Vanlíðan verður vinur þegar maður fæst við baknag Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 5. janúar 2024 08:31 Leikskólalífið er fremur einfalt. Þegar börn gráta, þá er ekki málið að leyfa þeim bara að sitja áfram grátandi út í eitt. Maður sýnir þeim að einhver sé til staðar fyrir þau, knúsar þau ef þau vilja það og dregur djúpt að sér andann til að hvetja þau til að gera hið sama. Þegar gráturinn er þagnaður og ekkinn tekur við, þá er kominn tími til að dreifa huganum að skemmtilegu hlutunum í kringum þau, hvort sem það eru laufblöð sem má blása, bolti sem má elta eða dekk sem má rúlla. Sum börn þurfa aðeins lengri tíma til að leiða mann, en áður en varir þá hefur barnið öðlast sjálfsöryggi til að sleppa tökunum, ákaft í að takast á við fjörug og spennandi viðfangsefni. Mér datt þessi samlíking í hug þegar ég las um daginn pistil á mbl sem fjallaði um vanlíðan. Tinna Rut Torfadóttir, sálfræðingur skrifar þar afar fagmannlega og vel, eins og sjá má hér. Greinin fékk mig til að hugsa um hvað vanlíðan er vandmeðfarin og vanmetin. Við eigum til með að flokka hana sem vonda og neikvæða, eitthvað sem við viljum helst ekki horfa á eða tala um. Stundum setjum við hana líka upp sem klikkbeitu. Fyrir sögu sem segir, hey, mér leið voða illa, en nú líður mér vel. En samt ekki misskilja. Ég er ekki að gagnrýna. Slíkar sögur gefa manni mikið við að heyra, því allir eiga það skilið að láta sér líða vel. Þegar fólk er hugrakkt og tekst á við sína djöfla, þá má það alveg fá smá klapp á bakið. Í leiðinni er það mikilvæg hughreysting fyrir aðra sem eru að ganga í gegnum hið sama. Ég er meira en sátt við það. Ennn… og aftur en, hvað með för okkar til að skilja og viðleitni til að takast á við vanlíðan? Af hverju tölum við svo lítið um það, hvað þarf að gera til að komast á þann stað að láta sér líða vel? Jújú, af og til fáum við í hausinn 10 atriða tékklista, sem segir afar lítið, eða býður upp á misvitur skilaboð um að allt geti orðið í lukkunnar standi, bara ef við fylgjum honum eftir. En vanlíðan okkar allra er svo margskonar, stundum á tíðum flókin og þeir hlutir sem hafa mótað okkur leiða til þess að upplifun okkar allra er mismunandi. Verst er þó að við getum haft voða takmarkaða sýn á það, hvað það er sem veldur okkur vanlíðan. Vanlíðan getur verið andleg, hún getur verið líkamleg og hún getur verið líkamleg, þó við höldum að hún sé andleg, já eða öfugt… Við erum fljót að hafa skilning á því að þegar vanlíðanin er af líkamlegum toga, þá sé hún okkur til aðstoðar. Það er svo augljóst að sjá að vanlíðanin eða sársaukinn, hjálpar lækninum að finna út til hvaða ráðstafana skal grípa. Ef þetta er eitthvað sem við skiljum, er þá auðveldara fyrir okkur að sjá hversu einstakur vinur, vanlíðanin getur verið? Eða er þægilegra að hnipra sig saman af ótta? Erum við kannski smá hrædd við að setjast niður í þær stellingar að vera bara eitt með okkar vanlíðan. Að leyfa okkur að finna tilfinningar sem eru ekki bara jibbíííí, jææ, jeiii, gobbidí, gobb, hott, hott á hesti, sko. Hljómar það asnalega að gefa okkur tíma til að skilja, hvað veldur því að hlutir séu ekki eins og við viljum hafa þá? Hljómar það skrítið að sjá vanlíðan sem tækifæri til að skilja af hverju við erum eins og við erum? Þorum við ekki að leyfa okkur að spurja: Já mér líður illa, en hvernig ætla ég mér að takast á við það? Svo geta líka verið þau tilvik þar sem við skiljum hvaðan vanlíðanin kemur, en við teljum okkur í trú um að ekkert sé hægt að gera. Að við þurfum bara að vera sterk og umbera. Eða kannski sækjum við í hana kunnuglegt öryggi? En tækin og tólin eru þarna úti. Kannski að okkur skorti bara hugrekki til að grípa til þeirra, því okkur skortir traustið á að þau virki fyrir okkur. Hvernig getum við byrjað að leyfa vanlíðan að leiða okkur til betra lífs? Með því að taka bara eitt skref í einu. Það hljómar rökrétt er það ekki? Að byrja á einhverju sem er viðráðanlegt til að efla sjálfstraustið. Ef við stöldrum við og hugsum þá vitum við öll hvaða skref það getur verið. Kannski er það eitthvað einfalt eins og að taka til og þrífa. Að setja sér litlar áskoranir og standast þær. Sýna sér sjálfsmildi ef eitthvað bregst, en halda áfram í þá staðfestu að bæta lífið þar sem hægt er. Börn eru einföld. Þau þurfa bara smá ást, umhyggju, öryggi, smá fjör og gleði. Og við erum ekki svo mikið flóknari. Svo ef þú getur fengið smá knús frá góðum aðila sem þú treystir, þá er ekki slæmt að byrja líka þar. Ef ekki, gefðu þá sjálfum þér smá ást og klapp á bakið fyrir að stíga fyrsta skrefið. Við gætum þó þurft aðstoð við að skilja erfiðu hlutina. Mér hefur þótt gott að geta skoðað efni á youtube og tiktok. Þar er mikið efni sem er bæði gott og vont. Best er að treysta að sálin leiði mann áfram þegar það kemur að fegurðaraðgerð að innan. Á einu slíku vafri fann ég þessa vísdómsperlu, sem situr mér fast í huga. Hugsun í kollinum sem er stöðug, dag eftir dag, er hugsun sem þú átt að huga að, því slík hugsun kemur frá sálinni. Hugsun sem á það til að breytast frá degi til dags, er aðeins löngun frá egóinu. Þó það sé gott að geta fundið einhvern sem býður upp á knúsið þá er það oft ekki nóg. Það getur verið ráðlegt að fá utanaðkomandi aðstoð. Einhvern sem tekur það ekki til sín, ef þú verður pirraður og reiður þegar verið er að benda þér á hráan og kaldan sannleikann. Það að leitast eftir fegurðinni og takast á við sjálfan sig getur verið bæði erfitt og sárt. En verðlaunin í lokin eru þarna úti. Okkur getur öllum liðið betur. Hverju höfum við að tapa að sækjast eftir hamingjunni og minna okkur reglulega á að þetta er lífslangt maraþon. Samfélagsleg vanlíðan Mig langar til að deila með ykkur hvernig ég er að takast á við vanlíðan sem ég kalla samfélagslega vanlíðan. Mig langar til að taka fyrir slæma upplifun okkar af samskiptum innan allra þeirra stóru og smáu samfélaga sem við tilheyrum. Það hefur verið mín áskorun að kryfja hvað felst í ljótu umtali. Við gerum okkur flest grein fyrir því að ljótt umtal kallast því nafni, þar sem það getur sært viðkomandi umfangsefni að hlýða á orðin. Já og sem og þá sem standa umfangsefninu nærri. Kannski að sumir geri sér grein fyrir því ofbeldi sem menn beita sjálfan sig með því að stuðla að slíku tali. Að tala illa um aðra er eins konar skyndilausn í því að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra. Að benda á aðra til að reyna sannfæra sjálfan sig um að maður sé maður á meðal manna, betri en aðrir. Við manni blasir brotin sjálfsímynd sem finnur ekki nægilegt virði í sjálfum sér. Manneskja sem velur þann kosti að reyna að byggja sjálfmynd sína upp í stundarkorn, en gerir sér ekki grein fyrir því að um leið er hún að segja við sjálfan sig, þú ert lítils virði. ÞÚ EINS OG ÞÚ ERT. Manneskja sem skilur ekki þá sjálfsást að leyfa sér að vera ánægður með það sem maður stendur fyrir, fyrir það sem maður er. Kannski sjá sumir sinn sóma í því að blanda ekki öðrum inn í hugsunarganginn. En blóta í hljóði eða upphátt í bílnum þegar einhver svínar fyrir framan þau. En niðurstaðan verður alltaf sú sama. Þegar maður grípur til þess ráðs að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra, sama í hvaða birtingarmynd það er, þá er maður í leiðinni að brjóta niður hina mikilvægu sjálfsímynd. Og gleymir í leiðinni að sýna sjálfum sér virðingu, umhyggju og hina verðmætu sjálfsást. Þriðja hliðin í illu umtali er hlustandinn. Ég velti því fyrir mér hvort að margir hafi leitt hugann að því andlega ofbeldi sem hlustandinn verður fyrir, þegar önnur manneskja ákveður að koma með óróann yfir sinni brotnu sjálfsímynd, inn í rými hlustandans. Hlustandinn stendur þá frammi fyrir þeim valkostum að segja hastarlega bless, með tilheyrandi líkum á versnandi samskiptum þeirra á milli í kjölfarið. Hann getur afsakað sig með vingjarnlegum hætti og labbað út úr aðstæðum, með tilheyrandi vanlíðan um að hann sé ekki að standa með sjálfum sér, þegar hann ákveður að hunsa að setja upp skýr mörk í samskiptum. Eða hann getur tekið þátt í leiknum. Gefið sína orku og umhyggju í að sefa óróann í ofbeldismanninum. Þetta skyndipepp á sjálfstrausti ofbeldismannsins, já og manns eigin ef maður hefur samskonar þörf í að upphefja sjálfan sig, getur svo kostað mann það samband sem maður hefur þegar myndað við umfjöllunarefnið. Einhvern veginn verður það erfiðara að taka því sem hann hefur að gefa með opnum örmum. Það verður erfiðara að horfast í augu við viðkomandi. Traustið hefur verið brotið í þeim samskiptum. Á undanförnum árum höfum við sem samfélag verið að fást við alvarleika líkamlegs ofbeldis. Við erum rétt byrjuð að velta því fyrir okkur hversu alvarlegt andlegt ofbeldi getur verið. En ég held að alltof fáir leiði hugann að samfélagslegu ofbeldi. Við eigum það til að samþykkja að viss hegðun viðgangist. Því það getur verið svo erfitt að hugsa um hana og takast á við ofbeldið. Bæði innan lítilla samfélaga, meðal fjölskyldu, kunningja og vina, innan vinnustaða og almennt í þjóðfélaginu. Illt umtal bitnar ekki aðeins á umfjöllunarefninu, ofbeldismanninum sjálfum og hlustandanum. Illt umtal er samfélagslegt ofbeldi, þar sem saklausar sálir geta liðið fyrir andrúmsloft, sem það átti engan þátt í að skapa. Það eyðileggur út frá sér með svo margvíslegum hætti. Margir taka eftir því og humma það framhjá sér, en þetta á, því miður, til með að skapa aðstæður sem erfitt getur verið að bæta. Aðstæður sem ættu ekki að vera líðandi. Skrif á þessari grein hefur vafist fyrir mér í langan tíma. Aðallega vegna óöryggis hjá sjálfri mér vegna fyrri reynslu af umfjöllunarefninu. Þegar ég hef bryddað upp á tali á þessu efni við aðra og sett upp mörk, þá hefur það margsinnis komið upp að mörkin séu ekki virt. Fólk á mjög erfitt með að skilja ofbeldið og heldur jafnvel yfir manni ræður að maður sé með margþætta geðflækju og standi í þeirri villutrú, að maður sé góður eins og Jesú. Ég hef átt erfitt með að meðtaka þær athugasemdir því þær hafa haft áhrif á þessa blessuðu minnimáttarkennd í sjálfri mér. Það hefur verið frekar langt þroskaferli að leyfa mér að standa í þeirri trú, að stundum er það sem ég hugsa, hið eina rétta fyrir mig sjálfa. En ég skynja einnig óróann hjá þeim sem fara í árásarham. Órói sem stafar kannski af því að það vill ekki takast á við sína eigin hegðun og samþykkja að hún sé óviðeigandi og mannskemmandi á allan máta. Hegðun sem þeim þykir jafnvel óþægilegt að horfa upp á aðra takast á við. Það skiptir mig máli að standa með sjálfri mér og leyfa annarra manna óróa ekki hafa áhrif á mína vellíðan. Þetta er ekki að snúast um hvort einhver sé eitthvað betri en annar. Þetta snýst um það að búa til aðstæður þar sem okkur líður vel. Þessi blessaða andlega vakning sem hefur sparkað fast upp í rassinn á mér síðastliðin tvö ár, hefur bent mér á að við erum fædd í þennan heim til að aðstoða hvort annað við að skilja. Það er svo auðvelt nú að finna óhlífna stækkunarspegla á öllum hliðum og út í öllum hornum. Það gleymist stundum að fjalla um það að andleg vakning snýst voða lítið um drauga og bleik lótusblóm. Nei, nei, hún er þarna kominn til að troða upp í andlitið á manni ófullkomleikann í öllu sínu magnaða veldi. Hún þvingar á mann ákvarðanir um breytingar, sem stundum er ekkert svo auðvelt að framkvæma, en færir manni líka þá staðfestu að huga vel að sinni eigin hamingju. Fyrir mitt leiti þá sé ég nú að takmarkið á alltaf að vera að færa sinn óróleika ekki yfir á aðra og leyfa öðrum ekki að trufla sína eigin ró. Að leyfa sér að líða vel, í hinu hugleikna, skáldlega, fullkomna andartaki jafnvægis. En því miður, það verður að segjast, þá er það jafnvægi vandmeðfarið. Lífið er að kenna mér að takast á við minnimáttarkenndina, því ég virðist sífellt vera upplifa vanlíðan vegna hinna margra birtingamynda baknags. Erfiðast hefur mér þó þótt að skilja að stundum er fólk bara að lenda í aðstæðum og hegðan, sem það skilur ekki. Og með umtali er það að reyna að skilja þann óróa sem er í gangi hjá þeim sjálfum, sem alloft má rekja til hegðunar annarra. Við þær aðstæður langar mig til að ganga upp í hlutverki leikskólakennarans, að sýna stuðning, umhyggju og skilning. En það er afar þunn lína að reyna að skilja aðstæður, veita stuðning við að finna leiðir til að bæta þær, og falla í þá gryfju að detta inn í illt umtal. Það getur verið mjög erfitt að feta þá línu. Þarna hefur vinur minn, vanlíðanin komið til bjargar og hjálpað mér að skilja hvenær ég geng yfir línuna. Hún virðist poppa upp um leið og ég hef gengið yfir strikið. Og kennir mér um leið, þær litlu lexíur að dansa fagurlega við línuna. Áramótaskaupið Að lokum langar mig til að þakka innilega fyrir eitt besta áramótaskaup sem ég man eftir. Það er vandmeðfarið að setja saman atriði með beittri samfélagsgagnrýni, gera það á fyndinn máta, og umfram allt gera það án þess að gera lítið úr fólki, hægri vinstri. Ég man ekki eftir skaupi sem hefur gert það svona vel. Og við fólkið sem kallar eftir beittara skaupi í garð þjóðþekktra einstaklinga, æi, vitið þið hvað. Mér finnst það ljótt, að fara fram á að heil þjóð sé sett í stellingar að upplifa óróa vegna meinfýsni annarra. Þjóðin má alveg fá frí frá því, á þessu allra heilagasta kveldi þjóðarinnar. Mig langar til að setja þá ósk út í loftið að kærleikur og umhyggja fyrir náunganum, með mörkum og stoppum, verði okkur öllum ofarlega í huga á komandi ári. Kannski ef þú lesandi góður ert mér sammála, getur þú sett samskonar ósk út í loftið. Jibbíííí, jææ, jeiii og takk fyrir lesturinn. Höfundur greinar er leikskólakennari með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Leikskólalífið er fremur einfalt. Þegar börn gráta, þá er ekki málið að leyfa þeim bara að sitja áfram grátandi út í eitt. Maður sýnir þeim að einhver sé til staðar fyrir þau, knúsar þau ef þau vilja það og dregur djúpt að sér andann til að hvetja þau til að gera hið sama. Þegar gráturinn er þagnaður og ekkinn tekur við, þá er kominn tími til að dreifa huganum að skemmtilegu hlutunum í kringum þau, hvort sem það eru laufblöð sem má blása, bolti sem má elta eða dekk sem má rúlla. Sum börn þurfa aðeins lengri tíma til að leiða mann, en áður en varir þá hefur barnið öðlast sjálfsöryggi til að sleppa tökunum, ákaft í að takast á við fjörug og spennandi viðfangsefni. Mér datt þessi samlíking í hug þegar ég las um daginn pistil á mbl sem fjallaði um vanlíðan. Tinna Rut Torfadóttir, sálfræðingur skrifar þar afar fagmannlega og vel, eins og sjá má hér. Greinin fékk mig til að hugsa um hvað vanlíðan er vandmeðfarin og vanmetin. Við eigum til með að flokka hana sem vonda og neikvæða, eitthvað sem við viljum helst ekki horfa á eða tala um. Stundum setjum við hana líka upp sem klikkbeitu. Fyrir sögu sem segir, hey, mér leið voða illa, en nú líður mér vel. En samt ekki misskilja. Ég er ekki að gagnrýna. Slíkar sögur gefa manni mikið við að heyra, því allir eiga það skilið að láta sér líða vel. Þegar fólk er hugrakkt og tekst á við sína djöfla, þá má það alveg fá smá klapp á bakið. Í leiðinni er það mikilvæg hughreysting fyrir aðra sem eru að ganga í gegnum hið sama. Ég er meira en sátt við það. Ennn… og aftur en, hvað með för okkar til að skilja og viðleitni til að takast á við vanlíðan? Af hverju tölum við svo lítið um það, hvað þarf að gera til að komast á þann stað að láta sér líða vel? Jújú, af og til fáum við í hausinn 10 atriða tékklista, sem segir afar lítið, eða býður upp á misvitur skilaboð um að allt geti orðið í lukkunnar standi, bara ef við fylgjum honum eftir. En vanlíðan okkar allra er svo margskonar, stundum á tíðum flókin og þeir hlutir sem hafa mótað okkur leiða til þess að upplifun okkar allra er mismunandi. Verst er þó að við getum haft voða takmarkaða sýn á það, hvað það er sem veldur okkur vanlíðan. Vanlíðan getur verið andleg, hún getur verið líkamleg og hún getur verið líkamleg, þó við höldum að hún sé andleg, já eða öfugt… Við erum fljót að hafa skilning á því að þegar vanlíðanin er af líkamlegum toga, þá sé hún okkur til aðstoðar. Það er svo augljóst að sjá að vanlíðanin eða sársaukinn, hjálpar lækninum að finna út til hvaða ráðstafana skal grípa. Ef þetta er eitthvað sem við skiljum, er þá auðveldara fyrir okkur að sjá hversu einstakur vinur, vanlíðanin getur verið? Eða er þægilegra að hnipra sig saman af ótta? Erum við kannski smá hrædd við að setjast niður í þær stellingar að vera bara eitt með okkar vanlíðan. Að leyfa okkur að finna tilfinningar sem eru ekki bara jibbíííí, jææ, jeiii, gobbidí, gobb, hott, hott á hesti, sko. Hljómar það asnalega að gefa okkur tíma til að skilja, hvað veldur því að hlutir séu ekki eins og við viljum hafa þá? Hljómar það skrítið að sjá vanlíðan sem tækifæri til að skilja af hverju við erum eins og við erum? Þorum við ekki að leyfa okkur að spurja: Já mér líður illa, en hvernig ætla ég mér að takast á við það? Svo geta líka verið þau tilvik þar sem við skiljum hvaðan vanlíðanin kemur, en við teljum okkur í trú um að ekkert sé hægt að gera. Að við þurfum bara að vera sterk og umbera. Eða kannski sækjum við í hana kunnuglegt öryggi? En tækin og tólin eru þarna úti. Kannski að okkur skorti bara hugrekki til að grípa til þeirra, því okkur skortir traustið á að þau virki fyrir okkur. Hvernig getum við byrjað að leyfa vanlíðan að leiða okkur til betra lífs? Með því að taka bara eitt skref í einu. Það hljómar rökrétt er það ekki? Að byrja á einhverju sem er viðráðanlegt til að efla sjálfstraustið. Ef við stöldrum við og hugsum þá vitum við öll hvaða skref það getur verið. Kannski er það eitthvað einfalt eins og að taka til og þrífa. Að setja sér litlar áskoranir og standast þær. Sýna sér sjálfsmildi ef eitthvað bregst, en halda áfram í þá staðfestu að bæta lífið þar sem hægt er. Börn eru einföld. Þau þurfa bara smá ást, umhyggju, öryggi, smá fjör og gleði. Og við erum ekki svo mikið flóknari. Svo ef þú getur fengið smá knús frá góðum aðila sem þú treystir, þá er ekki slæmt að byrja líka þar. Ef ekki, gefðu þá sjálfum þér smá ást og klapp á bakið fyrir að stíga fyrsta skrefið. Við gætum þó þurft aðstoð við að skilja erfiðu hlutina. Mér hefur þótt gott að geta skoðað efni á youtube og tiktok. Þar er mikið efni sem er bæði gott og vont. Best er að treysta að sálin leiði mann áfram þegar það kemur að fegurðaraðgerð að innan. Á einu slíku vafri fann ég þessa vísdómsperlu, sem situr mér fast í huga. Hugsun í kollinum sem er stöðug, dag eftir dag, er hugsun sem þú átt að huga að, því slík hugsun kemur frá sálinni. Hugsun sem á það til að breytast frá degi til dags, er aðeins löngun frá egóinu. Þó það sé gott að geta fundið einhvern sem býður upp á knúsið þá er það oft ekki nóg. Það getur verið ráðlegt að fá utanaðkomandi aðstoð. Einhvern sem tekur það ekki til sín, ef þú verður pirraður og reiður þegar verið er að benda þér á hráan og kaldan sannleikann. Það að leitast eftir fegurðinni og takast á við sjálfan sig getur verið bæði erfitt og sárt. En verðlaunin í lokin eru þarna úti. Okkur getur öllum liðið betur. Hverju höfum við að tapa að sækjast eftir hamingjunni og minna okkur reglulega á að þetta er lífslangt maraþon. Samfélagsleg vanlíðan Mig langar til að deila með ykkur hvernig ég er að takast á við vanlíðan sem ég kalla samfélagslega vanlíðan. Mig langar til að taka fyrir slæma upplifun okkar af samskiptum innan allra þeirra stóru og smáu samfélaga sem við tilheyrum. Það hefur verið mín áskorun að kryfja hvað felst í ljótu umtali. Við gerum okkur flest grein fyrir því að ljótt umtal kallast því nafni, þar sem það getur sært viðkomandi umfangsefni að hlýða á orðin. Já og sem og þá sem standa umfangsefninu nærri. Kannski að sumir geri sér grein fyrir því ofbeldi sem menn beita sjálfan sig með því að stuðla að slíku tali. Að tala illa um aðra er eins konar skyndilausn í því að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra. Að benda á aðra til að reyna sannfæra sjálfan sig um að maður sé maður á meðal manna, betri en aðrir. Við manni blasir brotin sjálfsímynd sem finnur ekki nægilegt virði í sjálfum sér. Manneskja sem velur þann kosti að reyna að byggja sjálfmynd sína upp í stundarkorn, en gerir sér ekki grein fyrir því að um leið er hún að segja við sjálfan sig, þú ert lítils virði. ÞÚ EINS OG ÞÚ ERT. Manneskja sem skilur ekki þá sjálfsást að leyfa sér að vera ánægður með það sem maður stendur fyrir, fyrir það sem maður er. Kannski sjá sumir sinn sóma í því að blanda ekki öðrum inn í hugsunarganginn. En blóta í hljóði eða upphátt í bílnum þegar einhver svínar fyrir framan þau. En niðurstaðan verður alltaf sú sama. Þegar maður grípur til þess ráðs að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra, sama í hvaða birtingarmynd það er, þá er maður í leiðinni að brjóta niður hina mikilvægu sjálfsímynd. Og gleymir í leiðinni að sýna sjálfum sér virðingu, umhyggju og hina verðmætu sjálfsást. Þriðja hliðin í illu umtali er hlustandinn. Ég velti því fyrir mér hvort að margir hafi leitt hugann að því andlega ofbeldi sem hlustandinn verður fyrir, þegar önnur manneskja ákveður að koma með óróann yfir sinni brotnu sjálfsímynd, inn í rými hlustandans. Hlustandinn stendur þá frammi fyrir þeim valkostum að segja hastarlega bless, með tilheyrandi líkum á versnandi samskiptum þeirra á milli í kjölfarið. Hann getur afsakað sig með vingjarnlegum hætti og labbað út úr aðstæðum, með tilheyrandi vanlíðan um að hann sé ekki að standa með sjálfum sér, þegar hann ákveður að hunsa að setja upp skýr mörk í samskiptum. Eða hann getur tekið þátt í leiknum. Gefið sína orku og umhyggju í að sefa óróann í ofbeldismanninum. Þetta skyndipepp á sjálfstrausti ofbeldismannsins, já og manns eigin ef maður hefur samskonar þörf í að upphefja sjálfan sig, getur svo kostað mann það samband sem maður hefur þegar myndað við umfjöllunarefnið. Einhvern veginn verður það erfiðara að taka því sem hann hefur að gefa með opnum örmum. Það verður erfiðara að horfast í augu við viðkomandi. Traustið hefur verið brotið í þeim samskiptum. Á undanförnum árum höfum við sem samfélag verið að fást við alvarleika líkamlegs ofbeldis. Við erum rétt byrjuð að velta því fyrir okkur hversu alvarlegt andlegt ofbeldi getur verið. En ég held að alltof fáir leiði hugann að samfélagslegu ofbeldi. Við eigum það til að samþykkja að viss hegðun viðgangist. Því það getur verið svo erfitt að hugsa um hana og takast á við ofbeldið. Bæði innan lítilla samfélaga, meðal fjölskyldu, kunningja og vina, innan vinnustaða og almennt í þjóðfélaginu. Illt umtal bitnar ekki aðeins á umfjöllunarefninu, ofbeldismanninum sjálfum og hlustandanum. Illt umtal er samfélagslegt ofbeldi, þar sem saklausar sálir geta liðið fyrir andrúmsloft, sem það átti engan þátt í að skapa. Það eyðileggur út frá sér með svo margvíslegum hætti. Margir taka eftir því og humma það framhjá sér, en þetta á, því miður, til með að skapa aðstæður sem erfitt getur verið að bæta. Aðstæður sem ættu ekki að vera líðandi. Skrif á þessari grein hefur vafist fyrir mér í langan tíma. Aðallega vegna óöryggis hjá sjálfri mér vegna fyrri reynslu af umfjöllunarefninu. Þegar ég hef bryddað upp á tali á þessu efni við aðra og sett upp mörk, þá hefur það margsinnis komið upp að mörkin séu ekki virt. Fólk á mjög erfitt með að skilja ofbeldið og heldur jafnvel yfir manni ræður að maður sé með margþætta geðflækju og standi í þeirri villutrú, að maður sé góður eins og Jesú. Ég hef átt erfitt með að meðtaka þær athugasemdir því þær hafa haft áhrif á þessa blessuðu minnimáttarkennd í sjálfri mér. Það hefur verið frekar langt þroskaferli að leyfa mér að standa í þeirri trú, að stundum er það sem ég hugsa, hið eina rétta fyrir mig sjálfa. En ég skynja einnig óróann hjá þeim sem fara í árásarham. Órói sem stafar kannski af því að það vill ekki takast á við sína eigin hegðun og samþykkja að hún sé óviðeigandi og mannskemmandi á allan máta. Hegðun sem þeim þykir jafnvel óþægilegt að horfa upp á aðra takast á við. Það skiptir mig máli að standa með sjálfri mér og leyfa annarra manna óróa ekki hafa áhrif á mína vellíðan. Þetta er ekki að snúast um hvort einhver sé eitthvað betri en annar. Þetta snýst um það að búa til aðstæður þar sem okkur líður vel. Þessi blessaða andlega vakning sem hefur sparkað fast upp í rassinn á mér síðastliðin tvö ár, hefur bent mér á að við erum fædd í þennan heim til að aðstoða hvort annað við að skilja. Það er svo auðvelt nú að finna óhlífna stækkunarspegla á öllum hliðum og út í öllum hornum. Það gleymist stundum að fjalla um það að andleg vakning snýst voða lítið um drauga og bleik lótusblóm. Nei, nei, hún er þarna kominn til að troða upp í andlitið á manni ófullkomleikann í öllu sínu magnaða veldi. Hún þvingar á mann ákvarðanir um breytingar, sem stundum er ekkert svo auðvelt að framkvæma, en færir manni líka þá staðfestu að huga vel að sinni eigin hamingju. Fyrir mitt leiti þá sé ég nú að takmarkið á alltaf að vera að færa sinn óróleika ekki yfir á aðra og leyfa öðrum ekki að trufla sína eigin ró. Að leyfa sér að líða vel, í hinu hugleikna, skáldlega, fullkomna andartaki jafnvægis. En því miður, það verður að segjast, þá er það jafnvægi vandmeðfarið. Lífið er að kenna mér að takast á við minnimáttarkenndina, því ég virðist sífellt vera upplifa vanlíðan vegna hinna margra birtingamynda baknags. Erfiðast hefur mér þó þótt að skilja að stundum er fólk bara að lenda í aðstæðum og hegðan, sem það skilur ekki. Og með umtali er það að reyna að skilja þann óróa sem er í gangi hjá þeim sjálfum, sem alloft má rekja til hegðunar annarra. Við þær aðstæður langar mig til að ganga upp í hlutverki leikskólakennarans, að sýna stuðning, umhyggju og skilning. En það er afar þunn lína að reyna að skilja aðstæður, veita stuðning við að finna leiðir til að bæta þær, og falla í þá gryfju að detta inn í illt umtal. Það getur verið mjög erfitt að feta þá línu. Þarna hefur vinur minn, vanlíðanin komið til bjargar og hjálpað mér að skilja hvenær ég geng yfir línuna. Hún virðist poppa upp um leið og ég hef gengið yfir strikið. Og kennir mér um leið, þær litlu lexíur að dansa fagurlega við línuna. Áramótaskaupið Að lokum langar mig til að þakka innilega fyrir eitt besta áramótaskaup sem ég man eftir. Það er vandmeðfarið að setja saman atriði með beittri samfélagsgagnrýni, gera það á fyndinn máta, og umfram allt gera það án þess að gera lítið úr fólki, hægri vinstri. Ég man ekki eftir skaupi sem hefur gert það svona vel. Og við fólkið sem kallar eftir beittara skaupi í garð þjóðþekktra einstaklinga, æi, vitið þið hvað. Mér finnst það ljótt, að fara fram á að heil þjóð sé sett í stellingar að upplifa óróa vegna meinfýsni annarra. Þjóðin má alveg fá frí frá því, á þessu allra heilagasta kveldi þjóðarinnar. Mig langar til að setja þá ósk út í loftið að kærleikur og umhyggja fyrir náunganum, með mörkum og stoppum, verði okkur öllum ofarlega í huga á komandi ári. Kannski ef þú lesandi góður ert mér sammála, getur þú sett samskonar ósk út í loftið. Jibbíííí, jææ, jeiii og takk fyrir lesturinn. Höfundur greinar er leikskólakennari með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar