„Bílstjórinn stendur sig mjög vel en þessar aðstæður eru óviðunandi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. janúar 2024 22:32 Auður Eiðsdóttir, íbúi í Borgarbyggð, segir flughála vegi ekkert hafa verið hálkuvarða þrátt fyrir yfirlýstan forgang vega þar sem er skólaakstur. Íbúi Borgarbyggðar segir vegi ekkert hafa verið hálkuvarða þrátt fyrir yfirlýsingar sveitarfélagsins um að í forgangi séu vegir þar sem er skólaakstur. Skólarútan ferðist löturhægt um fljúgandi hálar ósaltaðar brekkur. Vísir fjallaði í gær um að í Borgarbyggð vildu hvorki sveitarfélagið né Vegagerðina taka ábyrgð á hálkuvörnum á flughálum vegi að sumarhúsabyggð. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að verkefnið væri á lista hjá Vegagerðinni en að vegurinn væri ekki í forgangi. Þá kom líka fram að forgang fengju þeir vegir þar sem er skólaakstur. Auður Eiðsdóttir, íbúi í Borgarbyggð, sá fréttina og rak augun að sveitarfélagið setti í forgang vegi þar sem er skólaakstur. Í hennar sveit hefur ekkert hafi verið saltað undanfarna viku. Skólarútan hafi því þurft að sækja börn eftir flughálum og stórhættulegum vegum. Enginn kannaðist við neitt „Í síðustu viku varð fljúgandi hált á miðvikudaginn. Þá hringdi ég í Borgarbyggð og út um allt til að gá hver væri ábyrgur en allir fríuðu sig af því. Meira að segja þau í Borgarbyggð létu eins og þau vissu ekkert hvað ég ætti að gera,“ segir Auður í samtali við fréttastofu. Brekkan við bæ Auðar er ansi brött og hvað þá þegar það er svona mikil hálka. „Svo hringdi maður í mig daginn eftir og sagði að vegurinn væri kominn á lista. En það virðist ekki vera komið lengra á lista,“ segir Auður og bætti við að grunnskólabörnin væru ekki í meiri forgangi en svo að ekkert væri búið að gera. „Bæði heim til mín og á næsta bæ eru mjög brattar brekkur. Það er fljúgandi hálka niður þær og ekki kantur til að bjarga sér. Þetta er ekkert grín og ég öfunda ekki skólabílstjórann,“ segir Auður. Það hefur ekkert verið gert eða lítið? „Það hefur ekkert verið gert. Þeir sem hafa verið að sjá um snjómoksturinn hafa verið boðnir og búnir þegar þurft hefur verið að moka snjó. Við höfum bara þurft að hringja eitt símtal og þeir hafa komið strax. Það hefur verið til fyrirmyndar. En það eru þessar hálkuvarnir sem eru ekki að skila sér,“ segir hún. Íbúar hjálpi bílum sem fari af hálum veginum Fjölskylda Auðar býr í dreifbýli, rétt hjá Bifröst og kemur skólarúta að sækja börnin. Auður segir nokkra bíla hafa farið út af veginum í vikunni og skólarútan lötrist áfram á stórhættulegum vegum. „Ég hringdi í Borgarbyggð til að fá upplýsingar um hver væri að koma og hvort það væri einhver að koma. Við þorðum varla á bæ en erum reyndar á góðum dekkjum. Það fóru allavega tveir eða þrír bílar út af í síðustu viku af veginum,“ segir hún. „Þannig þetta er búið að vera pínu hark líka fyrir okkur sem búum hérna í kring. Hver ber ábyrgð á að toga bílana upp? Það eru bara þeir sem fara út af og oft erum það við sem erum að aðstoða sem erum með stærri tæki og tól,“ segir Auður. Skólarútan ferðast löturhægt í fljúgandi hálku Auður segir að miðað við að sveitarfélagið setji vegi sem skólarútan fer um í forgang sé óviðunandi að ekkert hafi verið gert á tæpri viku. Er það árlegt að það sé svona slæmt og ekkert gert? „Þetta hefur oft verið slæmt en aldrei eins og núna. Ég hef ekki upplifað þetta svona en það var einn sem kommentaði hjá mér, gamall skólabílstjóri, sem sagði að þetta hefði oft verið svona. Hvernig hefur skólarútunni þá gengið í þessari færð? „Þau keyra bara löturhægt á veginum. Bílstjórinn stendur sig mjög vel en þessar aðstæður eru óviðunandi,“ segir hún. „Þessar aðstæður sem hafa verið á vegum landsins eru auðvitað hræðilegar. Maður skilur alveg hvernig þetta er mér finnst að þegar það er komin tæp vika síðan þetta byrjaði að þetta ætti að vera komið á betri stað,“ segir hún. Borgarbyggð Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Vísir fjallaði í gær um að í Borgarbyggð vildu hvorki sveitarfélagið né Vegagerðina taka ábyrgð á hálkuvörnum á flughálum vegi að sumarhúsabyggð. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að verkefnið væri á lista hjá Vegagerðinni en að vegurinn væri ekki í forgangi. Þá kom líka fram að forgang fengju þeir vegir þar sem er skólaakstur. Auður Eiðsdóttir, íbúi í Borgarbyggð, sá fréttina og rak augun að sveitarfélagið setti í forgang vegi þar sem er skólaakstur. Í hennar sveit hefur ekkert hafi verið saltað undanfarna viku. Skólarútan hafi því þurft að sækja börn eftir flughálum og stórhættulegum vegum. Enginn kannaðist við neitt „Í síðustu viku varð fljúgandi hált á miðvikudaginn. Þá hringdi ég í Borgarbyggð og út um allt til að gá hver væri ábyrgur en allir fríuðu sig af því. Meira að segja þau í Borgarbyggð létu eins og þau vissu ekkert hvað ég ætti að gera,“ segir Auður í samtali við fréttastofu. Brekkan við bæ Auðar er ansi brött og hvað þá þegar það er svona mikil hálka. „Svo hringdi maður í mig daginn eftir og sagði að vegurinn væri kominn á lista. En það virðist ekki vera komið lengra á lista,“ segir Auður og bætti við að grunnskólabörnin væru ekki í meiri forgangi en svo að ekkert væri búið að gera. „Bæði heim til mín og á næsta bæ eru mjög brattar brekkur. Það er fljúgandi hálka niður þær og ekki kantur til að bjarga sér. Þetta er ekkert grín og ég öfunda ekki skólabílstjórann,“ segir Auður. Það hefur ekkert verið gert eða lítið? „Það hefur ekkert verið gert. Þeir sem hafa verið að sjá um snjómoksturinn hafa verið boðnir og búnir þegar þurft hefur verið að moka snjó. Við höfum bara þurft að hringja eitt símtal og þeir hafa komið strax. Það hefur verið til fyrirmyndar. En það eru þessar hálkuvarnir sem eru ekki að skila sér,“ segir hún. Íbúar hjálpi bílum sem fari af hálum veginum Fjölskylda Auðar býr í dreifbýli, rétt hjá Bifröst og kemur skólarúta að sækja börnin. Auður segir nokkra bíla hafa farið út af veginum í vikunni og skólarútan lötrist áfram á stórhættulegum vegum. „Ég hringdi í Borgarbyggð til að fá upplýsingar um hver væri að koma og hvort það væri einhver að koma. Við þorðum varla á bæ en erum reyndar á góðum dekkjum. Það fóru allavega tveir eða þrír bílar út af í síðustu viku af veginum,“ segir hún. „Þannig þetta er búið að vera pínu hark líka fyrir okkur sem búum hérna í kring. Hver ber ábyrgð á að toga bílana upp? Það eru bara þeir sem fara út af og oft erum það við sem erum að aðstoða sem erum með stærri tæki og tól,“ segir Auður. Skólarútan ferðast löturhægt í fljúgandi hálku Auður segir að miðað við að sveitarfélagið setji vegi sem skólarútan fer um í forgang sé óviðunandi að ekkert hafi verið gert á tæpri viku. Er það árlegt að það sé svona slæmt og ekkert gert? „Þetta hefur oft verið slæmt en aldrei eins og núna. Ég hef ekki upplifað þetta svona en það var einn sem kommentaði hjá mér, gamall skólabílstjóri, sem sagði að þetta hefði oft verið svona. Hvernig hefur skólarútunni þá gengið í þessari færð? „Þau keyra bara löturhægt á veginum. Bílstjórinn stendur sig mjög vel en þessar aðstæður eru óviðunandi,“ segir hún. „Þessar aðstæður sem hafa verið á vegum landsins eru auðvitað hræðilegar. Maður skilur alveg hvernig þetta er mér finnst að þegar það er komin tæp vika síðan þetta byrjaði að þetta ætti að vera komið á betri stað,“ segir hún.
Borgarbyggð Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira