Luka Jovic kom heimamönnum í forystu með marki á 29. mínútu eftir stoðsendingu frá Theo Hernandez áður en hann tvöfaldaði forystu liðsins stuttu fyrir hálfleikshlé, aftur eftir stoðsendingu frá Hernandez.
Chaka Traore skoraði svo þriðja mark heimamanna snemma í síðari hálfleik, en Paulo Azzi klóraði í bakkann fyrir gestina í Cagliari þegar um tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Veik von gestanna um endurkomu varð þó að engu á annarri mínútu uppbótartíma þegar Rafael Leao skoraði fjórða mark AC Milan og tryggði liðinu öruggan 4-1 sigur.
AC Milan er þar með á leið í átta liða úrslit ítölsku bikarkeppninnar, en Cagliari er úr leik.