Stjórnvöld ætli að leggja sitt af mörkum náist hagstæðir langtímakjarasamningar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2024 20:01 Þau Þórdís Kobrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra voru jákvæð eftir fund með verkalýðsforustunni í Ráðherrabústaðnum. Þeir Vilhjálmur Birgisson formaður formaður Starfsgreinasambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson voru meðal þeirra sem ræddu við fimm ráðherra ríkisstjórnarinnar í dag. Vísir/Hjalti Forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni leggja sitt af mörkum takist að ná langtíma kjarasamningi milli SA og ASÍ sem miði af því að ná verðbólgu og vöxtum niður. Verkalýðsforingjar voru bjartsýnir eftir fund með ráðherrum í dag. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar innan ASÍ í vikunni lauk með því að forystufólk sagði boltann hjá stjórnvöldum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna, fjármálaráðherra og vinnumarkaðsráðherra tóku á móti verkalýðsforystunni í ráðherrabústaðnum í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði þetta um framkomnar kröfur áður en fundurinn hófst. „Það þarf að taka afstöðu til þeirra og mögulega að gera einhverjar, breytingar, mótvægisaðgerðir og annað slíkt. Við erum auðvitað ekki að gera ráð fyrr öðru en því sem þegar liggur fyrir sem er það sem er í birtum og samþykktum fjárlögum,“ segir Þórdís. Bjartsýni eftir fund Það var jákvæður tónn í fólki eftir fundinn sem stóð í einn og hálfan tíma. „Þetta var bara virkilega jákvæður fundur. Mikill samhljómur, mikill vilji stjórnvalda til að koma að þessu borði,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins af fundi loknum. Guðbrandur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra vonar að samningar náist áður en þeir renna út um næstu mánaðamót. „Við vorum að ræða tilfærslukerfin, barnabætur, húsnæðisbætur og vaxtabætur. Þau lögðu bara sínar kröfur á borðið sem er mjög gott.Vonandi geta samningar tekið við af samningum og það væri þá í lok mánaðarins,“ segir hann. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að næsti fundur með stjórnvöldum sé áætlaður í næstu viku. „Nú fara stjórnvöld og bera saman bækur sínar og reikna og sjá hvort að okkar hugmyndir séu raunhæfar inn í þeirra áætlanir og þeirra pólitík. Ég leyfi mér bara að vera vongóður um að svo sé,“ segir Ragnar. Skiptir máli hvernig samningar nást Katrín Jakobsdóttir sagði skipta miklu máli hvernig samningar náist. Aðspurð um hvort verkalýðshreyfingin geti átt von á breytingum í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir svaraði hún: „ Ef langtímasamningar nást sem miða að því að ná niður langtímaverðbólgu og lækkun á stýrivöxtum þá munum við meta það hvað stjórnvöld geti lagt sitt að mörkum. Sú vinna mun væntanlega ekki bíða til ársins 2025 heldur yrði sú aðkoma á þessu ári,“ segir Katrín. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sjá meira
Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar innan ASÍ í vikunni lauk með því að forystufólk sagði boltann hjá stjórnvöldum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna, fjármálaráðherra og vinnumarkaðsráðherra tóku á móti verkalýðsforystunni í ráðherrabústaðnum í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði þetta um framkomnar kröfur áður en fundurinn hófst. „Það þarf að taka afstöðu til þeirra og mögulega að gera einhverjar, breytingar, mótvægisaðgerðir og annað slíkt. Við erum auðvitað ekki að gera ráð fyrr öðru en því sem þegar liggur fyrir sem er það sem er í birtum og samþykktum fjárlögum,“ segir Þórdís. Bjartsýni eftir fund Það var jákvæður tónn í fólki eftir fundinn sem stóð í einn og hálfan tíma. „Þetta var bara virkilega jákvæður fundur. Mikill samhljómur, mikill vilji stjórnvalda til að koma að þessu borði,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins af fundi loknum. Guðbrandur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra vonar að samningar náist áður en þeir renna út um næstu mánaðamót. „Við vorum að ræða tilfærslukerfin, barnabætur, húsnæðisbætur og vaxtabætur. Þau lögðu bara sínar kröfur á borðið sem er mjög gott.Vonandi geta samningar tekið við af samningum og það væri þá í lok mánaðarins,“ segir hann. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að næsti fundur með stjórnvöldum sé áætlaður í næstu viku. „Nú fara stjórnvöld og bera saman bækur sínar og reikna og sjá hvort að okkar hugmyndir séu raunhæfar inn í þeirra áætlanir og þeirra pólitík. Ég leyfi mér bara að vera vongóður um að svo sé,“ segir Ragnar. Skiptir máli hvernig samningar nást Katrín Jakobsdóttir sagði skipta miklu máli hvernig samningar náist. Aðspurð um hvort verkalýðshreyfingin geti átt von á breytingum í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir svaraði hún: „ Ef langtímasamningar nást sem miða að því að ná niður langtímaverðbólgu og lækkun á stýrivöxtum þá munum við meta það hvað stjórnvöld geti lagt sitt að mörkum. Sú vinna mun væntanlega ekki bíða til ársins 2025 heldur yrði sú aðkoma á þessu ári,“ segir Katrín.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sjá meira
Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01