Blöskrar sorphirðan í Garðabæ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. janúar 2024 15:37 Það var ekki fögur sjón sem blasti við Sigurði Jökli Ólafssyni í sorpuferð í dag. Aðsend Sigurði Jökli Ólafssyni íbúa í Garðabæ brá heldur betur þegar hann ætlaði að fara með ruslið í grenndargáminn sinn við Ásgarð í Garðabæ. Þar blöstu við honum troðfullir gámar og rusl á víð og dreif á jörðinni umhverfis gámana. Hann segir stöðuna ekki vera góða og að eitthvað þurfi að skoða verkferla. „Fyrir utan það að það er nú sjötti janúar í dag og heima hjá mér eru allir þá get ég ekki farið með neitt rusl vegna þess að það flæðir yfir allar tunnur. Það bendir mér allavega á að það þarf eitthvað að skoða einhvers staðar. Sorpa er nú sameign okkar á höfuðborgarsvæðinu.“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Á sorpi má sjá ástand samfélags Sigurður segir sér hafa blöskrað við að sjá þetta og segir að sorphirðuvandræði séu greinilega ekki neitt einskorðað við Reykjavíkurborg. „Það er ekkert allt á kafi í snjó og það er vika liðin af árinu þannig ég get ekki séð hvað er að tefja þetta. Svona faglega þarf eitthvað að skoða einhverja ferla,“ segir hann. „Það hefur löngum verið sagt að á sorpi megi sjá ástand samfélags og ef þetta er lýsandi þá má einungis geta í eyðurnar,“ segir Sigurður að lokum. Bílavandræði ollu töfunum Reykjavíkurborg tilkynnti að tafir hafi orðið á losun gáma á höfuðborgarsvæðinu vegna bilana tveggja sorphirðubíla en að starfsmenn hafi verið kallaðir til vinnu í dag á laugardegi til að losa úr gámum. „Til þess að draga úr áhrifunum hefur Sorphirða Reykjavíkur lánað einn af sínum sorphirðubílum til að losa grenndargáma á kvöldin,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem lesa mátti í fyrri útgáfu að Sorpa kæmi að sorphirðu í Garðabæ. Hið rétta er að Garðabær er með sorphirðusamning við Íslenska gámafélagið. Sorpa Sorphirða Garðabær Tengdar fréttir Sorphirðufólk mætir til vinnu á laugardaginn Reykjavíkurborg hefur boðað sorphirðufólk til vinnu á laugardaginn auk þess að lengja vinnudaginn í næstu viku til að vinna upp tafir sem orðið hafa eftir hátíðarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 5. janúar 2024 17:37 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hann segir stöðuna ekki vera góða og að eitthvað þurfi að skoða verkferla. „Fyrir utan það að það er nú sjötti janúar í dag og heima hjá mér eru allir þá get ég ekki farið með neitt rusl vegna þess að það flæðir yfir allar tunnur. Það bendir mér allavega á að það þarf eitthvað að skoða einhvers staðar. Sorpa er nú sameign okkar á höfuðborgarsvæðinu.“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Á sorpi má sjá ástand samfélags Sigurður segir sér hafa blöskrað við að sjá þetta og segir að sorphirðuvandræði séu greinilega ekki neitt einskorðað við Reykjavíkurborg. „Það er ekkert allt á kafi í snjó og það er vika liðin af árinu þannig ég get ekki séð hvað er að tefja þetta. Svona faglega þarf eitthvað að skoða einhverja ferla,“ segir hann. „Það hefur löngum verið sagt að á sorpi megi sjá ástand samfélags og ef þetta er lýsandi þá má einungis geta í eyðurnar,“ segir Sigurður að lokum. Bílavandræði ollu töfunum Reykjavíkurborg tilkynnti að tafir hafi orðið á losun gáma á höfuðborgarsvæðinu vegna bilana tveggja sorphirðubíla en að starfsmenn hafi verið kallaðir til vinnu í dag á laugardegi til að losa úr gámum. „Til þess að draga úr áhrifunum hefur Sorphirða Reykjavíkur lánað einn af sínum sorphirðubílum til að losa grenndargáma á kvöldin,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem lesa mátti í fyrri útgáfu að Sorpa kæmi að sorphirðu í Garðabæ. Hið rétta er að Garðabær er með sorphirðusamning við Íslenska gámafélagið.
Sorpa Sorphirða Garðabær Tengdar fréttir Sorphirðufólk mætir til vinnu á laugardaginn Reykjavíkurborg hefur boðað sorphirðufólk til vinnu á laugardaginn auk þess að lengja vinnudaginn í næstu viku til að vinna upp tafir sem orðið hafa eftir hátíðarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 5. janúar 2024 17:37 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Sorphirðufólk mætir til vinnu á laugardaginn Reykjavíkurborg hefur boðað sorphirðufólk til vinnu á laugardaginn auk þess að lengja vinnudaginn í næstu viku til að vinna upp tafir sem orðið hafa eftir hátíðarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 5. janúar 2024 17:37