Erlent

Segir af sér em­bætti for­sætis­ráð­herra

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. Talið er að afsögn hennar sé hluti af uppstokkun Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, í ríkisstjórninni.
Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. Talið er að afsögn hennar sé hluti af uppstokkun Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, í ríkisstjórninni. AP/Mohammed Badra

Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. 

Talið er að afsögn hennar sé hluti af uppstokkun Emmanuels Macron, Frakklandsforseta, á ríkisstjórninni. Pólitískir spekingar segja hann gera það til að reyna að auka vinsældir sínar fyrir yfirvofandi kosningar í sumar en núverandi kjörtímabil hefur gengið brösulega.

Í yfirlýsingu Macron sagði hann að Borne hefði sýnt „hugrekki, hollustu og staðfestu“ í ráðherratíð sinni. Borne verður áfram í embættinu þar til eftirmaður hennar tekur við en ekki er vitað hver það er.

Borne er aðeins önnur konan til að vera forsætisráðherra Frakklands en þrátt fyrir að hafa sinnt embættinu í tæp tvö ár hefur hún setið lengur en Édith Cresson, fyrsta konan til að gegna embættinu, sem var forsætisráðherra í ríkisstjórn François Mitterrand frá 1991-92.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×