Rætt verður við formenn stjórnarandstöðuflokka á þingi, meðal annars við Ingu Sæland sem hyggst leggja fram vantraust á hendur Svandísi.
Þá fjöllum við um stöðuna á heilsugæslunni og hinn mikla skort sem er á heimilislæknum, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu.
Land rís áfram jafnt og þétt við Svartsengi og það er mat náttúruvársérfræðinga að líklegast sé að þessi atburður endi með gosi.
Og í íþróttapakka dagsins er fókusinn á handboltalandsliðið sem í dag spilar sinn síðasta æfingaleik áður en alvaran á EM tekur við.