Auglýsa netspilavíti með krókaleiðum Bjarki Sigurðsson skrifar 10. janúar 2024 21:00 Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Vísir/Arnar Erlent netspilavíti auglýsir í íslensku sjónvarpi með krókaleiðum. Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn segir fjárhættuspil á netinu vera normalíseruð í samfélaginu sem getur valdið miklum skaða. Auglýsing frá vefsíðunni Rizk.fun hefur birst áhorfendum Símans Sport síðustu vikur en verið er að auglýsa vefsíðu sem býður fólki upp á leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Á þessari síðu er þó ekki ekki hægt að setja pening undir heldur er síðan alveg ókeypis. Á vefsíðunni er hægt að finna 32 leiki sem allir geta spilað án endurgjalds. Til að setja síðan alvöru pening inn þarf ekki nema að leita að nafni síðunnar, Rizk, í leitarvél eða þá einfaldlega að breyta .fun í .com. Þekkist í auglýsingaheiminum Rizk.fun er í eigu gíbralska félagsins Mavrix Service Limited, félags sem er í eigu maltnesks félags, Zecure Gaming Limited. Það félag á og rekur einnig Rizk.com. Zecure er svo í eigu sænska veðmálarisans Betsson sem hagnaðist um rúma fimmtán milljarða króna árið 2022. Rizk.fun er í eigu Betsson í gegnum litla flækju.Vísir/Vilhelm Þessi aðferð svipar til þess þegar áfengisframleiðendur auglýsa óáfengu útgáfuna af drykkjum sínum. Þessi flaska hér er aldrei auglýst enda inniheldur hún 4,5 prósent áfengis. Þessi hér hins vegar, sem lýtur nánast alveg eins út, má auglýsa enda ekkert áfengi í henni. Samkvæmt lögum um fjölmiðla er óheimilt að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi hér á landi. Rizk.fun býður ekki upp á veðmálastarfsemi og auglýsingin því þannig séð lögleg. Að auglýsa Rizk.com væri aftur á móti ólöglegt. Netspilun orðin venjuleg Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir auglýsingar sem þessa hafa skaðleg áhrif. „Það er alltaf einhver hópur sem ákveður að kíkja og sjá, og trúir því að þetta sé skemmtilegt, ókeypis, frítt. Kemst svo að raunum að svo er ekki. Þetta eykur líkurnar á því að fólk prófi og prófi þá í fyrsta skiptið,“ segir Alma. Þeir einstaklingar sem leitað hafa í ráðgjöf til samtaka Ölmu hafa oft verið í spilakössum á netinu. „Netspilun er orðin normalíseruð. Það virðist vera venjan og mjög margir eru að spila á netinu. Ég held að fólk átti sig ekki almennilega á skaðseminni,“ segir Alma. Fíkn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Auglýsing frá vefsíðunni Rizk.fun hefur birst áhorfendum Símans Sport síðustu vikur en verið er að auglýsa vefsíðu sem býður fólki upp á leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Á þessari síðu er þó ekki ekki hægt að setja pening undir heldur er síðan alveg ókeypis. Á vefsíðunni er hægt að finna 32 leiki sem allir geta spilað án endurgjalds. Til að setja síðan alvöru pening inn þarf ekki nema að leita að nafni síðunnar, Rizk, í leitarvél eða þá einfaldlega að breyta .fun í .com. Þekkist í auglýsingaheiminum Rizk.fun er í eigu gíbralska félagsins Mavrix Service Limited, félags sem er í eigu maltnesks félags, Zecure Gaming Limited. Það félag á og rekur einnig Rizk.com. Zecure er svo í eigu sænska veðmálarisans Betsson sem hagnaðist um rúma fimmtán milljarða króna árið 2022. Rizk.fun er í eigu Betsson í gegnum litla flækju.Vísir/Vilhelm Þessi aðferð svipar til þess þegar áfengisframleiðendur auglýsa óáfengu útgáfuna af drykkjum sínum. Þessi flaska hér er aldrei auglýst enda inniheldur hún 4,5 prósent áfengis. Þessi hér hins vegar, sem lýtur nánast alveg eins út, má auglýsa enda ekkert áfengi í henni. Samkvæmt lögum um fjölmiðla er óheimilt að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi hér á landi. Rizk.fun býður ekki upp á veðmálastarfsemi og auglýsingin því þannig séð lögleg. Að auglýsa Rizk.com væri aftur á móti ólöglegt. Netspilun orðin venjuleg Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir auglýsingar sem þessa hafa skaðleg áhrif. „Það er alltaf einhver hópur sem ákveður að kíkja og sjá, og trúir því að þetta sé skemmtilegt, ókeypis, frítt. Kemst svo að raunum að svo er ekki. Þetta eykur líkurnar á því að fólk prófi og prófi þá í fyrsta skiptið,“ segir Alma. Þeir einstaklingar sem leitað hafa í ráðgjöf til samtaka Ölmu hafa oft verið í spilakössum á netinu. „Netspilun er orðin normalíseruð. Það virðist vera venjan og mjög margir eru að spila á netinu. Ég held að fólk átti sig ekki almennilega á skaðseminni,“ segir Alma.
Fíkn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira