„Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið“ Aron Guðmundsson skrifar 6. janúar 2024 15:39 Freyr Alexandersson er orðinn þjálfari Kortrijk í Belgíu. Kortrijk Í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld verður rætt við Frey Alexandersson, nýráðinn þjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Þar fer Freyr yfir rússíbanareið undanfarinna vikna, ákvörðunin að halda til Kortrijk sem er í miklu basli heima fyrir þessa dagana og hefur upplifað mikinn óstöðugleika undanfarin ár. Freyr skrifaði í gær undir samning til sumarsins 2026 við KV Kortrijk og er hann keyptur til félagsins frá danska liðinu Lyngby. Kaupverðið talið nema um 40 milljónum íslenskra króna en hjá Lyngby hafði Freyr gert frábæra hluti og fest liðið í sessi í dönsku úrvalsdeildinni. „Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið og þá kannski sérstaklega síðustu fjórir til fimm dagar. Tilfinningin með þessi skipti er hins vegar góð. Ég er kominn til Spánar núna í æfingaferð með liðinu eftir að hafa varið fyrsta vinnudegi mínum hjá félaginu í Kortrijk í gær. Það var góður dagur þar sem að við náðum að áorka miklu. Ég er kominn yfir þess helstu tilfinningar í tengslum við þá tilfinningaflækju sem maður upplifir við þessi skipti frá Lyngby yfir til Kortrijk. Nú hlakka ég bara til að takast á við þetta krefjandi verkefni.“ Klippa: Freyr: Skammtímaverkefnið er gríðarlega spennandi Var búinn að ákveða að framlengja ekki við Lyngby Þú nefnir þarna tilfinningarnar. Hverjar hafa þær akkúrat verið núna undanfarið? Því maður myndi ætla að þær væru margskonar. „Já. Það var erfitt að fara frá Lyngby. Í fótboltanum er maður alltaf að reyna finna réttu tímasetninguna. Ég er búinn að eiga góða fundi með forráðamönnum Lyngby núna yfir lengri tíma varðandi það hvernig við getum tekið félagið á næsta stig. Staðan hjá Lyngby lítur vel út, við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur, en svo vildi ég fara að taka næsta skref með félagið. Við fundum ekki flöt á því hvernig við myndum ná því. Þá vorum við farnir að leiða hugann að því hvort ég myndi hætta sem þjálfari liðsins næsta sumar eða hvort við myndum framlengja samninginn okkar á milli. Ég var kominn á það að ég myndi ekki framlengja samning minn. Þeir möguleikar sem hafa komið upp á borðið upp á síðkastið, ég hef þurft að skoða þá alvarlega. En með þessum skiptum núna gefst einnig meiri tími fyrir nýjan þjálfara Lyngby að setja sitt fingrafar á félagið heldur en ef þessi atburðarás hefði átt sér stað í sumar. Vetrarglugginn í Danmörku er lengri heldur en sumarglugginn.“ Freyr er gríðarlega þakklátur öllum hjá Lyngby fyrir það hvernig hann fékk að enda tíma sinn sem þjálfari félagsins. „Þetta gerist á mjög fallegan hátt og samstarfið tekur enda í góðri sátt hjá öllum sem koma að þessu. Það eru forréttindi. Það gerist ekki oft í fótboltanum. Þetta voru því falleg og góð endalok á okkar samstarfi.“ Viðtalið við Frey í lengri útgáfu, þar sem að hann ræðir meðal annars stóra verkefnið framundan, má sjá í Sportpakka kvöldsins að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. Belgíski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Freyr skrifaði í gær undir samning til sumarsins 2026 við KV Kortrijk og er hann keyptur til félagsins frá danska liðinu Lyngby. Kaupverðið talið nema um 40 milljónum íslenskra króna en hjá Lyngby hafði Freyr gert frábæra hluti og fest liðið í sessi í dönsku úrvalsdeildinni. „Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið og þá kannski sérstaklega síðustu fjórir til fimm dagar. Tilfinningin með þessi skipti er hins vegar góð. Ég er kominn til Spánar núna í æfingaferð með liðinu eftir að hafa varið fyrsta vinnudegi mínum hjá félaginu í Kortrijk í gær. Það var góður dagur þar sem að við náðum að áorka miklu. Ég er kominn yfir þess helstu tilfinningar í tengslum við þá tilfinningaflækju sem maður upplifir við þessi skipti frá Lyngby yfir til Kortrijk. Nú hlakka ég bara til að takast á við þetta krefjandi verkefni.“ Klippa: Freyr: Skammtímaverkefnið er gríðarlega spennandi Var búinn að ákveða að framlengja ekki við Lyngby Þú nefnir þarna tilfinningarnar. Hverjar hafa þær akkúrat verið núna undanfarið? Því maður myndi ætla að þær væru margskonar. „Já. Það var erfitt að fara frá Lyngby. Í fótboltanum er maður alltaf að reyna finna réttu tímasetninguna. Ég er búinn að eiga góða fundi með forráðamönnum Lyngby núna yfir lengri tíma varðandi það hvernig við getum tekið félagið á næsta stig. Staðan hjá Lyngby lítur vel út, við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur, en svo vildi ég fara að taka næsta skref með félagið. Við fundum ekki flöt á því hvernig við myndum ná því. Þá vorum við farnir að leiða hugann að því hvort ég myndi hætta sem þjálfari liðsins næsta sumar eða hvort við myndum framlengja samninginn okkar á milli. Ég var kominn á það að ég myndi ekki framlengja samning minn. Þeir möguleikar sem hafa komið upp á borðið upp á síðkastið, ég hef þurft að skoða þá alvarlega. En með þessum skiptum núna gefst einnig meiri tími fyrir nýjan þjálfara Lyngby að setja sitt fingrafar á félagið heldur en ef þessi atburðarás hefði átt sér stað í sumar. Vetrarglugginn í Danmörku er lengri heldur en sumarglugginn.“ Freyr er gríðarlega þakklátur öllum hjá Lyngby fyrir það hvernig hann fékk að enda tíma sinn sem þjálfari félagsins. „Þetta gerist á mjög fallegan hátt og samstarfið tekur enda í góðri sátt hjá öllum sem koma að þessu. Það eru forréttindi. Það gerist ekki oft í fótboltanum. Þetta voru því falleg og góð endalok á okkar samstarfi.“ Viðtalið við Frey í lengri útgáfu, þar sem að hann ræðir meðal annars stóra verkefnið framundan, má sjá í Sportpakka kvöldsins að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.
Belgíski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira