Humphries heimsmeistari árið 2024 Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2024 19:32 Luke Humphries með bikarinn hátt á lofti. Vísir/Getty Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn eftir sigur gegn hinum sextán ára Luke Littler í úrslitum HM í kvöld, 7-4. Humphries byrjaði betur og virtist hafa betri taugar en hinn 16 ára gamli Littler. Þrátt fyrir að þurfa nokkrar tilraunir til að klára leggina á tvöföldu reitunum gaf Humphries andstæðingi sínum fá færi á sér og vann fyrsta settið 3-1. Það stefndi svo í meira af því sama í öðru setti þar sem Humphries vann fyrstu tvo leggina áður en Littler vaknaði loksins til lífsins og svaraði fyrir sig. Hann gerði svo gott betur en það og vann einnig næstu tvo leggi, báða með útskoti yfir hundrað. Humphries kom sér svo yfir á ný með 3-2 sigri í þriðja setti áður en Littler vann 3-1 sigur bæði í fjórða og fimmta setti. Unglingurinn var þar með kominn með forystu í fyrsta sinn í leiknum og var hvergi nærri hættur því hann sigraði sjötta settið 3-0 og kom sér þar með í tveggja setta forystu, staðan 4-2. Það var því orðið ljóst að Humphries þurfti að sýna betri hliðar á sjálfum sér ef hann ætlaði ekki að láta þennan 16 ára gutta taka sig í kennslustund. Cool Hand Luke sýndi úr hverju hann er gerður strax í upphafi sjöunda setts þar sem hann tók út stóra fiskinn áður en hann sigraði settið í úrslitalegg og staðan þar með orðin 4-3. BIG FISH FROM COOL HAND! 🐟Luke Humphries hits a 170 finish in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/jvX0t40E2Q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Þegar þarna var komið við sögu var nokkuð ljóst að Humphries var vaknaður til lífsins á ný. Hann vann fyrstu tvo leggina í áttunda settinu áður en Littler tók þann þriðja, en útskot upp á 121 sem endaði með þriðju pílunni í bullseye tryggði Humphries sigur í áttunda setti og jafnaði hann þar með leikinn. Humphries virtist svo vera að labba í burtu með níunda settið þegar hann tók 108 tvisvar í röð út og kom sér í 2-0. Littler svaraði þó með því að vinna næstu tvo leggi, en Humphries fór ekki á taugum og kom sér yfir á ný með sigri í níunda setti. Leikur Littler var orðinn heldur köflóttur og gekk honum illa að halda í við nafna sinn Humphries. Littler gerði sér þó lítið fyrir og tók út stóra fiskinn í tíunda setti, en það nægði ekki og Humphries vann 3-1 sigur og vann þar með sitt fjórða sett í röð. Staðan því orðin 6-4, Humphries í vil, og Cool Hand Luke var því aðeins einu setti frá heimsmeistaratitlinum. LITTLER LANDS THE BIG FISH! 🐟Luke Littler hits a 170 checkout in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/3ukJBhyntj— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Nafnarnir skiptust á að vinna leggi í ellefta setti og unnu báðir sína tvo leggi þar sem þeir voru með pílurnar í höndunum. Littler fékk tækifæri til að loka settinu í fimmta legg þar sem hann hóf leik, en klikkaði á útskotum sínum. Cool Hand Luke Humphries nýtti sér það og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með þægilegum tvöföldum átta í sínu síðasta útskoti. Úrslitin voru þar með ráðin og Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti árið 2024, en hinn 16 ára gamli Luke Littler þarf að gera sér silfrið að góðu í þetta sinn. Luke Humphries fulfils his darting destiny... 🏆World number one. World Champion. Luke Humphries has capped the most incredible year by lifting the 2023/24 Paddy Power World Darts Championship 👏 pic.twitter.com/oLGYR6ilTy— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024
Humphries byrjaði betur og virtist hafa betri taugar en hinn 16 ára gamli Littler. Þrátt fyrir að þurfa nokkrar tilraunir til að klára leggina á tvöföldu reitunum gaf Humphries andstæðingi sínum fá færi á sér og vann fyrsta settið 3-1. Það stefndi svo í meira af því sama í öðru setti þar sem Humphries vann fyrstu tvo leggina áður en Littler vaknaði loksins til lífsins og svaraði fyrir sig. Hann gerði svo gott betur en það og vann einnig næstu tvo leggi, báða með útskoti yfir hundrað. Humphries kom sér svo yfir á ný með 3-2 sigri í þriðja setti áður en Littler vann 3-1 sigur bæði í fjórða og fimmta setti. Unglingurinn var þar með kominn með forystu í fyrsta sinn í leiknum og var hvergi nærri hættur því hann sigraði sjötta settið 3-0 og kom sér þar með í tveggja setta forystu, staðan 4-2. Það var því orðið ljóst að Humphries þurfti að sýna betri hliðar á sjálfum sér ef hann ætlaði ekki að láta þennan 16 ára gutta taka sig í kennslustund. Cool Hand Luke sýndi úr hverju hann er gerður strax í upphafi sjöunda setts þar sem hann tók út stóra fiskinn áður en hann sigraði settið í úrslitalegg og staðan þar með orðin 4-3. BIG FISH FROM COOL HAND! 🐟Luke Humphries hits a 170 finish in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/jvX0t40E2Q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Þegar þarna var komið við sögu var nokkuð ljóst að Humphries var vaknaður til lífsins á ný. Hann vann fyrstu tvo leggina í áttunda settinu áður en Littler tók þann þriðja, en útskot upp á 121 sem endaði með þriðju pílunni í bullseye tryggði Humphries sigur í áttunda setti og jafnaði hann þar með leikinn. Humphries virtist svo vera að labba í burtu með níunda settið þegar hann tók 108 tvisvar í röð út og kom sér í 2-0. Littler svaraði þó með því að vinna næstu tvo leggi, en Humphries fór ekki á taugum og kom sér yfir á ný með sigri í níunda setti. Leikur Littler var orðinn heldur köflóttur og gekk honum illa að halda í við nafna sinn Humphries. Littler gerði sér þó lítið fyrir og tók út stóra fiskinn í tíunda setti, en það nægði ekki og Humphries vann 3-1 sigur og vann þar með sitt fjórða sett í röð. Staðan því orðin 6-4, Humphries í vil, og Cool Hand Luke var því aðeins einu setti frá heimsmeistaratitlinum. LITTLER LANDS THE BIG FISH! 🐟Luke Littler hits a 170 checkout in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/3ukJBhyntj— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Nafnarnir skiptust á að vinna leggi í ellefta setti og unnu báðir sína tvo leggi þar sem þeir voru með pílurnar í höndunum. Littler fékk tækifæri til að loka settinu í fimmta legg þar sem hann hóf leik, en klikkaði á útskotum sínum. Cool Hand Luke Humphries nýtti sér það og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með þægilegum tvöföldum átta í sínu síðasta útskoti. Úrslitin voru þar með ráðin og Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti árið 2024, en hinn 16 ára gamli Luke Littler þarf að gera sér silfrið að góðu í þetta sinn. Luke Humphries fulfils his darting destiny... 🏆World number one. World Champion. Luke Humphries has capped the most incredible year by lifting the 2023/24 Paddy Power World Darts Championship 👏 pic.twitter.com/oLGYR6ilTy— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024
Pílukast Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira