Snjóstormur gerir Skandinövum lífið leitt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2024 11:26 Vörubílar hafa helst flækst fyrir viðbragðsaðilum en erfiðara hefur reynst að losa þá af veginum eins og sjá má á þessari mynd frá Svíþjóð. EPA-EFE/JOHAN NILSSON SWEDEN OUT Snjó hefur kyngt niður í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi og stormur fylgt snjónum með tilheyrandi samgöngutruflunum. Talað er um metmagn af snjó í Noregi og þá hafa þúsundir bíla setið fastir í Svíþjóð og í Danmörku. Tveir létust í snjóflóði í Finnlandi. Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins kemur fram að sænski herinn hafi verið kallaður út til þess að aðstoða farþega bíla á E22 þjóðveginum í suðurhluta Svíþjóðar og færa þeim vatn og matarbirgðir. Farþegar höfðu sumir hverjir setið fastir í rúman sólarhring. Þá er hið sama uppi á teningnum á Jótlandi í Danmörku þar sem ökumenn hafa setið í umferðarteppum nálægt Árósum síðan í gær vegna veðursins. Haft er eftir lögreglufólki í Svíþjóð og Danmörku að snjóruðningstæki hafi ekki haft undan við að ryðja snjóinn svo miklu magni hafi kyngt niður. Þá hafa yfirvöld í Svíþjóð sagt að vörubílar sem setið hafi fastir á vegum verði fjarlægðir í síðasta lagi í fyrramálið. Veðuraðstæður séu hægt og bítandi að batna. Í Finnlandi létust tveir, móðir og barnið hennar, í snjóflóði í Pyhäkuru þjóðgarði í norðurhluta Finnlands. Þau voru þar í skíðagöngu. Óveðrið í Svíþjóð var gríðarlegt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Svíþjóð Danmörk Noregur Finnland Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu Sjá meira
Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins kemur fram að sænski herinn hafi verið kallaður út til þess að aðstoða farþega bíla á E22 þjóðveginum í suðurhluta Svíþjóðar og færa þeim vatn og matarbirgðir. Farþegar höfðu sumir hverjir setið fastir í rúman sólarhring. Þá er hið sama uppi á teningnum á Jótlandi í Danmörku þar sem ökumenn hafa setið í umferðarteppum nálægt Árósum síðan í gær vegna veðursins. Haft er eftir lögreglufólki í Svíþjóð og Danmörku að snjóruðningstæki hafi ekki haft undan við að ryðja snjóinn svo miklu magni hafi kyngt niður. Þá hafa yfirvöld í Svíþjóð sagt að vörubílar sem setið hafi fastir á vegum verði fjarlægðir í síðasta lagi í fyrramálið. Veðuraðstæður séu hægt og bítandi að batna. Í Finnlandi létust tveir, móðir og barnið hennar, í snjóflóði í Pyhäkuru þjóðgarði í norðurhluta Finnlands. Þau voru þar í skíðagöngu. Óveðrið í Svíþjóð var gríðarlegt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
Svíþjóð Danmörk Noregur Finnland Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu Sjá meira