Innlent

Gleði­legt nýtt ár kæru les­endur Vísis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir óskar lesendum sínum gleðilegs nýs árs og farsældar á því næsta.
Vísir óskar lesendum sínum gleðilegs nýs árs og farsældar á því næsta. Vilhelm

Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2024 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta.

Árið sem nú er á enda hefur verið viðburðarríkt. Umræðan um hvalveiðar var áberandi ásamt mótmælunum sem fylgdu í kjölfarið, leikskólamálin í Reykjavík, afsögn og stólaskipti ráðherra, stríð fyrir botni Miðjarðarhafs og að sjálfsögðu jarðhræringarnar á Reykjanesskaga. 

Við vonum að bjartir tímar bíði okkar allra á nýju ári og þökkum ykkur lesendum öllum kærlega fyrir samfylgdina á liðnum árum. Þökk sé ykkar trausti er Vísir mest lesni fréttamiðill ársins þriðja árið í röð samkvæmt Topplista Gallup.

Undanfarnar vikur hefur Vísir gert upp árið í annálsformi. Alla annálana má sjá hér.

Um leið og við þökkum ykkur samfylgdina á árinu sem er að líða heitum við því að færa ykkur áfram traustar fréttir af öllu á milli himins og jarðar.

Jafnframt minnum við á að lesendur geta sett sig í samband við einstaka fréttamenn með því að smella á nafn þeirra við greinar. Þá er hægt að senda tölvupóst á ritstjórnina á netfanginu ritstjorn@visir.is eða hafa samband í síma 512-5200.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×