Í nóvember 2019 mættust þeir Littler og Humphries á öllu minna sviði en í Alexandra höllinni, eða á venjulegum bar. Þá var Littler aðeins tólf ára en Humphries 24 ára.
Littler skrifaði færslu um leikinn gegn Humphries fyrir rúmum fjórum árum á Twitter. Þar sagði hann að Humphries hefði tryggt sér sigur með útskoti upp á 164.
Lost out in quarterfinals last night at Hayling Island comp to @lukeh180 missed a few chances to go ahead and a bull for a 164 but gave him a great game 2 Youth comps today Under 14 s and Under 18 s hopefully make tomorrow s finals on stage @bucker1980 @lisa_littler pic.twitter.com/hTb4Cj0vuW
— Luke Littler (@LukeTheNuke180) November 9, 2019
Þeir Littler og Humphries mætast aftur í kvöld, í stærsta leik pílukastsins, sjálfum úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Þar kemur í ljós hver hampar Sid Waddell bikarnum og fær hálfa milljón punda í verðlaunafé. Það jafngildir 87 milljónum íslenskra króna.
Í undanúrslitunum í gær sigraði Littler Rob Cross, 6-2, en Humphries rústaði Scott Williams, 6-0. Humphries var með 108,74 í meðaltal, sem er það hæsta á HM, á meðan meðaltal Littlers var 106,05.
Fyrir HM var Humphries efstur á lista veðbanka yfir líklegustu sigurvegara mótsins enda hafði hann unnið þrjú stórmót í röð (Grand Prix, Grand Slam og Players Championship Finals). Hann fær svo tækifæri til að bæta stærsta titlinum við í kvöld.
Úrslitaleikurinn á HM hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending frá viðburðinum hefst klukkan 19:55.