„Eigum ekki heimsklassa varnarmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2024 13:00 Lykilsóknarmenn Íslands eru í hópi þeirra bestu í heiminum að sögn Dags sem segir veikleika liðsins liggja í varnarleiknum. VÍSIR/VILHELM Dagur Sigurðsson segir Ísland hafa á að skipa einu albesta sóknarliðinu á EM karla í handbolta sem fram undan er í Þýskalandi og hefst í næstu viku. Veikleikar Íslands liggi hins vegar í varnarleiknum. Dagur var að sjálfsögðu spurður út í landsliðið og möguleika þess á EM, í Sportsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 Sport á gamlársdag. Hluta af svari hans má sjá hér að neðan en áskrifendur geta fundið allan þáttinn hér. Klippa: Sportsíldin - Dagur um möguleika Íslands á EM „Við erum sennilega með eitt besta sóknarlið mótsins, á pappírunum, en við erum ekki eins góðir varnarlega og markvörslulega. Við erum alveg komnir með góðan markmann, og eigum alveg að geta staðið okkur, en fyrir fram mætti maður segja að þarna séu veikleikarnir,“ sagði Dagur. „Við erum með heimsklassa sóknarmenn, í Gísla og Ómari Inga og svona. Við eigum ekki heimsklassa varnarmenn,“ sagði Dagur. Ekki bætir úr skák hvað varnarleikinn varðar að Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli, tognun í magavöðva. „Þetta er samt alveg gríðarlega spennandi. Það gleymist stundum að hin liðin eru líka með eitthvað vesen. Þau eru ekki með svona eða svona leikmann. Ekki með Ómar Inga eða Gísla, eða Aron Pálmarsson sem verður vonandi í toppstandi og vill sýna fólki það,“ sagði Dagur. Býst við Aroni upp á sitt besta Guðmundur Benediktsson greip þá boltann og spurði Dag einmitt út í Aron, sem eftir langan og strangan atvinnumannaferil spilar í Olís-deildinni á Íslandi í vetur. Má kannski búast við að hann sýni sitt besta, vegna minna álags hjá sínu félagsliði en oft áður? „Mér finnst það bara mjög líklegt. Ég held að hann sé í góðu standi, reyndar alveg verið með smá meiðsli í vetur, en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Svo er hlutverk hans í landsliðinu annað núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi. Það eru fleiri sem draga vagninn. Þetta er mjög spennandi.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Sjá meira
Dagur var að sjálfsögðu spurður út í landsliðið og möguleika þess á EM, í Sportsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 Sport á gamlársdag. Hluta af svari hans má sjá hér að neðan en áskrifendur geta fundið allan þáttinn hér. Klippa: Sportsíldin - Dagur um möguleika Íslands á EM „Við erum sennilega með eitt besta sóknarlið mótsins, á pappírunum, en við erum ekki eins góðir varnarlega og markvörslulega. Við erum alveg komnir með góðan markmann, og eigum alveg að geta staðið okkur, en fyrir fram mætti maður segja að þarna séu veikleikarnir,“ sagði Dagur. „Við erum með heimsklassa sóknarmenn, í Gísla og Ómari Inga og svona. Við eigum ekki heimsklassa varnarmenn,“ sagði Dagur. Ekki bætir úr skák hvað varnarleikinn varðar að Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli, tognun í magavöðva. „Þetta er samt alveg gríðarlega spennandi. Það gleymist stundum að hin liðin eru líka með eitthvað vesen. Þau eru ekki með svona eða svona leikmann. Ekki með Ómar Inga eða Gísla, eða Aron Pálmarsson sem verður vonandi í toppstandi og vill sýna fólki það,“ sagði Dagur. Býst við Aroni upp á sitt besta Guðmundur Benediktsson greip þá boltann og spurði Dag einmitt út í Aron, sem eftir langan og strangan atvinnumannaferil spilar í Olís-deildinni á Íslandi í vetur. Má kannski búast við að hann sýni sitt besta, vegna minna álags hjá sínu félagsliði en oft áður? „Mér finnst það bara mjög líklegt. Ég held að hann sé í góðu standi, reyndar alveg verið með smá meiðsli í vetur, en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Svo er hlutverk hans í landsliðinu annað núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi. Það eru fleiri sem draga vagninn. Þetta er mjög spennandi.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Sjá meira