Nú stendur tala látinna í níutíu og tveimur en talið er að 242 sé enn saknað. Skjálftinn mældist 7,6 stig og átti upptök sín í miðhluta eyjaklasans. Margir eru enn í rústum húsa, flestir í bæjunum Suzu og Wajima.
Tæplega fimm þúsund manns vinna nú að björgunarstörfum á svæðinu og enn eru mörg samfélög einangruð þar sem vegir eyðilögðust. Þá eru tugir þúsunda enn án vatns og rafmagns.
Fumio Kishida forsætisráðherra Japan sagði á fundi með viðbragðsaðilum í morgun að uppgjöf sé ekki í boði og hvatti björgunarfólk til að gera sitt ítrasta til að bjarga fleirum og koma fólki til aðstoðar á einangruðum svæðum.