Skipið Maersk Hangzhou varð fyrir árás af höndum Hútana í gær eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Klukkan hálf átta í morgun að íslenskum tíma sendi skipið frá sér annað neyðarkall. Í neyðarkallinu kom fram að fjórir smábátar hefðu gert atlögu að skipinu. Áhafnir smábátanna fjögurra hleyptu af skotvopnum í átt að skipinu og komust í 20 metra fjarlægð frá því.
Iranian-backed Houthi small boats attack merchant vessel and U.S. Navy helicopters in Southern Red Sea
— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 31, 2023
On Dec. 31 at 6:30am (Sanaa time) the container ship MAERSK HANGZHOU issued a second distress call in less than 24 hours reporting being under attack by four Iranian-backed pic.twitter.com/pj8NAzjbVF
Öryggisteymi Maersk Hangzhou hóf gagnskothríð á bátana og tvær þyrlur bandaríska flotans brugðust við neyðarkallinu og komu á vettvang. Samkvæmt Centcom munu bandarísku þyrlurnar hafa sökkt þremur fjögurra bátana og drepið árásarmennina innanborðs. Sá fjórði komst undan.
Samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu Mærsk sem á skipið sem um ræðir kemur fram að skipið sé í góðu ástandi. Jafnframt kemur fram að þyrlurnar bandarísku og áhafnir þeirra hafi ekki hlotið skaða af völdum árásarmannanna.