Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2024 11:08 Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Danmörku, og eiginkona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir áttu fund með Margréti Þórhildi Danadrottningu í gær. Jarðhræringar á Reykjanesskaga voru efst á baugi. Vísir/Getty Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær. Hefðbundin nýársmóttaka Margrétar Þórhildar Danadrottningar var haldin fyrir sendiherra erlendra ríkja í Danmörku. Árni Þór Sigurðsson sendiherra og eiginkona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir voru fulltrúar Íslands á móttökunni en fengu einnig sérstaka áheyrn drottningar. „Það var stutt, eins og oft við svona tilfelli en hún var áhugasöm og spurði mig út í stöðuna með eldgosið og íbúana í Grindavík. Hún var greinilega vel heima í því og upplýst,“ segir Árni Þór í samtali við fréttastofu. „Hún var að forvitnast um það hvernig fólk upplifði þessa stöðu á vettvangi og ég reyndi að segja henni af því sem maður vissi sjálfur. Hún var forvitin að vita um líðan fólks og hvernig fólk upplifir það að vera flutt að heiman í margar vikur. Hún vissi um þetta og þekkti Grindavík.“ Jafnframt hafi þau rætt samskipti ríkjanna tveggja og hún minnst á frú Vigdísi, vinkonu sína, beðið fyrir kveðju og þau svo rætt komandi forsetakosningar. Mikil tímamót eru yfirvofandi í Danmörku og þetta síðasta nýársmóttaka Margrétar. Hún tilkynnti það í gamlársávarpi sínu að hún muni stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og rétta Friðriki syni sínum keflið. „Þetta er ekki venjulegt hér og þau vita ekki alveg hvernig þetta fer fram. Ég var líka aðeins að spyrja starfsmenn hallarinnar út í það hvernig svona skipti fari fram Þeir voru svolítið bara eitt spurningamerki og sögðust ekki vita það, hefðu aldrei gert þetta áður,“ segir Árni. „Ég held að þetta verði ekki svona mikið, eins og í Bretlandi, það verður engin krýning. Það verður bara ríkisráðsfundur og forsætisráðherrann tilkynnir svo að þeir hafi fengið nýjan þjóðhöfðingja.“ Danmörk Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Kóngafólk Eldgos á Reykjanesskaga Utanríkismál Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir „Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25 Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Hefðbundin nýársmóttaka Margrétar Þórhildar Danadrottningar var haldin fyrir sendiherra erlendra ríkja í Danmörku. Árni Þór Sigurðsson sendiherra og eiginkona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir voru fulltrúar Íslands á móttökunni en fengu einnig sérstaka áheyrn drottningar. „Það var stutt, eins og oft við svona tilfelli en hún var áhugasöm og spurði mig út í stöðuna með eldgosið og íbúana í Grindavík. Hún var greinilega vel heima í því og upplýst,“ segir Árni Þór í samtali við fréttastofu. „Hún var að forvitnast um það hvernig fólk upplifði þessa stöðu á vettvangi og ég reyndi að segja henni af því sem maður vissi sjálfur. Hún var forvitin að vita um líðan fólks og hvernig fólk upplifir það að vera flutt að heiman í margar vikur. Hún vissi um þetta og þekkti Grindavík.“ Jafnframt hafi þau rætt samskipti ríkjanna tveggja og hún minnst á frú Vigdísi, vinkonu sína, beðið fyrir kveðju og þau svo rætt komandi forsetakosningar. Mikil tímamót eru yfirvofandi í Danmörku og þetta síðasta nýársmóttaka Margrétar. Hún tilkynnti það í gamlársávarpi sínu að hún muni stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og rétta Friðriki syni sínum keflið. „Þetta er ekki venjulegt hér og þau vita ekki alveg hvernig þetta fer fram. Ég var líka aðeins að spyrja starfsmenn hallarinnar út í það hvernig svona skipti fari fram Þeir voru svolítið bara eitt spurningamerki og sögðust ekki vita það, hefðu aldrei gert þetta áður,“ segir Árni. „Ég held að þetta verði ekki svona mikið, eins og í Bretlandi, það verður engin krýning. Það verður bara ríkisráðsfundur og forsætisráðherrann tilkynnir svo að þeir hafi fengið nýjan þjóðhöfðingja.“
Danmörk Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Kóngafólk Eldgos á Reykjanesskaga Utanríkismál Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir „Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25 Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25
Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17
Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent