Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Telma Tómasson, þulur, segir fréttir í kvöld.
Telma Tómasson, þulur, segir fréttir í kvöld.

Matvælaráðherra telur ekki tilefni til að segja af sér þrátt fyrir álit umboðsmanns Alþingis þess efnis að ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar hafi verið í andstöðu við lög. Hún taki álitið alvarlega en er á því að endurskoða þurfi hvalveiðar.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við matvælaráðherra. Við verðum einnig í beinni frá Alþingi með þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið afar gagnrýninn á ákvörðun Svandísar og þingmanni Pírata.

Forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni leggja sitt af mörkum takist að ná langtíma kjarasamningi milli SA og ASÍ sem miði af því að ná verðbólgu og vöxtum niður. Við förum yfir málið og ræðum við verkalýðsforingja sem voru bjartsýnir eftir fund með ráðherrum í dag.

Við hittum einnig hjúkrunarfræðing sem segir stóran hóp aldraðra sem er fastur á spítalanum vegna úrræðaleysis eiga betra skilið. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli.

Þá förum við á Keflavíkurflugvöll og tökum á móti palestínskri stúlku sem fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir jól. Hún missti fótlegg í sprengjuárás á Gasa og er spennt fyrir nýju lífi á Íslandi. Auk þess heyrum við í Snorra sem hefur í áraraðir haldið úti ungbarnasundi Snorra en virðist nú kominn að leiðarlokum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×