionistas de Salamanca CF (@UnionistasCF) January 8, 2024
PASAMOS DE RONDAAAAA
USCF:
VIL: #ContigoNosPasamosElJuego #UnionistasVillarreal#CopaDelRey pic.twitter.com/haIwaf7lbJ