„Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðnir dauðagildra?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2024 15:01 Róbert segir enga stjórn hægt að hafa á bílum þegar ekið er niður brekkuna í hálku eins og þeirra sem sést á myndinni. Vísir Sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði í Borgarbyggð segir hvorki sveitarfélagið né Vegagerðina vilja taka ábyrgð á hálkuvörnum á veginum sem leiðir að sumarhúsabyggðinni. Í henni eru meira en 150 sumarbústaðir og segir hann flughálku hafa verið á veginum í fleiri daga. Litlu megi muna að þar verði mannskæð bílslys nánast daglega. „Vegagerðin og Borgarbyggð gera samkomulag um að Borgarbyggð sjái um snjómokstur og Vegagerðin heldur veginum við. Ég missti bílinn minn niður þessa brekku, á nýjum vetrardekkjum þvert á veginn og ég var næstum því búinn að missa bílinn þarna niður,“ segir Róbert Ágústsson, sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði, og vísar þar til árfarvegs sem rennur undir veginn og Róbert segir nánast gil. Brekkan sem Róbert vísar til er á miðjum Stangarholtsvegi við Tannalækjarhóla.Vísir/Hjalti „Þetta er slysagildra. Þegar við hjónin fórum þarna töldum við átta bíla sem höfðu farið út af. Ég er búinn að standa í því í þrettán ár að reyna að fá einhver svör um hver beri ábyrgð á þessu og það vísa allir bara hver á annan,“ segir Róbert. Erfiðar aðstæður Þegar fréttastofa leitaði svara hjá Borgarbyggð um söltun á veginum fengust þau svör að verkefnið væri á lista hjá Vegagerðinni en að vegurinn sé ekki í forgangi. Forgang fái þeir vegir þar sem er skólaakstur. Þegar fréttastofa hringdi í Vegagerðina var verið að salta veginn og ryðja hann. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk þarf að berast beiðni til Borgarbyggðar sem svo óskar eftir við Vegagerðina, eða við verktaka sína, að vegir verði saltaðir og ruddir. Þannig er það á borði sveitarfélagsins en ekki Vegagerðarinnar að fara fram á eða ákveða að sveitavegirnir verði ruddir eða saltaðir. Hver ber ábyrgð? Róbert segir málið orðið mjög flókið og spurninguna ekki síst um hver beri ábyrgð á veginum, og þá sérstaklega þessari brekku, þegar hann er orðinn svo hættulegur að þar geti orðið banaslys. Mannskaðahálka myndast oft í brekkunni til norðurs niður af Tannalækjarhólum.Róbert Ágústsson „Er það Borgarbyggð sem á að loka veginum, er það Vegagerðin, er það lögreglan? Enginn gerir neitt,“ segir Róbert. „Ef þetta væri einn bóndabær og tveir sumarbústaðir þá væri ég kannski ekki að gera svona mikið mál en þetta er ein stærsta sumarhúsabyggð í Borgarbyggð. Það er svo mikil umferð þarna. Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðin dauðagildra?“ Hann veltir því fyrir sér hvernig slökkviliðs- eða sjúkrabíll ætlaði að komast niður þessa brekku ef upp kæmi neyðaratvik í byggðinni. „Ef það kviknar í bústað eða einhver fær hjartaáfall, hvernig ætlar slökkvibíll fullur af vatni að komast niður þessa brekku eða sjúkrabíll í flughálku?“ Borgarbyggð Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
„Vegagerðin og Borgarbyggð gera samkomulag um að Borgarbyggð sjái um snjómokstur og Vegagerðin heldur veginum við. Ég missti bílinn minn niður þessa brekku, á nýjum vetrardekkjum þvert á veginn og ég var næstum því búinn að missa bílinn þarna niður,“ segir Róbert Ágústsson, sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði, og vísar þar til árfarvegs sem rennur undir veginn og Róbert segir nánast gil. Brekkan sem Róbert vísar til er á miðjum Stangarholtsvegi við Tannalækjarhóla.Vísir/Hjalti „Þetta er slysagildra. Þegar við hjónin fórum þarna töldum við átta bíla sem höfðu farið út af. Ég er búinn að standa í því í þrettán ár að reyna að fá einhver svör um hver beri ábyrgð á þessu og það vísa allir bara hver á annan,“ segir Róbert. Erfiðar aðstæður Þegar fréttastofa leitaði svara hjá Borgarbyggð um söltun á veginum fengust þau svör að verkefnið væri á lista hjá Vegagerðinni en að vegurinn sé ekki í forgangi. Forgang fái þeir vegir þar sem er skólaakstur. Þegar fréttastofa hringdi í Vegagerðina var verið að salta veginn og ryðja hann. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk þarf að berast beiðni til Borgarbyggðar sem svo óskar eftir við Vegagerðina, eða við verktaka sína, að vegir verði saltaðir og ruddir. Þannig er það á borði sveitarfélagsins en ekki Vegagerðarinnar að fara fram á eða ákveða að sveitavegirnir verði ruddir eða saltaðir. Hver ber ábyrgð? Róbert segir málið orðið mjög flókið og spurninguna ekki síst um hver beri ábyrgð á veginum, og þá sérstaklega þessari brekku, þegar hann er orðinn svo hættulegur að þar geti orðið banaslys. Mannskaðahálka myndast oft í brekkunni til norðurs niður af Tannalækjarhólum.Róbert Ágústsson „Er það Borgarbyggð sem á að loka veginum, er það Vegagerðin, er það lögreglan? Enginn gerir neitt,“ segir Róbert. „Ef þetta væri einn bóndabær og tveir sumarbústaðir þá væri ég kannski ekki að gera svona mikið mál en þetta er ein stærsta sumarhúsabyggð í Borgarbyggð. Það er svo mikil umferð þarna. Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðin dauðagildra?“ Hann veltir því fyrir sér hvernig slökkviliðs- eða sjúkrabíll ætlaði að komast niður þessa brekku ef upp kæmi neyðaratvik í byggðinni. „Ef það kviknar í bústað eða einhver fær hjartaáfall, hvernig ætlar slökkvibíll fullur af vatni að komast niður þessa brekku eða sjúkrabíll í flughálku?“
Borgarbyggð Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira