Vængbrotið Man Utd flaug áfram í bikarnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. janúar 2024 22:05 Diogo Dalot kom Man United á bragðið í kvöld. Richard Sellers/Getty Images Það má segja að í kvöld hafi Davíð mætt Golíat en Wigan hefur mátt mun fífil sinn fegurri. Liðið situr um þessar mundir í 18. sæti League 1, ensku C-deildarinnar, með 27 stig eða fjórum fyrir ofan fallsæti. Á sama tíma hefur Man United vissulega átt erfitt uppdráttar en liðið er um þessar mundir í 8. sæti úrvalsdeildar. Erik ten Hag, þjálfari gestanna frá Manchester, stillti upp það sem mætti segja að væri hans sterkasta lið en þar verður að taka með í reikninginn að alls vantaði Victor Lindelöf, Harry Maguire, Lisandro Martínez, Tyrell Malacia, Luke Shaw, Sofyan Amrabat, Mason Mount, Christian Eriksen, Amad, Casemiro, Anthony Martial, Antony og Jadon Sancho. Leikurinn byrjaði fjörlega þar sem bæði lið fengu færi til að koma boltanum í netið. Það gekk þó ekki fyrr en á 22. mínútu þegar bakvörðurinn Diogo Dalot skrúfaði boltann í hornið fjær eftir sendingu frá Marcus Rashford. That's some finish, @DalotDiogo @ManUtd #EmiratesFACup pic.twitter.com/BI8J07iRMJ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 8, 2024 Gestirnir fengu fleiri færi til að bæta við mörkum í fyrri hálfleik en fundu ekki leið framhjá Sam Tickle í marki Wigan. Næst því að skora var Alejandro Garnacho - sem lék á hægri vængnum að þessu sinni - þegar hann kom inn á völlinn og lét vaða en knötturinn small í þverslánni. Alejandro Garnacho's shot crashes against the crossbar #EmiratesFACup pic.twitter.com/XSlpuo2xp0— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 8, 2024 Staðan 1-0 í hálfleik og þannig var hún framan af síðari hálfleik þó svo að gestirnir hafi áfram skapað sér ágætis færi. Á endanum féll Bruno Fernandes í teignum eftir viðskipti sín við varnarmann heimaliðsins. Vítaspyrna dæmd og Bruno sjálfur fór á punktinn. Hann skoraði úr spyrnunni og fór langleiðina með því að tryggja Man United sæti í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, elstu bikarkeppni í heimi. Slotted @B_Fernandes8 scores from the spot for @ManUtd#EmiratesFACup pic.twitter.com/jKbm4tRVzA— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 8, 2024 Gestirnir reyndu að bæta við mörkum og hefðu á góðum degi gert það en xG (vænt mörk) liðsins var upp á 4.22. Það dugði þó aðeins fyrir tveimur mörkum í dag en leiknum lauk með 2-0 sigri Manchester United. Ten Hag hefði vart getað óskað eftir betri drætti í 4. umferð en liðið mætir annað hvort Newport County sem leikur í ensku D-deildinni eða Eastleigh sem leikur deild neðar í E-deildinni. The draw for the #EmiratesFACup fourth round is complete — Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 8, 2024 Enski boltinn Fótbolti
Það má segja að í kvöld hafi Davíð mætt Golíat en Wigan hefur mátt mun fífil sinn fegurri. Liðið situr um þessar mundir í 18. sæti League 1, ensku C-deildarinnar, með 27 stig eða fjórum fyrir ofan fallsæti. Á sama tíma hefur Man United vissulega átt erfitt uppdráttar en liðið er um þessar mundir í 8. sæti úrvalsdeildar. Erik ten Hag, þjálfari gestanna frá Manchester, stillti upp það sem mætti segja að væri hans sterkasta lið en þar verður að taka með í reikninginn að alls vantaði Victor Lindelöf, Harry Maguire, Lisandro Martínez, Tyrell Malacia, Luke Shaw, Sofyan Amrabat, Mason Mount, Christian Eriksen, Amad, Casemiro, Anthony Martial, Antony og Jadon Sancho. Leikurinn byrjaði fjörlega þar sem bæði lið fengu færi til að koma boltanum í netið. Það gekk þó ekki fyrr en á 22. mínútu þegar bakvörðurinn Diogo Dalot skrúfaði boltann í hornið fjær eftir sendingu frá Marcus Rashford. That's some finish, @DalotDiogo @ManUtd #EmiratesFACup pic.twitter.com/BI8J07iRMJ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 8, 2024 Gestirnir fengu fleiri færi til að bæta við mörkum í fyrri hálfleik en fundu ekki leið framhjá Sam Tickle í marki Wigan. Næst því að skora var Alejandro Garnacho - sem lék á hægri vængnum að þessu sinni - þegar hann kom inn á völlinn og lét vaða en knötturinn small í þverslánni. Alejandro Garnacho's shot crashes against the crossbar #EmiratesFACup pic.twitter.com/XSlpuo2xp0— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 8, 2024 Staðan 1-0 í hálfleik og þannig var hún framan af síðari hálfleik þó svo að gestirnir hafi áfram skapað sér ágætis færi. Á endanum féll Bruno Fernandes í teignum eftir viðskipti sín við varnarmann heimaliðsins. Vítaspyrna dæmd og Bruno sjálfur fór á punktinn. Hann skoraði úr spyrnunni og fór langleiðina með því að tryggja Man United sæti í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, elstu bikarkeppni í heimi. Slotted @B_Fernandes8 scores from the spot for @ManUtd#EmiratesFACup pic.twitter.com/jKbm4tRVzA— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 8, 2024 Gestirnir reyndu að bæta við mörkum og hefðu á góðum degi gert það en xG (vænt mörk) liðsins var upp á 4.22. Það dugði þó aðeins fyrir tveimur mörkum í dag en leiknum lauk með 2-0 sigri Manchester United. Ten Hag hefði vart getað óskað eftir betri drætti í 4. umferð en liðið mætir annað hvort Newport County sem leikur í ensku D-deildinni eða Eastleigh sem leikur deild neðar í E-deildinni. The draw for the #EmiratesFACup fourth round is complete — Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 8, 2024
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti