5 dagar í EM: Fimmta besta Evrópumót strákanna okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2024 12:00 Ólafur Stefánsson huggar sársvekktan Guðjón Val Sigurðsson eftir lokaleikinn á móti Noregi. EPA/REGINA KUEHNE Viggó Sigurðsson var ekki langt frá því að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit á sínu síðasta stórmóti á Evrópumótinu fyrir átján árum. Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir fimm daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Fimmta sætið yfir bestu Evrópumót strákanna okkar kemur í hlut Evrópumótsins í Sviss árið 2006 sem var annað stórmót liðsins undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Íslenska liðið vann reyndar bara tvo leiki á mótinu en var engu að síður nálægt því að komast í undanúrslitin. Íslensku strákarnir tóku með sér þrjú stig upp úr riðlinum þar sem tap í lokaleiknum á móti Ungverjum skipti engu máli. Ólafur Stefánsson meiddist eftir gróft brot í sigrinum á Serbum í fyrsta leik og besti leikmaður liðsins missti af næstu leikjum Íslands. Íslenska liðið vann síðan 34-32 sigur á Rússum í fyrsta leik milliriðilsins og var í frábærum málum. Rússaleikurinn er reyndar þekktastur fyrir það að Alexander Petersson kjálkabrotnaði snemma í leiknum eftir að hafa fengið þungt högg. Alexander harkaði af sér og kláraði leikinn en eftir hann var ljóst að þátttöku hans á mótinu var lokið. Íslenska liðið saknaði auðvitað Alexanders mikið í síðustu tveimur leikjum sem töpuðust báðir. Sá fyrri á móti Króatíu tapaðist með einu marki þar sem íslensku strákarnir hentu boltanum frá sér þegar þeir áttu möguleika á því að jafna metin á lokasekúndunum. Lokaleikurinn á móti Noregi er einnig sögulegur. Íslenska liðið var yfir í hálfleik en réð ekkert við Kjetil Strand sem setti met með því að skora nítján mörk í leiknum og fara fyrir sigri norska liðsins. Norðmenn voru neðstir í riðlinum og það breyttist ekki við þessi úrslit. Íslenska liðið endaði í fjórða sæti í sínum milliriðli og í sjöunda sætinu á mótinu. Viggó Sigurðsson hafði gefið mörgum framtíðarmönnum liðsins tækifæri í tveimur mótum en náði sjálfur aldrei að uppskera almennilega fyrir það. Hann sagði starfi sínu lausu um sumarið eftir að hafa orðið sér til skammar í flugvél á leiðinni heim úr móti með 21 árs landsliðinu. Viggó baðst afsökunar en var ósáttur með að fá ekki meiri stuðning frá HSÍ. Hann hætti því strax með liðið og Alfreð Gíslason tók við liðinu. Snorri Steinn Guðjónsson stimplaði sig aftur inn í íslenska landsliðið á EM 2006 og var lykilmaður næsta áratuginn.EPA/URS FLUEELER EM í Sviss 2006 Lokastaða: 7. sæti Sigurleikir: 2 í 6 leikjum. Þjálfari: Viggó Sigurðsson (2. stórmót) Fyrirliði: Ólafur Stefánsson. Besti leikur: Sigur á Rússlandi (34-32) Versti leikur: Tap fyrir Noregi (33-36) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Snorri Steinn Guðjónsson 42/17 Guðjón Valur Sigurðsson 38/3 Ólafur Stefánsson 33/4 Róbert Gunnarsson 20 Arnór Atlason 15 Alexander Petersson 13 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Ólafur Stefánsson missti af tveimur leikjum íslenska liðsins í riðlinum en spilaði sig engu að síður inn í úrvalslið Evrópumótsins. Hann var með 33 mörk og 17 stoðsendingar í fjórum leikjum samkvæmt opinberri tölfræði mótsins og kom því að 50 mörk í aðeins fjórum leikjum. Óvænta stjarnan: Snorri Steinn Guðjónsson var skilinn eftir heima á HM í Túnis ári fyrr en simplaði sig frábærlega inn í íslenska liðið á þessu móti. Snorri var markhæsti leikmaður íslenska liðsins með 42 mörk en hann nýtti meðal annars 85 prósent víta sinna, 17 af 20. Snorri varð fimmt markahæsti leikmaður EM. Fyrsta mótið hjá: Heimir Örn Árnason, Sigurður Eggertsson, Þórir Ólafsson og Vilhjálmur Halldórsson. Síðasta mótið hjá: Heimir Örn Árnason, Sigurður Eggertsson og Vilhjálmur Halldórsson. Ólafur Stefánsson í leiknum á móti Serbíu þar sem hann fékk mjög harðar móttökur sem kostuðu hann tvo næstu leiki.EPA/SIGI TISCHLER Viðtalið: „Vonbrigðin eru rosaleg“ „Vonbrigðin eru alveg rosaleg og ég hef í raun litlu við það að bæta,“ sagði hundsvekktur og sárþjáður fyrirliði Íslands, Ólafur Stefánsson, eftir leikinn í viðtali við Fréttablaðið. „Markvarslan var ekki til staðar í seinni hálfleik og kannski vantaði líka upp á vörnina. Sóknin var svo ekkert sérstök enda vorum við passífir og ekki nógu grimmir. Þetta er grátlegur endir á góðu móti en vonandi höldum við haus og byggjum ofan á þessa reynslu,“ sagði Ólafur EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir 7 dagar í EM: Sjöunda besta Evrópumót strákanna okkar Draumabyrjun á Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan en enn á ný fór allt á versta veg í leik á móti Ungverjum. 5. janúar 2024 12:01 8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01 9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00 10 dagar í EM: Ellefta besta Evrópumót strákanna okkar 2. janúar 2024 12:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir fimm daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Fimmta sætið yfir bestu Evrópumót strákanna okkar kemur í hlut Evrópumótsins í Sviss árið 2006 sem var annað stórmót liðsins undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Íslenska liðið vann reyndar bara tvo leiki á mótinu en var engu að síður nálægt því að komast í undanúrslitin. Íslensku strákarnir tóku með sér þrjú stig upp úr riðlinum þar sem tap í lokaleiknum á móti Ungverjum skipti engu máli. Ólafur Stefánsson meiddist eftir gróft brot í sigrinum á Serbum í fyrsta leik og besti leikmaður liðsins missti af næstu leikjum Íslands. Íslenska liðið vann síðan 34-32 sigur á Rússum í fyrsta leik milliriðilsins og var í frábærum málum. Rússaleikurinn er reyndar þekktastur fyrir það að Alexander Petersson kjálkabrotnaði snemma í leiknum eftir að hafa fengið þungt högg. Alexander harkaði af sér og kláraði leikinn en eftir hann var ljóst að þátttöku hans á mótinu var lokið. Íslenska liðið saknaði auðvitað Alexanders mikið í síðustu tveimur leikjum sem töpuðust báðir. Sá fyrri á móti Króatíu tapaðist með einu marki þar sem íslensku strákarnir hentu boltanum frá sér þegar þeir áttu möguleika á því að jafna metin á lokasekúndunum. Lokaleikurinn á móti Noregi er einnig sögulegur. Íslenska liðið var yfir í hálfleik en réð ekkert við Kjetil Strand sem setti met með því að skora nítján mörk í leiknum og fara fyrir sigri norska liðsins. Norðmenn voru neðstir í riðlinum og það breyttist ekki við þessi úrslit. Íslenska liðið endaði í fjórða sæti í sínum milliriðli og í sjöunda sætinu á mótinu. Viggó Sigurðsson hafði gefið mörgum framtíðarmönnum liðsins tækifæri í tveimur mótum en náði sjálfur aldrei að uppskera almennilega fyrir það. Hann sagði starfi sínu lausu um sumarið eftir að hafa orðið sér til skammar í flugvél á leiðinni heim úr móti með 21 árs landsliðinu. Viggó baðst afsökunar en var ósáttur með að fá ekki meiri stuðning frá HSÍ. Hann hætti því strax með liðið og Alfreð Gíslason tók við liðinu. Snorri Steinn Guðjónsson stimplaði sig aftur inn í íslenska landsliðið á EM 2006 og var lykilmaður næsta áratuginn.EPA/URS FLUEELER EM í Sviss 2006 Lokastaða: 7. sæti Sigurleikir: 2 í 6 leikjum. Þjálfari: Viggó Sigurðsson (2. stórmót) Fyrirliði: Ólafur Stefánsson. Besti leikur: Sigur á Rússlandi (34-32) Versti leikur: Tap fyrir Noregi (33-36) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Snorri Steinn Guðjónsson 42/17 Guðjón Valur Sigurðsson 38/3 Ólafur Stefánsson 33/4 Róbert Gunnarsson 20 Arnór Atlason 15 Alexander Petersson 13 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Ólafur Stefánsson missti af tveimur leikjum íslenska liðsins í riðlinum en spilaði sig engu að síður inn í úrvalslið Evrópumótsins. Hann var með 33 mörk og 17 stoðsendingar í fjórum leikjum samkvæmt opinberri tölfræði mótsins og kom því að 50 mörk í aðeins fjórum leikjum. Óvænta stjarnan: Snorri Steinn Guðjónsson var skilinn eftir heima á HM í Túnis ári fyrr en simplaði sig frábærlega inn í íslenska liðið á þessu móti. Snorri var markhæsti leikmaður íslenska liðsins með 42 mörk en hann nýtti meðal annars 85 prósent víta sinna, 17 af 20. Snorri varð fimmt markahæsti leikmaður EM. Fyrsta mótið hjá: Heimir Örn Árnason, Sigurður Eggertsson, Þórir Ólafsson og Vilhjálmur Halldórsson. Síðasta mótið hjá: Heimir Örn Árnason, Sigurður Eggertsson og Vilhjálmur Halldórsson. Ólafur Stefánsson í leiknum á móti Serbíu þar sem hann fékk mjög harðar móttökur sem kostuðu hann tvo næstu leiki.EPA/SIGI TISCHLER Viðtalið: „Vonbrigðin eru rosaleg“ „Vonbrigðin eru alveg rosaleg og ég hef í raun litlu við það að bæta,“ sagði hundsvekktur og sárþjáður fyrirliði Íslands, Ólafur Stefánsson, eftir leikinn í viðtali við Fréttablaðið. „Markvarslan var ekki til staðar í seinni hálfleik og kannski vantaði líka upp á vörnina. Sóknin var svo ekkert sérstök enda vorum við passífir og ekki nógu grimmir. Þetta er grátlegur endir á góðu móti en vonandi höldum við haus og byggjum ofan á þessa reynslu,“ sagði Ólafur
EM í Sviss 2006 Lokastaða: 7. sæti Sigurleikir: 2 í 6 leikjum. Þjálfari: Viggó Sigurðsson (2. stórmót) Fyrirliði: Ólafur Stefánsson. Besti leikur: Sigur á Rússlandi (34-32) Versti leikur: Tap fyrir Noregi (33-36) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Snorri Steinn Guðjónsson 42/17 Guðjón Valur Sigurðsson 38/3 Ólafur Stefánsson 33/4 Róbert Gunnarsson 20 Arnór Atlason 15 Alexander Petersson 13
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir 7 dagar í EM: Sjöunda besta Evrópumót strákanna okkar Draumabyrjun á Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan en enn á ný fór allt á versta veg í leik á móti Ungverjum. 5. janúar 2024 12:01 8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01 9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00 10 dagar í EM: Ellefta besta Evrópumót strákanna okkar 2. janúar 2024 12:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
7 dagar í EM: Sjöunda besta Evrópumót strákanna okkar Draumabyrjun á Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan en enn á ný fór allt á versta veg í leik á móti Ungverjum. 5. janúar 2024 12:01
8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01
9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00