Ný ríkisstofnun með engar höfuðstöðvar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. janúar 2024 20:30 Ágúst Sigurðsson, forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar ríkisstofnunar, sem tók formlega til starfa 1. janúar 2024. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný ríkisstofnun, Land og skógur varð til um áramótin en hún tekur við hlutverkum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar, sem hafa verið lagðar niður. Um 140 starfsmenn starfa hjá nýju stofnuninni á átján starfsstöðvum um land allt. Ágúst Sigurðsson er forstöðumaður nýju stofnunarinnar og er með skrifstofuna sína í Gunnarsholti á Rangárvöllum þar sem Landgræðsla ríkisins var til húsa. Ágúst er engin nýgræðingur þegar kemur að stjórnun en hann var meðal annars rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og sveitarstjóri í Rangárþingi ytra svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er stofnun sem snýst um það að bæta jarðvegs og gróðurauðlind Íslands, það er verkefnið í rauninni, hið stóra verkefni. Og stefnan er sú að ná framúrskarandi árangri í því, það er okkar verkefni,” segir Ágúst. Og Ágúst segir að ný stofnun taki fagnandi á móti verkefnum skógræktarinnar og landgræðslunnar og síðan muni einhver ný og spennandi verkefni bætast við. „En það sem er svo stórkostlega við þessa sameiningu er það að fólkið, sem að vinnur hjá þessari stofnun, nýju stofnuninni, Landi og skógi og starfaði áður hjá landgræðslunni og skógræktinni, þetta fólk brennur fyrir sitt starf. Það er vakið og sofið yfir þessu verkefni að bæta gróður og jarðvegsauðlindir Íslands,” bætir Ágúst við. Merki stofnunarinnar hannaði Fífa Jónsdóttir, grafískur hönnuður og sérfræðingur í vísindamiðlun. Hún starfar að miðlunarmálum hjá Landi og skógi. Merkið hefur margvíslegar vísanir í náttúru landsins, hringrásir hennar, sjálfbærni og viðfangsefni Lands og skógar. Aðsend Það vekur sérstaka athygli á nýja stofnunin er ekki með neinar ákveðnar höfuðstöðvar. „Við erum með stafrænar höfuðstöðvar, það er bara þannig og það er bara algjörlega satt og rétt. Þeir sem að vilja hitta okkur eða tala við okkur þeir hafa samband við okkur iðulega með stafrænum hætti,” segir Ágúst. Heimasíðan Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ágúst Sigurðsson er forstöðumaður nýju stofnunarinnar og er með skrifstofuna sína í Gunnarsholti á Rangárvöllum þar sem Landgræðsla ríkisins var til húsa. Ágúst er engin nýgræðingur þegar kemur að stjórnun en hann var meðal annars rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og sveitarstjóri í Rangárþingi ytra svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er stofnun sem snýst um það að bæta jarðvegs og gróðurauðlind Íslands, það er verkefnið í rauninni, hið stóra verkefni. Og stefnan er sú að ná framúrskarandi árangri í því, það er okkar verkefni,” segir Ágúst. Og Ágúst segir að ný stofnun taki fagnandi á móti verkefnum skógræktarinnar og landgræðslunnar og síðan muni einhver ný og spennandi verkefni bætast við. „En það sem er svo stórkostlega við þessa sameiningu er það að fólkið, sem að vinnur hjá þessari stofnun, nýju stofnuninni, Landi og skógi og starfaði áður hjá landgræðslunni og skógræktinni, þetta fólk brennur fyrir sitt starf. Það er vakið og sofið yfir þessu verkefni að bæta gróður og jarðvegsauðlindir Íslands,” bætir Ágúst við. Merki stofnunarinnar hannaði Fífa Jónsdóttir, grafískur hönnuður og sérfræðingur í vísindamiðlun. Hún starfar að miðlunarmálum hjá Landi og skógi. Merkið hefur margvíslegar vísanir í náttúru landsins, hringrásir hennar, sjálfbærni og viðfangsefni Lands og skógar. Aðsend Það vekur sérstaka athygli á nýja stofnunin er ekki með neinar ákveðnar höfuðstöðvar. „Við erum með stafrænar höfuðstöðvar, það er bara þannig og það er bara algjörlega satt og rétt. Þeir sem að vilja hitta okkur eða tala við okkur þeir hafa samband við okkur iðulega með stafrænum hætti,” segir Ágúst. Heimasíðan
Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira