Sambíóin „verði að girða sig í brók“ og fá nýja lyftu Lovísa Arnardóttir skrifar 4. janúar 2024 23:32 Sigrún María vonar að Sambíóin fái nýja lyftu í kvikmyndahúsið sem nú er það eina á Akureyri. Samsett Sigrún María Óskarsdóttir segir að Sambíóin á Akureyri verði að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga. „Það er svona lyfta víða. Hún er á stiganum og er samanbrjótanleg og svo er hægt að láta hana niður og þá fer maður upp á með stólinn og þá fer maður upp,“ segir Sigrún María í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún vakti athygli á biluninni í færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún skorar á Sambíóin að gera eitthvað í málinu. Hún segir þetta alls ekki fyrsta skiptið sem lyftan virkar ekki. „Ég veit um nokkra á Akureyri sem hafa hreinlega þurft að hætta við að fara í bíó út af lyftunni,“ segir Sigrún María en í færslu hennar kemur fram að starfsmaður kvikmyndahússins og bróðir hennar þurftu að lyfta henni saman upp stigann vegna bilunarinnar. Lyftan sem um ræðir er svona en stiginn er miklu lengri. Sigrún María telur að hann sé um 30 þrep. í honum er líka beygja. Vísir/Getty „Ég var búin að hringja á undan og spyrja um ástandið á lyftunni. Mér hafði verið sagt að hún væri biluð og að þau væru að bíða eftir varahlutum. En ég sagði þá bara að það yrði einhver að vera í bíóinu sem gæti aðstoðað mig upp því ég ætlaði ekki að hætta við að fara. Bróður minn býr í útlöndum og hann var á landinu og ég ætlaði með honum í bíó. Ég ætlaði ekki að láta þetta stoppa mig í því,“ segir Sigrún María. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði að bróðir hennar hafi svo þurft að aðstoða við að færa hana upp. Það hafi ekki verið tveir starfsmenn frá kvikmyndahúsinu sem gerðu það. Langvarandi ástand Spurð hvort þetta hafi verið svona lengi segir Sigrún María að hún hafi heyrt frá annarri konu sem er í hjólastól að sama ástand hafi verið á lyftunni fyrir fimm árum síðan. „Ég skil ekki hvaða droll þetta er í þeim. Mér finnst þetta ömurlegt. Ég hef mjög gaman af því að horfa á bíómyndir og myndi örugglega fara oftar í bíó ef aðstæður væru öðruvísi.“ Eins og stendur eru Sambíóin eina kvikmyndahúsið á Akureyri. Áður var líka Borgarbíó en því var lokað árið 2022. Sigrún segir að aðstæður hafi verið miklu betri þar fyrir fólk sem noti hjólastól og eigi erfitt með gang. Það sé því orðið mjög áríðandi að Sambíóin kaupi nýja lyftu svo allir komist í bíó. „Það þýðir ekkert alltaf að laga þessa. Hún virkar í tvær vikur en svo kemur eitthvað upp á.“ Hún hefur engin viðbrögð enn fengið frá bíóinu en vonar að það breytist fljótlega. Akureyri Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Það er svona lyfta víða. Hún er á stiganum og er samanbrjótanleg og svo er hægt að láta hana niður og þá fer maður upp á með stólinn og þá fer maður upp,“ segir Sigrún María í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún vakti athygli á biluninni í færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún skorar á Sambíóin að gera eitthvað í málinu. Hún segir þetta alls ekki fyrsta skiptið sem lyftan virkar ekki. „Ég veit um nokkra á Akureyri sem hafa hreinlega þurft að hætta við að fara í bíó út af lyftunni,“ segir Sigrún María en í færslu hennar kemur fram að starfsmaður kvikmyndahússins og bróðir hennar þurftu að lyfta henni saman upp stigann vegna bilunarinnar. Lyftan sem um ræðir er svona en stiginn er miklu lengri. Sigrún María telur að hann sé um 30 þrep. í honum er líka beygja. Vísir/Getty „Ég var búin að hringja á undan og spyrja um ástandið á lyftunni. Mér hafði verið sagt að hún væri biluð og að þau væru að bíða eftir varahlutum. En ég sagði þá bara að það yrði einhver að vera í bíóinu sem gæti aðstoðað mig upp því ég ætlaði ekki að hætta við að fara. Bróður minn býr í útlöndum og hann var á landinu og ég ætlaði með honum í bíó. Ég ætlaði ekki að láta þetta stoppa mig í því,“ segir Sigrún María. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði að bróðir hennar hafi svo þurft að aðstoða við að færa hana upp. Það hafi ekki verið tveir starfsmenn frá kvikmyndahúsinu sem gerðu það. Langvarandi ástand Spurð hvort þetta hafi verið svona lengi segir Sigrún María að hún hafi heyrt frá annarri konu sem er í hjólastól að sama ástand hafi verið á lyftunni fyrir fimm árum síðan. „Ég skil ekki hvaða droll þetta er í þeim. Mér finnst þetta ömurlegt. Ég hef mjög gaman af því að horfa á bíómyndir og myndi örugglega fara oftar í bíó ef aðstæður væru öðruvísi.“ Eins og stendur eru Sambíóin eina kvikmyndahúsið á Akureyri. Áður var líka Borgarbíó en því var lokað árið 2022. Sigrún segir að aðstæður hafi verið miklu betri þar fyrir fólk sem noti hjólastól og eigi erfitt með gang. Það sé því orðið mjög áríðandi að Sambíóin kaupi nýja lyftu svo allir komist í bíó. „Það þýðir ekkert alltaf að laga þessa. Hún virkar í tvær vikur en svo kemur eitthvað upp á.“ Hún hefur engin viðbrögð enn fengið frá bíóinu en vonar að það breytist fljótlega.
Akureyri Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira