Leik lokið: Valur - Þór Þ. 90-82 | Valur hafði betur gegn Þór í toppslag deildarinnar Hjörvar Ólafsson skrifar 4. janúar 2024 21:00 Tómas Valur Þrastarson með boltann og Kristófer Acox og Kristinn Pálsson til varnar. Vísir/Bára Dröfn Valur lagði Þór Þorlákshöfn að velli, 90-82, þegar liðin leiddu saman hesta sína í toppslag Subway-deildar karla i körfubolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Gestirnir frá Þorlákshöfn hófu leikinn betur og náðu góðum kafla í öðrum leikhluta þar sem liðið náði mest sjö stiga forskoti. Þór var fimm stigum yfir, 34-39, í hálfleik. Taiwo Badmus spilaði sinn fyrsta leik í Valstreyjunni í kvöld og komst vel frá sínu. Vísir/Bára Dröfn Darwin Davis sækir að körfu Valsmanna. Vísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson hefur farið vel yfir málin í hálfleik en heimamenn skoruðu fyrstu fimm stig seinni háflleiks en eftir það skpitust liðin á að hafa forystuna. Valur náði svo góðum lokaspretti þar sem liðið lagði grunninn að átta stiga sigri sínum. Valur er nú á toppi deildarinnar með níu sigurleiki eftir 12 umferðir en Þór kemur þar á eftir með átta sigra. Joshua Jefferson var stigahæstur hjá Val með 28 stig en hann var drjúgur á lokakafla leiksins og setti niður mikilvæg skot á ögurstundu. Hjá Þór Þorlákshöfn var Tómas Valur Þrastarson atkvæðamestur með 18 stig. Joshua Jefferson héldu engin bönd í Origo-höllinni í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Finnur Freyr: Þéttur varnarleikur skilaði þessum sigri „Það var smá ryð í mönnum í upphafi leiks hjá báðum eins og við var að búast enda fyrsti leikurinn í langan tíma. Við náðum hins vegar að þétta raðirnar eftir því sem líða tók á leikinn og ég myndi segia að það hafi verið öflugur varnarleikur og góður lokakafli sóknarlega sem skilaði þessum sigri,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. „Við erum að fá nýjan leikmann í liðið, Taiwo Badmus, og ég var bara sáttur við hans framlag. Við vitum hvað hann getur gefið okkur og hann færir okkur vídd sem við höfðum ekki áður. Þetta er leikmaður sem þekkir deildina vel og hann mun bara eflast með hverjum leiknum þegar hann kemst betur inn í hlutina hjá okkur,“ sagði Finnur Freyr enn fremur. Finnur Freyr Stefánsson fer yfir málin með lærisveinum sínum. Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson: Man ekki eftir að hafa fengið svona fá víti „Þetta var bara hörkuleikur þar sem jafnræði var með liðunum fram að síðustu fjóru mínútunum. Þá settu Valsmenn niður stóru skotin og við ekki. Þessi leikur vannst hins vegar að mínu mati á vítalínunni. Í leik þar sem hart var tekist á fengum við fjögur vítaskot og ég man ekki eftir að hafa fengið jafn fá víti í körfuboltaleik. Þeir fá aftur á móti 24 víti og það skiptir sköpum,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar ósáttur. „Þrátt fyrir að ég sé að sjálfsögðu ekki sáttur við að tapa þá er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessari frammistöðu og mér fannst við spila, sérstaklega þegar tekið er mið af því hversu langt er síðan við spiluðum. Það var gott flot á boltanum lengstum í leiknum og sóknarleikurinn gekk smurt allt þar til boltinn vildi ekki ofan þegar mest á reyndi. Við jöfnum okkur á þessu tapi fljótt og vel og höldum áfram,“ sagði Lárus borubrattur. Lárus Jónsson fannst ójafnt skipt þegar kom að vítaskotum í þessum leik.Vísir/Bára Dröfn Af hverju vann Valur? Það var í raun lítið sem skildi liðin að fyrir utan stuttan kafla undir lok leiksins þar sem skotin rötuðu rétta leið hjá Valsmönnum á meðan leikmönnum Þórs Þorlákshafnar brást bogalistinn á hinum enda vallarins. Hverjir sköruðu fram úr? Joshua Jefferson dró vagninn í sóknarleik Vals og setti niður skot sem drógu tennurnar úr Þórsurum þegar á hólminn var komið. Kristinn Pálsson lagði einnig töluvert í púkkinn allt í senn í stigaskori, fráköstum og stoðsendingum. Hvað gekk illa? Leikmönnum Þórs tókst ekki að binda endahnút á góða frammistöðu sína heilt yfir í leiknum en lykilleikmenn liðsins kólnuðu á síðustu mínútum leiksins og því fór sem fór. Spilamennskan var þó flott lungann úr leiknum og leikurinn bæði skemmtilegur og spennandi. Hvað gerist næst? Valur sækir Hamar heim í Hveragerði eftir slétta viku en Þór fær Stjörnuna í heimsókn í Þorlákshöfn kvöldið eftir. Kristinn Pálsson skilaði góðu framlagi í öllum tölfræðiþáttum. Vísir/Bára Dröfn Kristófer Acox var drúgur á báðum endum vallarins. Vísir/Bára Dröfn Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn
Valur lagði Þór Þorlákshöfn að velli, 90-82, þegar liðin leiddu saman hesta sína í toppslag Subway-deildar karla i körfubolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Gestirnir frá Þorlákshöfn hófu leikinn betur og náðu góðum kafla í öðrum leikhluta þar sem liðið náði mest sjö stiga forskoti. Þór var fimm stigum yfir, 34-39, í hálfleik. Taiwo Badmus spilaði sinn fyrsta leik í Valstreyjunni í kvöld og komst vel frá sínu. Vísir/Bára Dröfn Darwin Davis sækir að körfu Valsmanna. Vísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson hefur farið vel yfir málin í hálfleik en heimamenn skoruðu fyrstu fimm stig seinni háflleiks en eftir það skpitust liðin á að hafa forystuna. Valur náði svo góðum lokaspretti þar sem liðið lagði grunninn að átta stiga sigri sínum. Valur er nú á toppi deildarinnar með níu sigurleiki eftir 12 umferðir en Þór kemur þar á eftir með átta sigra. Joshua Jefferson var stigahæstur hjá Val með 28 stig en hann var drjúgur á lokakafla leiksins og setti niður mikilvæg skot á ögurstundu. Hjá Þór Þorlákshöfn var Tómas Valur Þrastarson atkvæðamestur með 18 stig. Joshua Jefferson héldu engin bönd í Origo-höllinni í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Finnur Freyr: Þéttur varnarleikur skilaði þessum sigri „Það var smá ryð í mönnum í upphafi leiks hjá báðum eins og við var að búast enda fyrsti leikurinn í langan tíma. Við náðum hins vegar að þétta raðirnar eftir því sem líða tók á leikinn og ég myndi segia að það hafi verið öflugur varnarleikur og góður lokakafli sóknarlega sem skilaði þessum sigri,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. „Við erum að fá nýjan leikmann í liðið, Taiwo Badmus, og ég var bara sáttur við hans framlag. Við vitum hvað hann getur gefið okkur og hann færir okkur vídd sem við höfðum ekki áður. Þetta er leikmaður sem þekkir deildina vel og hann mun bara eflast með hverjum leiknum þegar hann kemst betur inn í hlutina hjá okkur,“ sagði Finnur Freyr enn fremur. Finnur Freyr Stefánsson fer yfir málin með lærisveinum sínum. Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson: Man ekki eftir að hafa fengið svona fá víti „Þetta var bara hörkuleikur þar sem jafnræði var með liðunum fram að síðustu fjóru mínútunum. Þá settu Valsmenn niður stóru skotin og við ekki. Þessi leikur vannst hins vegar að mínu mati á vítalínunni. Í leik þar sem hart var tekist á fengum við fjögur vítaskot og ég man ekki eftir að hafa fengið jafn fá víti í körfuboltaleik. Þeir fá aftur á móti 24 víti og það skiptir sköpum,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar ósáttur. „Þrátt fyrir að ég sé að sjálfsögðu ekki sáttur við að tapa þá er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessari frammistöðu og mér fannst við spila, sérstaklega þegar tekið er mið af því hversu langt er síðan við spiluðum. Það var gott flot á boltanum lengstum í leiknum og sóknarleikurinn gekk smurt allt þar til boltinn vildi ekki ofan þegar mest á reyndi. Við jöfnum okkur á þessu tapi fljótt og vel og höldum áfram,“ sagði Lárus borubrattur. Lárus Jónsson fannst ójafnt skipt þegar kom að vítaskotum í þessum leik.Vísir/Bára Dröfn Af hverju vann Valur? Það var í raun lítið sem skildi liðin að fyrir utan stuttan kafla undir lok leiksins þar sem skotin rötuðu rétta leið hjá Valsmönnum á meðan leikmönnum Þórs Þorlákshafnar brást bogalistinn á hinum enda vallarins. Hverjir sköruðu fram úr? Joshua Jefferson dró vagninn í sóknarleik Vals og setti niður skot sem drógu tennurnar úr Þórsurum þegar á hólminn var komið. Kristinn Pálsson lagði einnig töluvert í púkkinn allt í senn í stigaskori, fráköstum og stoðsendingum. Hvað gekk illa? Leikmönnum Þórs tókst ekki að binda endahnút á góða frammistöðu sína heilt yfir í leiknum en lykilleikmenn liðsins kólnuðu á síðustu mínútum leiksins og því fór sem fór. Spilamennskan var þó flott lungann úr leiknum og leikurinn bæði skemmtilegur og spennandi. Hvað gerist næst? Valur sækir Hamar heim í Hveragerði eftir slétta viku en Þór fær Stjörnuna í heimsókn í Þorlákshöfn kvöldið eftir. Kristinn Pálsson skilaði góðu framlagi í öllum tölfræðiþáttum. Vísir/Bára Dröfn Kristófer Acox var drúgur á báðum endum vallarins. Vísir/Bára Dröfn
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti