Erlent

Flóð­bylgju­við­vörun gefin út í Japan eftir skjálfta 7,6 að stærð

Atli Ísleifsson skrifar
Miklar sprungur hafa myndast í Wajima í Ishikawa-héraði vegna skjálftans stóra.
Miklar sprungur hafa myndast í Wajima í Ishikawa-héraði vegna skjálftans stóra. AP

Yfirvöld í Japan hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun eftir að skjálfti 7,6 að stærð reið yfir í Japanshafi, vestur af landinu.

Þeim fyrirmælum hefur verið komið til íbúa í Noto-héraði að yfirgefa heimili sín án tafar og leita ofar í landslagi.

AP segir frá því að japanska veðurstofan hafi varað við að flóðbylgja, allt að fimm metra há, gæti skollið á landið. Skjálftinn varð um klukkan fjögur síðdegis að staðartíma.

Flóðbylgjuviðvörun hefur einnig verið gefin út í héruðunum Niigata og Toyama.

Skjálftinn varð um klukkan 16 að staðartíma.USGS

Rekstraraðili stærsta kjarnorkuvers landsins, Kansai Electric, segir verin á hættusvæðinu öll vera starfandi með eðlilegum hætti. 

Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa sömuleiðis gefið út flóðbylgjuviðvörun þar sem greint er frá því að flóðbylgja, að þrjátíu sentimetra að hæð, gæti náð landi milli 18:29 og 19:17 að staðartíma. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×