Snjóstormur gerir Skandinövum lífið leitt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2024 11:26 Vörubílar hafa helst flækst fyrir viðbragðsaðilum en erfiðara hefur reynst að losa þá af veginum eins og sjá má á þessari mynd frá Svíþjóð. EPA-EFE/JOHAN NILSSON SWEDEN OUT Snjó hefur kyngt niður í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi og stormur fylgt snjónum með tilheyrandi samgöngutruflunum. Talað er um metmagn af snjó í Noregi og þá hafa þúsundir bíla setið fastir í Svíþjóð og í Danmörku. Tveir létust í snjóflóði í Finnlandi. Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins kemur fram að sænski herinn hafi verið kallaður út til þess að aðstoða farþega bíla á E22 þjóðveginum í suðurhluta Svíþjóðar og færa þeim vatn og matarbirgðir. Farþegar höfðu sumir hverjir setið fastir í rúman sólarhring. Þá er hið sama uppi á teningnum á Jótlandi í Danmörku þar sem ökumenn hafa setið í umferðarteppum nálægt Árósum síðan í gær vegna veðursins. Haft er eftir lögreglufólki í Svíþjóð og Danmörku að snjóruðningstæki hafi ekki haft undan við að ryðja snjóinn svo miklu magni hafi kyngt niður. Þá hafa yfirvöld í Svíþjóð sagt að vörubílar sem setið hafi fastir á vegum verði fjarlægðir í síðasta lagi í fyrramálið. Veðuraðstæður séu hægt og bítandi að batna. Í Finnlandi létust tveir, móðir og barnið hennar, í snjóflóði í Pyhäkuru þjóðgarði í norðurhluta Finnlands. Þau voru þar í skíðagöngu. Óveðrið í Svíþjóð var gríðarlegt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Svíþjóð Danmörk Noregur Finnland Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins kemur fram að sænski herinn hafi verið kallaður út til þess að aðstoða farþega bíla á E22 þjóðveginum í suðurhluta Svíþjóðar og færa þeim vatn og matarbirgðir. Farþegar höfðu sumir hverjir setið fastir í rúman sólarhring. Þá er hið sama uppi á teningnum á Jótlandi í Danmörku þar sem ökumenn hafa setið í umferðarteppum nálægt Árósum síðan í gær vegna veðursins. Haft er eftir lögreglufólki í Svíþjóð og Danmörku að snjóruðningstæki hafi ekki haft undan við að ryðja snjóinn svo miklu magni hafi kyngt niður. Þá hafa yfirvöld í Svíþjóð sagt að vörubílar sem setið hafi fastir á vegum verði fjarlægðir í síðasta lagi í fyrramálið. Veðuraðstæður séu hægt og bítandi að batna. Í Finnlandi létust tveir, móðir og barnið hennar, í snjóflóði í Pyhäkuru þjóðgarði í norðurhluta Finnlands. Þau voru þar í skíðagöngu. Óveðrið í Svíþjóð var gríðarlegt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
Svíþjóð Danmörk Noregur Finnland Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira