Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2024 18:02 Frá vettvangi slyssins á mótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í nóvember. Vísir/Vilhelm Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Í ákæru segir að Kristinn hafi verið að aka bílnum suðvestur Skeiðarvog og beygt til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi konan, sem var gangandi vegfarandi, farið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætóbíllinn hafnað á henni. Fram kemur að konan hafi fallið við og lent undir öðru framhjóli vagnsins og látið lífið nær samstundis. Myndband sýnir konuna forða sér Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Í dómnum segir að í henni megi sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygi í átt að henni. Þrátt fyrir það sjáist bílstjórinn aka óhikað að konunni, og hún sjáist lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum. Hún hafi sést falla í götuna og í kjölfarið hverfa úr mynd undir vagninn. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Ók ógætilega Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæðurnar hefðu orðið til þess að hann hafi ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæðurnar átt að verða til þess að bílstjórinn hefði átt að aka með aukinni aðgát. Að mati héraðsdóms er ljóst að Kristinn hafi ekið ógætilega og ekki gengið úr skugga um að gangandi vegfarendur væru að fara yfir götuna. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómurinn féllst á að Kristinn skyldi greiða þeim tvær milljónir hvoru. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér. Banaslys við Gnoðarvog Dómsmál Strætó Reykjavík Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Í ákæru segir að Kristinn hafi verið að aka bílnum suðvestur Skeiðarvog og beygt til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi konan, sem var gangandi vegfarandi, farið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætóbíllinn hafnað á henni. Fram kemur að konan hafi fallið við og lent undir öðru framhjóli vagnsins og látið lífið nær samstundis. Myndband sýnir konuna forða sér Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Í dómnum segir að í henni megi sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygi í átt að henni. Þrátt fyrir það sjáist bílstjórinn aka óhikað að konunni, og hún sjáist lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum. Hún hafi sést falla í götuna og í kjölfarið hverfa úr mynd undir vagninn. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Ók ógætilega Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæðurnar hefðu orðið til þess að hann hafi ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæðurnar átt að verða til þess að bílstjórinn hefði átt að aka með aukinni aðgát. Að mati héraðsdóms er ljóst að Kristinn hafi ekið ógætilega og ekki gengið úr skugga um að gangandi vegfarendur væru að fara yfir götuna. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómurinn féllst á að Kristinn skyldi greiða þeim tvær milljónir hvoru. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér.
Banaslys við Gnoðarvog Dómsmál Strætó Reykjavík Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira