Fótbolti

„Síðustu vikur hafa verið mikil rússí­bana­reið“

Aron Guðmundsson skrifar
Freyr Alexandersson er orðinn þjálfari Kortrijk í Belgíu.
Freyr Alexandersson er orðinn þjálfari Kortrijk í Belgíu. Kortrijk

Í Sport­pakkanum á Stöð 2 í kvöld verður rætt við Frey Alexanders­son, ný­ráðinn þjálfara belgíska úr­vals­deildar­fé­lagsins KV Kortrijk. Þar fer Freyr yfir rússí­bana­reið undan­farinna vikna, á­kvörðunin að halda til Kortrijk sem er í miklu basli heima fyrir þessa dagana og hefur upp­lifað mikinn ó­stöðug­leika undan­farin ár.

Freyr skrifaði í gær undir samning til sumarsins 2026 við KV Kortrijk og er hann keyptur til fé­lagsins frá danska liðinu Lyng­by. Kaupverðið talið nema um 40 milljónum ís­lenskra króna en hjá Lyng­by hafði Freyr gert frá­bæra hluti og fest liðið í sessi í dönsku úr­vals­deildinni.

„Síðustu vikur hafa verið mikil rússí­bana­reið og þá kannski sér­stak­lega síðustu fjórir til fimm dagar. Til­finningin með þessi skipti er hins vegar góð. Ég er kominn til Spánar núna í æfinga­ferð með liðinu eftir að hafa varið fyrsta vinnu­degi mínum hjá fé­laginu í Kortrijk í gær. Það var góður dagur þar sem að við náðum að á­orka miklu. Ég er kominn yfir þess helstu til­finningar í tengslum við þá til­finninga­flækju sem maður upp­lifir við þessi skipti frá Lyng­by yfir til Kortrijk. Nú hlakka ég bara til að takast á við þetta krefjandi verk­efni.“

Klippa: Freyr: Skammtímaverkefnið er gríðarlega spennandi

Var búinn að ákveða að framlengja ekki við Lyngby

Þú nefnir þarna til­finningarnar. Hverjar hafa þær akkúrat verið núna undan­farið? Því maður myndi ætla að þær væru margs­konar.

„Já. Það var erfitt að fara frá Lyng­by. Í fót­boltanum er maður alltaf að reyna finna réttu tíma­setninguna. Ég er búinn að eiga góða fundi með for­ráða­mönnum Lyng­by núna yfir lengri tíma varðandi það hvernig við getum tekið fé­lagið á næsta stig. Staðan hjá Lyngby lítur vel út, við höfum náð þeim mark­miðum sem við settum okkur, en svo vildi ég fara að taka næsta skref með fé­lagið.

Við fundum ekki flöt á því hvernig við myndum ná því. Þá vorum við farnir að leiða hugann að því hvort ég myndi hætta sem þjálfari liðsins næsta sumar eða hvort við myndum fram­lengja samninginn okkar á milli.

Ég var kominn á það að ég myndi ekki fram­lengja samning minn. Þeir mögu­leikar sem hafa komið upp á borðið upp á síð­kastið, ég hef þurft að skoða þá al­var­lega. En með þessum skiptum núna gefst einnig meiri tími fyrir nýjan þjálfara Lyng­by að setja sitt fingra­far á fé­lagið heldur en ef þessi at­burða­rás hefði átt sér stað í sumar. Vetrar­glugginn í Dan­mörku er lengri heldur en sumarglugginn.“

Freyr er gríðar­lega þakk­látur öllum hjá Lyng­by fyrir það hvernig hann fékk að enda tíma sinn sem þjálfari fé­lagsins.

„Þetta gerist á mjög fal­legan hátt og sam­starfið tekur enda í góðri sátt hjá öllum sem koma að þessu. Það eru for­réttindi. Það gerist ekki oft í fót­boltanum. Þetta voru því fal­leg og góð enda­lok á okkar sam­starfi.“

Við­talið við Frey í lengri út­gáfu, þar sem að hann ræðir meðal annars stóra verkefnið framundan, má sjá í Sport­pakka kvöldsins að loknum kvöld­fréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×