Komum fólki undan morðingjum Ísraelshers - Opið bréf til félagsmálaráðherra Hjálmtýr Heiðdal og Sema Erla Serdaroglu skrifa 5. janúar 2024 17:00 Guðmundur Ingi Guðbrandssonfélags- og vinnumálaráðherra Þann 29. desember 2023 sendum við þér formlega beiðni um fund fyrir hönd Palestínufólks á Íslandi sem hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu og bíður þess að fá ástvini sína til Íslands, félagsins Íslands – Palestína, Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi og No borders. Þann 3. janúar s.l. var beiðnin um fund ítrekuð. Þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð við beiðninni sjáum við ekki annað í stöðunni en að skrifa þetta opna bréf. Málið varðar líf fólks og þolir hreinlega ekki bið! Eins og vitað er, þá er hér á landi hópur af Palestínufólki sem hefur fengið samþykkt dvalarleyfi fyrir fjölskyldumeðlimi á grundvelli fjölskyldusameiningar á síðustu vikum og mánuðum. Um er að ræða rúmlega 100 einstaklinga sem hafa fengið slík dvalarleyfi og ættu, eðli málsins samkvæmt, að vera löngu komnir til Íslands en þau eru hins vegar öll enn á Gaza þar sem þau eru í lífshættu. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að Vinnumálastofnun hafi sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) um aðstoð við flutning á fólkinu til Íslands. Í svari félags- og vinnumálaráðherra til fréttastofu Stöðvar 2 þann 20. desember 2023 segir „að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna.“ Í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 29. desember 2023 er haft eftir þér að „málið sé flókið og verið sé að skoða ýmsa möguleika“ án þess þó að segja hvað sé raunverulega verið að gera til þess að koma fólkinu til Íslands, ef nokkuð. Sama dag segir þú í samtali við mbl.is að „það er allt saman klárt fyrir fjölskyldusameiningar, þannig að það í rauninni strandar á því að fólk komist út af svæðinu.“ Síðan þá er liðin vika og þau sem bíða eftir fjölskyldumeðlimum sínum frá Gaza bíða enn svara. Þó er ljóst að í hverri viku er verið að flytja fjölda fólks frá Gaza til nágrannaríkja, sem og til ríkja eins og Kanada, Bretlands, Ástralíu, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands og nágrannaríkja okkar Svíþjóðar og Noregs. Palestínufólk á Íslandi fylgist með því að verið sé að koma fólki undan ítrekuðum fjöldamorðum og þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis á sama tíma og fjölskyldumeðlimir þeirra eru myrtir og engin almennileg svör berast frá íslenskum stjórnvöldum um hvenær von sé á fjölskyldumeðlimum þeirra, sem mögulega eru enn á lífi, til landsins. Af orðum þínum og fleiri ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er erfitt að skilja hver staða Palestínufólksins á Gaza sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi er og hvenær von sé á þeim til Íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Palestínufólks og stuðningsfólks þeirra til þess að fá skýrari mynd á málið er lítið um svör frá stjórnvöldum og þegar þau berast eru þau óskýr. Skortur á svörum, óskýrleiki í samskiptum við Palestínufólk og aðgerðaleysi er óásættanlegt þegar við erum að horfa upp á þjóðarmorð í Palestínu. Óvissan sem íslensk stjórnvöld hafa skapað fyrir Palestínufólk á Íslandi er til skammar. Hluti af því Palestínufólki sem bíður ástvina sinna hefur tekið upp á því örþrifaráði að setja upp tjaldbúðir fyrir framan Alþingi í þeim tilgangi að ná eyrum ykkar. Þar hafa þau nú dvalið í 10 sólarhringa í nístingskulda í þeim tilgangi að mótmæla aðgerðaleysi ykkar og hvetja ykkur til þess að eiga samtal við þau. Þögn ykkar er ærandi! Þögn ykkar er óásættanleg. Við ítrekum hér með beiðni okkar um fund með þér, Guðmundur Ingi, félags- og vinnumálaráðherra sem allra fyrst, í þeim tilgangi að fá skýrari svör um hvers vegna Palestínufólk sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé enn á Gaza þrátt fyrir að fjöldi ríkja sé að sækja fólk þangað á hverjum degi, hvað þið eruð að gera til þess að sækja fólki og hvenær við megum eiga von á þeim til landsins. Með von um skjót og góð viðbrögð, Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland – Palestína. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris. fyrir hönd, Palestínufólks á ÍslandiFélagsins Ísland – PalestínaSolaris – hjálparsamtaka fyrirhælisleitendur og flóttafólk á ÍslandiNo Borders Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandssonfélags- og vinnumálaráðherra Þann 29. desember 2023 sendum við þér formlega beiðni um fund fyrir hönd Palestínufólks á Íslandi sem hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu og bíður þess að fá ástvini sína til Íslands, félagsins Íslands – Palestína, Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi og No borders. Þann 3. janúar s.l. var beiðnin um fund ítrekuð. Þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð við beiðninni sjáum við ekki annað í stöðunni en að skrifa þetta opna bréf. Málið varðar líf fólks og þolir hreinlega ekki bið! Eins og vitað er, þá er hér á landi hópur af Palestínufólki sem hefur fengið samþykkt dvalarleyfi fyrir fjölskyldumeðlimi á grundvelli fjölskyldusameiningar á síðustu vikum og mánuðum. Um er að ræða rúmlega 100 einstaklinga sem hafa fengið slík dvalarleyfi og ættu, eðli málsins samkvæmt, að vera löngu komnir til Íslands en þau eru hins vegar öll enn á Gaza þar sem þau eru í lífshættu. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að Vinnumálastofnun hafi sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) um aðstoð við flutning á fólkinu til Íslands. Í svari félags- og vinnumálaráðherra til fréttastofu Stöðvar 2 þann 20. desember 2023 segir „að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna.“ Í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 29. desember 2023 er haft eftir þér að „málið sé flókið og verið sé að skoða ýmsa möguleika“ án þess þó að segja hvað sé raunverulega verið að gera til þess að koma fólkinu til Íslands, ef nokkuð. Sama dag segir þú í samtali við mbl.is að „það er allt saman klárt fyrir fjölskyldusameiningar, þannig að það í rauninni strandar á því að fólk komist út af svæðinu.“ Síðan þá er liðin vika og þau sem bíða eftir fjölskyldumeðlimum sínum frá Gaza bíða enn svara. Þó er ljóst að í hverri viku er verið að flytja fjölda fólks frá Gaza til nágrannaríkja, sem og til ríkja eins og Kanada, Bretlands, Ástralíu, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands og nágrannaríkja okkar Svíþjóðar og Noregs. Palestínufólk á Íslandi fylgist með því að verið sé að koma fólki undan ítrekuðum fjöldamorðum og þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis á sama tíma og fjölskyldumeðlimir þeirra eru myrtir og engin almennileg svör berast frá íslenskum stjórnvöldum um hvenær von sé á fjölskyldumeðlimum þeirra, sem mögulega eru enn á lífi, til landsins. Af orðum þínum og fleiri ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er erfitt að skilja hver staða Palestínufólksins á Gaza sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi er og hvenær von sé á þeim til Íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Palestínufólks og stuðningsfólks þeirra til þess að fá skýrari mynd á málið er lítið um svör frá stjórnvöldum og þegar þau berast eru þau óskýr. Skortur á svörum, óskýrleiki í samskiptum við Palestínufólk og aðgerðaleysi er óásættanlegt þegar við erum að horfa upp á þjóðarmorð í Palestínu. Óvissan sem íslensk stjórnvöld hafa skapað fyrir Palestínufólk á Íslandi er til skammar. Hluti af því Palestínufólki sem bíður ástvina sinna hefur tekið upp á því örþrifaráði að setja upp tjaldbúðir fyrir framan Alþingi í þeim tilgangi að ná eyrum ykkar. Þar hafa þau nú dvalið í 10 sólarhringa í nístingskulda í þeim tilgangi að mótmæla aðgerðaleysi ykkar og hvetja ykkur til þess að eiga samtal við þau. Þögn ykkar er ærandi! Þögn ykkar er óásættanleg. Við ítrekum hér með beiðni okkar um fund með þér, Guðmundur Ingi, félags- og vinnumálaráðherra sem allra fyrst, í þeim tilgangi að fá skýrari svör um hvers vegna Palestínufólk sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé enn á Gaza þrátt fyrir að fjöldi ríkja sé að sækja fólk þangað á hverjum degi, hvað þið eruð að gera til þess að sækja fólki og hvenær við megum eiga von á þeim til landsins. Með von um skjót og góð viðbrögð, Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland – Palestína. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris. fyrir hönd, Palestínufólks á ÍslandiFélagsins Ísland – PalestínaSolaris – hjálparsamtaka fyrirhælisleitendur og flóttafólk á ÍslandiNo Borders
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun