Gaf allt sem hún var með á sér og fór berfætt heim Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. janúar 2024 18:17 Starfsemi Hrefnu í Úganda má rekja til ársins 2012 þegar hún vann í Íslandsbanka. Þar kynntist hún doktor frá Úganda sem vildi ráðast í innbviðauppbyggingu í heimabæ sínum. Hún endaði á að slást í för með manninum og hefur á undanförnum áratug stofnað skóla og heilsugæslu í bænum. Úr einkasafni Hrefna Bachmann, forstjóri og frumkvöðull, ræddi við Einar Bárðarson um verkefni sín í Úganda undanfarinn áratug, stórfellda innviðauppbyggingu í bænum Banda og fólkið sem hún hefur aðstoðað þar. Hrefna Bachmann var gestur Einars Bárðarsonar í áramótaþætti hlaðvarpsins Einmitt. Þar ræddu þau um ævintýrin sem hafa fylgt því að ferðast um og vinna í fimm heimsálfum. Rauði þráður samtalsins eru verkefni Hrefnu í smáþorpinu Banda í Úganda sem hún hefur leitt áfram með fjölskyldu og vinum. „Næst þegar þú ferð kem ég með“ Upphafið að ævintýrinu í Úganda rekur Hrefna til ársins 2012 þegar hún vann í Íslandsbanka. Þau hjónin kynntust þá doktor frá Úganda sem vann í jarðvarmaiðnaði. Sá var elstur fimmtán systkina og var byrjaður á stórfelldri innviðauppbyggingu í heimabæ sínum, Banda. Hrefna heillaðist af sögu mannsins og vildi reyna að leggja eitthvað til málanna. Hrefna Bachmann rekur Sunrise-skólann í Banda ásamt því að vera forstjóri flugrekstrarfyrirtæksisins Tailwind Crew Resources. „Í einhverri rælni sagði ég við hann að næst þegar hann færi að heimsækja þorpið ætti hann að taka mig með. Svo löngu seinna kom tölvupóstur frá honum rétt um það bil sem ég var búin að steingleyma þessu þar sem hann segir að tíminn sé kominn og við séum velkomin að koma með,“ sagði Hrefna í hlaðvarpinu. Hrefna var fyrst hálf tvístígandi en ákvað að slá til. Fyrir ferðina söfnuðu þau hjónin peningum, fatnaði og ýmiss konar búnaði og komu færandi hendi í bæinn. Eftir fyrstu ferðina liðu fjögur ár og þá voru þau hjónin komin aftur til Úganda og nú með hóp vina og fjölskyldur þeirra. Þorvaldur Gissurarson verktaki hafði fyllt allar sínar ferðatöskur af verkfærum til að láta verkin tala og þá náði hópurinn verulegum árangri. Síðasta áratug hefur Hrefna farið nokkrar ferðir til þorpsins og tekið þátt í uppbyggingu skóla, heilsugæslu og íbúðarhúsnæðis. Bjargað fleiri en einu mannslífi Hrefna segir frá því í hlaðvarpinu að í einni ferðinni til Úganda fyrir sex árum fannst ungabarn úti á götu sem var vart hugað lífi. Stúlkubarnið var flutt á heilsugæsluna með hraði og þar tókst að bjarga henni. Foreldrar stúlkunnar fundust hins vegar ekki. Þá kom til skjalanna kona sem var kennari við skólann sem þau höfðu byggt. Sú var þá búin að taka að sér fimm munaðarlaus börn og við það að fara að taka inn það sjötta. Hrefna og samferðafólk hennar frá Íslandi ákváðu á staðnum að byggja lítið hús fyrir konuna þannig að hún gæti alið börnin upp í húsi en ekki í kofa. Kennarinn sem hefur tekið að sér sex munaðarlaus börn í þorpinu ásamt fjórum barnanna.Úr einkasafni „Núna í síðustu ferðinni minni fór ég og heimsótti þessa konu og börnin. Litla stúlkan sem hafði fundist á götunni var orðin sex ára og í þessari ferð útveguðum við dýnur í húsið fyrir þær. Þessi kona er ennþá að kenna við Sunrise skólann,” segir Hrefna. Gaf allt frá sér og fór berfætt heim Fyrsta ferð Hrefnu eftir Covid-faraldurinn var henni erfið en í faraldrinum segir hún að það hafi ekki mátt reka heimavistina og grunnskólann. Stór hópur ungra stúlkna í þorpinu orðið óléttur og í mörgum tilfellum eftir einhvern nákominn þeim. „Það tók mjög mikið á að horfa upp á þetta og mér fannst við hafa farið mörg skref aftur á bak,” sagði Hrefna sem segist þó hafa verið mjög vel undirbúin andlega fyrir þá ferð. Þær stúlkur sem verða óléttar verða þar að auki fyrir útskúfun innan fjölskylda sinna. Hrefna segist hafa orðið meyr í ferðinni og gefið nánast allt sem hún var með á sér. Hún hafi meira að segja gefið skóna sína og farið berfætt heim. Rotta eini félagsskapur 109 ára gamals manns Í síðustu ferðinni sem Hrefna fór um svæðið heimsóttu þau 109 ára gamlan mann sem var eini eftirlifandi meðlimur fjölskyldu sinnar. Hann var daufblindur og bjó einn í kofa við afar bágar aðstæður. Samstarfsfólki Hrefnu hafði tekist að bjarga fæti mannsins eftir að drep hafði komist í hann. Maðurinn sem Hrefna reyndi að hjálpa en endaði á að reita til reiði.Úr einkasafni Hrefna segist hafa fundið mikið til með manninum og langaði að gera síðustu æviár hans bærilegri. Hún fór því og keypti dýnu og teppi handa manninum. Þegar hún kom til mannsins daginn eftir hafi hann orðið mjög órólegur og þegar gamli spýtubeddinn hans var fjarlægður kom í ljós rotta sem flúði í hamaganginum. Gamli maðurinn reiddist þá Hrefnu og öskraði á hana. Hrefna hafi þá uppgötvað að rottan sem þau höfðu hrætt á brott væri eini félagsskapur mannsins. Við nánari skoðun hafi svo komið í ljós að fingur og tær gamla mannsins bæru þess merki að rottan hefði verið að narta í útlimina hans. „Það brotnaði eitthvað í mér þarna,“ segir Hrefna enda hafi hún ekki hlustað á ráðleggingar kollega sinna. Ákveðið að hjálpa þessum manni frekar en öðrum og farið inn í aðstæður sem hún hefði ekki stjórn á. Ómögulegt verkefni Eins og staðan er núna segir Hrefna að skólinn sem stofnuðu sé orðinn sjálfbær en heilsugæslan sé það ekki. Þegar Einar spyr út í stærð vandans í þorpinu segir Hrefna að þetta sé nánast „misson impossible” en „ef allir gera eitthvað, þá gerir það gagn og ég held að allir þessir vinir mínir sem hafa lagt okkur lið átti sig ekki á því hvað þetta er í raun ótrúlega mikið þó þetta sé ekki mikil fórn hjá hverjum og einum.“ Hrefna segir að það sé erfitt að skilja við þorpið í hvert sinn og að hún sé hálf „hooked“ í að fara aftur. Hrefna segist vera næstum háð því að hjálpa fólkinu í Banda. Það gefi henni mikið að hjálpa.Úr einkasafni Úganda Hjálparstarf Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Hrefna Bachmann var gestur Einars Bárðarsonar í áramótaþætti hlaðvarpsins Einmitt. Þar ræddu þau um ævintýrin sem hafa fylgt því að ferðast um og vinna í fimm heimsálfum. Rauði þráður samtalsins eru verkefni Hrefnu í smáþorpinu Banda í Úganda sem hún hefur leitt áfram með fjölskyldu og vinum. „Næst þegar þú ferð kem ég með“ Upphafið að ævintýrinu í Úganda rekur Hrefna til ársins 2012 þegar hún vann í Íslandsbanka. Þau hjónin kynntust þá doktor frá Úganda sem vann í jarðvarmaiðnaði. Sá var elstur fimmtán systkina og var byrjaður á stórfelldri innviðauppbyggingu í heimabæ sínum, Banda. Hrefna heillaðist af sögu mannsins og vildi reyna að leggja eitthvað til málanna. Hrefna Bachmann rekur Sunrise-skólann í Banda ásamt því að vera forstjóri flugrekstrarfyrirtæksisins Tailwind Crew Resources. „Í einhverri rælni sagði ég við hann að næst þegar hann færi að heimsækja þorpið ætti hann að taka mig með. Svo löngu seinna kom tölvupóstur frá honum rétt um það bil sem ég var búin að steingleyma þessu þar sem hann segir að tíminn sé kominn og við séum velkomin að koma með,“ sagði Hrefna í hlaðvarpinu. Hrefna var fyrst hálf tvístígandi en ákvað að slá til. Fyrir ferðina söfnuðu þau hjónin peningum, fatnaði og ýmiss konar búnaði og komu færandi hendi í bæinn. Eftir fyrstu ferðina liðu fjögur ár og þá voru þau hjónin komin aftur til Úganda og nú með hóp vina og fjölskyldur þeirra. Þorvaldur Gissurarson verktaki hafði fyllt allar sínar ferðatöskur af verkfærum til að láta verkin tala og þá náði hópurinn verulegum árangri. Síðasta áratug hefur Hrefna farið nokkrar ferðir til þorpsins og tekið þátt í uppbyggingu skóla, heilsugæslu og íbúðarhúsnæðis. Bjargað fleiri en einu mannslífi Hrefna segir frá því í hlaðvarpinu að í einni ferðinni til Úganda fyrir sex árum fannst ungabarn úti á götu sem var vart hugað lífi. Stúlkubarnið var flutt á heilsugæsluna með hraði og þar tókst að bjarga henni. Foreldrar stúlkunnar fundust hins vegar ekki. Þá kom til skjalanna kona sem var kennari við skólann sem þau höfðu byggt. Sú var þá búin að taka að sér fimm munaðarlaus börn og við það að fara að taka inn það sjötta. Hrefna og samferðafólk hennar frá Íslandi ákváðu á staðnum að byggja lítið hús fyrir konuna þannig að hún gæti alið börnin upp í húsi en ekki í kofa. Kennarinn sem hefur tekið að sér sex munaðarlaus börn í þorpinu ásamt fjórum barnanna.Úr einkasafni „Núna í síðustu ferðinni minni fór ég og heimsótti þessa konu og börnin. Litla stúlkan sem hafði fundist á götunni var orðin sex ára og í þessari ferð útveguðum við dýnur í húsið fyrir þær. Þessi kona er ennþá að kenna við Sunrise skólann,” segir Hrefna. Gaf allt frá sér og fór berfætt heim Fyrsta ferð Hrefnu eftir Covid-faraldurinn var henni erfið en í faraldrinum segir hún að það hafi ekki mátt reka heimavistina og grunnskólann. Stór hópur ungra stúlkna í þorpinu orðið óléttur og í mörgum tilfellum eftir einhvern nákominn þeim. „Það tók mjög mikið á að horfa upp á þetta og mér fannst við hafa farið mörg skref aftur á bak,” sagði Hrefna sem segist þó hafa verið mjög vel undirbúin andlega fyrir þá ferð. Þær stúlkur sem verða óléttar verða þar að auki fyrir útskúfun innan fjölskylda sinna. Hrefna segist hafa orðið meyr í ferðinni og gefið nánast allt sem hún var með á sér. Hún hafi meira að segja gefið skóna sína og farið berfætt heim. Rotta eini félagsskapur 109 ára gamals manns Í síðustu ferðinni sem Hrefna fór um svæðið heimsóttu þau 109 ára gamlan mann sem var eini eftirlifandi meðlimur fjölskyldu sinnar. Hann var daufblindur og bjó einn í kofa við afar bágar aðstæður. Samstarfsfólki Hrefnu hafði tekist að bjarga fæti mannsins eftir að drep hafði komist í hann. Maðurinn sem Hrefna reyndi að hjálpa en endaði á að reita til reiði.Úr einkasafni Hrefna segist hafa fundið mikið til með manninum og langaði að gera síðustu æviár hans bærilegri. Hún fór því og keypti dýnu og teppi handa manninum. Þegar hún kom til mannsins daginn eftir hafi hann orðið mjög órólegur og þegar gamli spýtubeddinn hans var fjarlægður kom í ljós rotta sem flúði í hamaganginum. Gamli maðurinn reiddist þá Hrefnu og öskraði á hana. Hrefna hafi þá uppgötvað að rottan sem þau höfðu hrætt á brott væri eini félagsskapur mannsins. Við nánari skoðun hafi svo komið í ljós að fingur og tær gamla mannsins bæru þess merki að rottan hefði verið að narta í útlimina hans. „Það brotnaði eitthvað í mér þarna,“ segir Hrefna enda hafi hún ekki hlustað á ráðleggingar kollega sinna. Ákveðið að hjálpa þessum manni frekar en öðrum og farið inn í aðstæður sem hún hefði ekki stjórn á. Ómögulegt verkefni Eins og staðan er núna segir Hrefna að skólinn sem stofnuðu sé orðinn sjálfbær en heilsugæslan sé það ekki. Þegar Einar spyr út í stærð vandans í þorpinu segir Hrefna að þetta sé nánast „misson impossible” en „ef allir gera eitthvað, þá gerir það gagn og ég held að allir þessir vinir mínir sem hafa lagt okkur lið átti sig ekki á því hvað þetta er í raun ótrúlega mikið þó þetta sé ekki mikil fórn hjá hverjum og einum.“ Hrefna segir að það sé erfitt að skilja við þorpið í hvert sinn og að hún sé hálf „hooked“ í að fara aftur. Hrefna segist vera næstum háð því að hjálpa fólkinu í Banda. Það gefi henni mikið að hjálpa.Úr einkasafni
Úganda Hjálparstarf Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira